Nýkjörinn þingmaður biðst afsökunar á að hafa vitnað í Hitler Sylvía Hall skrifar 9. janúar 2021 12:47 Mary Miller, þingmaður Repúblikanaflokksins. Getty/Tom Williams Mary Miller, nýkjörinn þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild þingsins, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hún lét falla á stuðningsmannafundi á fimmtudag. Þar vísaði hún til ummæla Adolf Hitler um unga fólkið í samfélaginu. „Hitler hafði rétt fyrir sér varðandi eitt, það að sá sem hefur æskuna hefur framtíðina. Það er verið að innræta börnin okkar,“ sagði Miller. Miller tók formlega sæti í fulltrúadeildinni þann 3. janúar síðastliðinn. Ummælin vöktu mikla reiði á samfélagsmiðlum, en þau má heyra í myndbandinu hér að neðan. Here’s the full clip. Incoming Illinois Congresswoman Mary Miller didn’t slip or improvise when she quoted Hitler and praised how the murderous Nazi built his political movement by indoctrinating youth. She was reading from prepared remarks. pic.twitter.com/xWPi2u8wB3— Mark Maxwell (@MarkMaxwellTV) January 6, 2021 Fundurinn sem um ræðir bar yfirskriftina „Mæður til bjargar ameríska lýðveldinu“, en viðstaddir voru andsnúnir því að kjör Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, yrði staðfest. Miller hefur nú beðist afsökunar en segir viljandi snúið út úr orðum sínum. Sagan eigi ekki að endurtaka sig og foreldrar eigi að leggja áherslu á góð, göfug og réttmæt gildi. Þá sé hún mikill stuðningsmaður Ísraelsríkis og því geti hún ekki verið stuðningsmaður verka Hitlers. „Ég biðst innilega afsökunar á þeim sársauka sem varð vegna orða minna og sé eftir því að hafa vitnað til eins versta einræðisherra sögunnar til þess að útskýra þær hættur sem utanaðkomandi áhrif geta haft í för með sér á unga fólkið okkar,“ sagði Miller. „Á meðan sumir eru viljandi að reyna að snúa út úr orðum mínum og gefa þeim merkingu sem gengur gegn gildum mínum, þá vil ég vera skýr varðandi eitt: Ég er mikill stuðningsmaður Ísrael og mun alltaf vera sterkur talsmaður og stuðningsmaður gyðingasamfélagsins.“ Bandaríska minningarsafnið um helförina hefur fordæmt ummælin og segir óásættanlegt að leiðtogar noti ummæli Hitler í jákvæðu ljósi. „Þýskaland Adolfs Hitler steypti Evrópu í mest eyðileggjandi atburðarás mannkynssögunnar,“ sagði í yfirlýsingu. Bandaríkin Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
„Hitler hafði rétt fyrir sér varðandi eitt, það að sá sem hefur æskuna hefur framtíðina. Það er verið að innræta börnin okkar,“ sagði Miller. Miller tók formlega sæti í fulltrúadeildinni þann 3. janúar síðastliðinn. Ummælin vöktu mikla reiði á samfélagsmiðlum, en þau má heyra í myndbandinu hér að neðan. Here’s the full clip. Incoming Illinois Congresswoman Mary Miller didn’t slip or improvise when she quoted Hitler and praised how the murderous Nazi built his political movement by indoctrinating youth. She was reading from prepared remarks. pic.twitter.com/xWPi2u8wB3— Mark Maxwell (@MarkMaxwellTV) January 6, 2021 Fundurinn sem um ræðir bar yfirskriftina „Mæður til bjargar ameríska lýðveldinu“, en viðstaddir voru andsnúnir því að kjör Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, yrði staðfest. Miller hefur nú beðist afsökunar en segir viljandi snúið út úr orðum sínum. Sagan eigi ekki að endurtaka sig og foreldrar eigi að leggja áherslu á góð, göfug og réttmæt gildi. Þá sé hún mikill stuðningsmaður Ísraelsríkis og því geti hún ekki verið stuðningsmaður verka Hitlers. „Ég biðst innilega afsökunar á þeim sársauka sem varð vegna orða minna og sé eftir því að hafa vitnað til eins versta einræðisherra sögunnar til þess að útskýra þær hættur sem utanaðkomandi áhrif geta haft í för með sér á unga fólkið okkar,“ sagði Miller. „Á meðan sumir eru viljandi að reyna að snúa út úr orðum mínum og gefa þeim merkingu sem gengur gegn gildum mínum, þá vil ég vera skýr varðandi eitt: Ég er mikill stuðningsmaður Ísrael og mun alltaf vera sterkur talsmaður og stuðningsmaður gyðingasamfélagsins.“ Bandaríska minningarsafnið um helförina hefur fordæmt ummælin og segir óásættanlegt að leiðtogar noti ummæli Hitler í jákvæðu ljósi. „Þýskaland Adolfs Hitler steypti Evrópu í mest eyðileggjandi atburðarás mannkynssögunnar,“ sagði í yfirlýsingu.
Bandaríkin Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira