Hreinsunarstarf gengur vel en hættustig áfram í gildi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 17:10 Frá hreinsunarstarfi á Seyðisfirði síðustu daga. LÖGREGLAN Hreinsunarstarf á Seyðisfirði hefur gengið vel og er búið að opna leið í gegnum stóru skriðuna sem féll þann 18. desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Hlé verður gert á hreinsunarstarfi um helgina en veðurspá er slæm og búist við norðvestan 20 til 28 metrum á sekúndu með snjókomu og stórhríð á köflum. Áfram hættustig Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði. Á áhrifasvæðum skriðunnar eru vinnuvélar í notkun og því varhugavert að vera á ferðinni þar nærri að því er kemur fram í tilkynningunni. Óviðkomandi umferð er óheimil á svæðinu samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á Austurlandi vegna hættu sem getur falist í og við skriðuna eins og brak úr byggingum og annað lauslegt. Ríkisstjórnin ákvað í vikunni að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta. Hlé verður ger á hreinsunarstarfi um helgina.LÖGREGLAN Samráðsfundur lögreglunnar á Austurlandi, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Múlaþings var haldinn í dag þar sem fjallað var um hreinsunarstarf, vöktun og mælingar á upptakasvæðum skriðanna ásamt forgangsmálum næstu vikna. Fylgst með gangi mála Ekki hefur orðið vart við skriðuföll úr hlíðinni ofan Seyðisfjarðar frá því fyrir jól. Vöktun hlíðanna hefur verið efld umtalsvert frá því sem var áður en skriðurnar féllu. Fylgst er með hreyfingu jarðlaga sem og vatnshæð í borholum í hlíðinni. Ekki hafa mælst merkjanlegar hreyfingar né óeðlileg vatnshæð. Unnið er að því að auka tíðni mælinga enn frekar með sjálfvirkum búnaði. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Telur bænahring í Reykjavík hafa bjargað Seyðfirðingum Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, er sannfærður um að bænahring í Reykjavík megi þakka að ekki varð manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember. Það sé rugl að heimurinn standi frammi fyrir hlýnun og það séu pólitísk vísindi. Bæjarfulltrúa Vinstri grænna blöskrar fullyrðingarnar. 7. janúar 2021 15:00 Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Hlé verður gert á hreinsunarstarfi um helgina en veðurspá er slæm og búist við norðvestan 20 til 28 metrum á sekúndu með snjókomu og stórhríð á köflum. Áfram hættustig Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði. Á áhrifasvæðum skriðunnar eru vinnuvélar í notkun og því varhugavert að vera á ferðinni þar nærri að því er kemur fram í tilkynningunni. Óviðkomandi umferð er óheimil á svæðinu samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á Austurlandi vegna hættu sem getur falist í og við skriðuna eins og brak úr byggingum og annað lauslegt. Ríkisstjórnin ákvað í vikunni að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta. Hlé verður ger á hreinsunarstarfi um helgina.LÖGREGLAN Samráðsfundur lögreglunnar á Austurlandi, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Múlaþings var haldinn í dag þar sem fjallað var um hreinsunarstarf, vöktun og mælingar á upptakasvæðum skriðanna ásamt forgangsmálum næstu vikna. Fylgst með gangi mála Ekki hefur orðið vart við skriðuföll úr hlíðinni ofan Seyðisfjarðar frá því fyrir jól. Vöktun hlíðanna hefur verið efld umtalsvert frá því sem var áður en skriðurnar féllu. Fylgst er með hreyfingu jarðlaga sem og vatnshæð í borholum í hlíðinni. Ekki hafa mælst merkjanlegar hreyfingar né óeðlileg vatnshæð. Unnið er að því að auka tíðni mælinga enn frekar með sjálfvirkum búnaði.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Telur bænahring í Reykjavík hafa bjargað Seyðfirðingum Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, er sannfærður um að bænahring í Reykjavík megi þakka að ekki varð manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember. Það sé rugl að heimurinn standi frammi fyrir hlýnun og það séu pólitísk vísindi. Bæjarfulltrúa Vinstri grænna blöskrar fullyrðingarnar. 7. janúar 2021 15:00 Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
Telur bænahring í Reykjavík hafa bjargað Seyðfirðingum Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, er sannfærður um að bænahring í Reykjavík megi þakka að ekki varð manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember. Það sé rugl að heimurinn standi frammi fyrir hlýnun og það séu pólitísk vísindi. Bæjarfulltrúa Vinstri grænna blöskrar fullyrðingarnar. 7. janúar 2021 15:00
Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23