Nýkjörinn þingmaður biðst afsökunar á að hafa vitnað í Hitler Sylvía Hall skrifar 9. janúar 2021 12:47 Mary Miller, þingmaður Repúblikanaflokksins. Getty/Tom Williams Mary Miller, nýkjörinn þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild þingsins, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hún lét falla á stuðningsmannafundi á fimmtudag. Þar vísaði hún til ummæla Adolf Hitler um unga fólkið í samfélaginu. „Hitler hafði rétt fyrir sér varðandi eitt, það að sá sem hefur æskuna hefur framtíðina. Það er verið að innræta börnin okkar,“ sagði Miller. Miller tók formlega sæti í fulltrúadeildinni þann 3. janúar síðastliðinn. Ummælin vöktu mikla reiði á samfélagsmiðlum, en þau má heyra í myndbandinu hér að neðan. Here’s the full clip. Incoming Illinois Congresswoman Mary Miller didn’t slip or improvise when she quoted Hitler and praised how the murderous Nazi built his political movement by indoctrinating youth. She was reading from prepared remarks. pic.twitter.com/xWPi2u8wB3— Mark Maxwell (@MarkMaxwellTV) January 6, 2021 Fundurinn sem um ræðir bar yfirskriftina „Mæður til bjargar ameríska lýðveldinu“, en viðstaddir voru andsnúnir því að kjör Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, yrði staðfest. Miller hefur nú beðist afsökunar en segir viljandi snúið út úr orðum sínum. Sagan eigi ekki að endurtaka sig og foreldrar eigi að leggja áherslu á góð, göfug og réttmæt gildi. Þá sé hún mikill stuðningsmaður Ísraelsríkis og því geti hún ekki verið stuðningsmaður verka Hitlers. „Ég biðst innilega afsökunar á þeim sársauka sem varð vegna orða minna og sé eftir því að hafa vitnað til eins versta einræðisherra sögunnar til þess að útskýra þær hættur sem utanaðkomandi áhrif geta haft í för með sér á unga fólkið okkar,“ sagði Miller. „Á meðan sumir eru viljandi að reyna að snúa út úr orðum mínum og gefa þeim merkingu sem gengur gegn gildum mínum, þá vil ég vera skýr varðandi eitt: Ég er mikill stuðningsmaður Ísrael og mun alltaf vera sterkur talsmaður og stuðningsmaður gyðingasamfélagsins.“ Bandaríska minningarsafnið um helförina hefur fordæmt ummælin og segir óásættanlegt að leiðtogar noti ummæli Hitler í jákvæðu ljósi. „Þýskaland Adolfs Hitler steypti Evrópu í mest eyðileggjandi atburðarás mannkynssögunnar,“ sagði í yfirlýsingu. Bandaríkin Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
„Hitler hafði rétt fyrir sér varðandi eitt, það að sá sem hefur æskuna hefur framtíðina. Það er verið að innræta börnin okkar,“ sagði Miller. Miller tók formlega sæti í fulltrúadeildinni þann 3. janúar síðastliðinn. Ummælin vöktu mikla reiði á samfélagsmiðlum, en þau má heyra í myndbandinu hér að neðan. Here’s the full clip. Incoming Illinois Congresswoman Mary Miller didn’t slip or improvise when she quoted Hitler and praised how the murderous Nazi built his political movement by indoctrinating youth. She was reading from prepared remarks. pic.twitter.com/xWPi2u8wB3— Mark Maxwell (@MarkMaxwellTV) January 6, 2021 Fundurinn sem um ræðir bar yfirskriftina „Mæður til bjargar ameríska lýðveldinu“, en viðstaddir voru andsnúnir því að kjör Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, yrði staðfest. Miller hefur nú beðist afsökunar en segir viljandi snúið út úr orðum sínum. Sagan eigi ekki að endurtaka sig og foreldrar eigi að leggja áherslu á góð, göfug og réttmæt gildi. Þá sé hún mikill stuðningsmaður Ísraelsríkis og því geti hún ekki verið stuðningsmaður verka Hitlers. „Ég biðst innilega afsökunar á þeim sársauka sem varð vegna orða minna og sé eftir því að hafa vitnað til eins versta einræðisherra sögunnar til þess að útskýra þær hættur sem utanaðkomandi áhrif geta haft í för með sér á unga fólkið okkar,“ sagði Miller. „Á meðan sumir eru viljandi að reyna að snúa út úr orðum mínum og gefa þeim merkingu sem gengur gegn gildum mínum, þá vil ég vera skýr varðandi eitt: Ég er mikill stuðningsmaður Ísrael og mun alltaf vera sterkur talsmaður og stuðningsmaður gyðingasamfélagsins.“ Bandaríska minningarsafnið um helförina hefur fordæmt ummælin og segir óásættanlegt að leiðtogar noti ummæli Hitler í jákvæðu ljósi. „Þýskaland Adolfs Hitler steypti Evrópu í mest eyðileggjandi atburðarás mannkynssögunnar,“ sagði í yfirlýsingu.
Bandaríkin Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira