Nýkjörinn þingmaður biðst afsökunar á að hafa vitnað í Hitler Sylvía Hall skrifar 9. janúar 2021 12:47 Mary Miller, þingmaður Repúblikanaflokksins. Getty/Tom Williams Mary Miller, nýkjörinn þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild þingsins, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hún lét falla á stuðningsmannafundi á fimmtudag. Þar vísaði hún til ummæla Adolf Hitler um unga fólkið í samfélaginu. „Hitler hafði rétt fyrir sér varðandi eitt, það að sá sem hefur æskuna hefur framtíðina. Það er verið að innræta börnin okkar,“ sagði Miller. Miller tók formlega sæti í fulltrúadeildinni þann 3. janúar síðastliðinn. Ummælin vöktu mikla reiði á samfélagsmiðlum, en þau má heyra í myndbandinu hér að neðan. Here’s the full clip. Incoming Illinois Congresswoman Mary Miller didn’t slip or improvise when she quoted Hitler and praised how the murderous Nazi built his political movement by indoctrinating youth. She was reading from prepared remarks. pic.twitter.com/xWPi2u8wB3— Mark Maxwell (@MarkMaxwellTV) January 6, 2021 Fundurinn sem um ræðir bar yfirskriftina „Mæður til bjargar ameríska lýðveldinu“, en viðstaddir voru andsnúnir því að kjör Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, yrði staðfest. Miller hefur nú beðist afsökunar en segir viljandi snúið út úr orðum sínum. Sagan eigi ekki að endurtaka sig og foreldrar eigi að leggja áherslu á góð, göfug og réttmæt gildi. Þá sé hún mikill stuðningsmaður Ísraelsríkis og því geti hún ekki verið stuðningsmaður verka Hitlers. „Ég biðst innilega afsökunar á þeim sársauka sem varð vegna orða minna og sé eftir því að hafa vitnað til eins versta einræðisherra sögunnar til þess að útskýra þær hættur sem utanaðkomandi áhrif geta haft í för með sér á unga fólkið okkar,“ sagði Miller. „Á meðan sumir eru viljandi að reyna að snúa út úr orðum mínum og gefa þeim merkingu sem gengur gegn gildum mínum, þá vil ég vera skýr varðandi eitt: Ég er mikill stuðningsmaður Ísrael og mun alltaf vera sterkur talsmaður og stuðningsmaður gyðingasamfélagsins.“ Bandaríska minningarsafnið um helförina hefur fordæmt ummælin og segir óásættanlegt að leiðtogar noti ummæli Hitler í jákvæðu ljósi. „Þýskaland Adolfs Hitler steypti Evrópu í mest eyðileggjandi atburðarás mannkynssögunnar,“ sagði í yfirlýsingu. Bandaríkin Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Sjá meira
„Hitler hafði rétt fyrir sér varðandi eitt, það að sá sem hefur æskuna hefur framtíðina. Það er verið að innræta börnin okkar,“ sagði Miller. Miller tók formlega sæti í fulltrúadeildinni þann 3. janúar síðastliðinn. Ummælin vöktu mikla reiði á samfélagsmiðlum, en þau má heyra í myndbandinu hér að neðan. Here’s the full clip. Incoming Illinois Congresswoman Mary Miller didn’t slip or improvise when she quoted Hitler and praised how the murderous Nazi built his political movement by indoctrinating youth. She was reading from prepared remarks. pic.twitter.com/xWPi2u8wB3— Mark Maxwell (@MarkMaxwellTV) January 6, 2021 Fundurinn sem um ræðir bar yfirskriftina „Mæður til bjargar ameríska lýðveldinu“, en viðstaddir voru andsnúnir því að kjör Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, yrði staðfest. Miller hefur nú beðist afsökunar en segir viljandi snúið út úr orðum sínum. Sagan eigi ekki að endurtaka sig og foreldrar eigi að leggja áherslu á góð, göfug og réttmæt gildi. Þá sé hún mikill stuðningsmaður Ísraelsríkis og því geti hún ekki verið stuðningsmaður verka Hitlers. „Ég biðst innilega afsökunar á þeim sársauka sem varð vegna orða minna og sé eftir því að hafa vitnað til eins versta einræðisherra sögunnar til þess að útskýra þær hættur sem utanaðkomandi áhrif geta haft í för með sér á unga fólkið okkar,“ sagði Miller. „Á meðan sumir eru viljandi að reyna að snúa út úr orðum mínum og gefa þeim merkingu sem gengur gegn gildum mínum, þá vil ég vera skýr varðandi eitt: Ég er mikill stuðningsmaður Ísrael og mun alltaf vera sterkur talsmaður og stuðningsmaður gyðingasamfélagsins.“ Bandaríska minningarsafnið um helförina hefur fordæmt ummælin og segir óásættanlegt að leiðtogar noti ummæli Hitler í jákvæðu ljósi. „Þýskaland Adolfs Hitler steypti Evrópu í mest eyðileggjandi atburðarás mannkynssögunnar,“ sagði í yfirlýsingu.
Bandaríkin Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Sjá meira