Áhyggjuefni hve mikið smituðum hefur fjölgað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2021 16:15 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það kveikja á viðvörunarbjöllum að greindum kórónuveirusmitum hafi fjölgað núna eftir áramót. Tíu greindust með veiruna innanlands í gær en tveir daginn þar áður. Níu af þessum tíu voru í sóttkví. „Við höfum alltaf áhyggjur þegar tölurnar stökkva upp og það kveikir alltaf á viðvörunarbjöllum,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir þó jákvætt hve margir þeirra sem greindust í gær hafi verið í sóttkví. Mun fleiri hafa greinst smitaðir af veirunni við landamærin en innanlands frá áramótum. Frá 3. janúar hafa 69 greinst á landamærunum en 42 innanlands. Víðir segir það sem hann hafi mestar áhyggjur af núna, og að það sem greinist við landamærin smitist innan landsins. „Það er það sem við höfum mestar áhyggjur af núna og sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann reifar hugmyndir sínar um hvernig er hægt að herða tökin á landamærunum,“ segir Víðir. „Við sjáum neyðarástandið í löndunum í kring um okkur. Í Bretlandi, Danmörku og víða í Evrópu er nánast algjört neyðarástand í gangi. Við viljum auðvitað verja okkur eins og hægt er og vonandi fá þessar tillögur sóttvarnalæknis umræðu,“ segir Víðir. Margir koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt Hann segir það hafa verið áskorun að fá fólk til þess að skilja hvað felist í aðgerðum sem eru í gildi á landamærum. Undanfarinn mánuð hafa fáir nýtt sér fjórtán daga sóttkví, eða um 30, og segir Víðir suma eiga erfitt með að skilja tilmælin. Tilmæli yfirvalda séu gefin út á átta tungumálum en margir komi til landsins sem ekki hafa þau tungumál sem móðurmál og hefur því verið aukið eftirlit með þeim sem hafa komið til landsins. „Við sjáum bara hversu miklu samstaðan hjá íslensku þjóðinni hefur skilað í baráttunni en á sama tíma sjáum við aðrar þjóðir þar sem það hefur ekki náðst. Við sjáum það hjá fólki sem kemur frá þeim löndum að það kannski telur að það geti hegðað sér á Íslandi eins og það hegðaði sér heima hjá sér. Við erum að reyna að útskýra fyrir fólki að við erum komin með aðra menningu í þessu hér,“ segir Víðir. Hann segir flesta þá sem eru nú að koma til landsins koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt og því sé nauðsynlegt að brýna sóttvarnareglur fyrir fólki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili. 9. janúar 2021 13:35 Tíu greindust innanlands í gær Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru níu í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is. 9. janúar 2021 10:46 Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. 8. janúar 2021 18:59 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
„Við höfum alltaf áhyggjur þegar tölurnar stökkva upp og það kveikir alltaf á viðvörunarbjöllum,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir þó jákvætt hve margir þeirra sem greindust í gær hafi verið í sóttkví. Mun fleiri hafa greinst smitaðir af veirunni við landamærin en innanlands frá áramótum. Frá 3. janúar hafa 69 greinst á landamærunum en 42 innanlands. Víðir segir það sem hann hafi mestar áhyggjur af núna, og að það sem greinist við landamærin smitist innan landsins. „Það er það sem við höfum mestar áhyggjur af núna og sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann reifar hugmyndir sínar um hvernig er hægt að herða tökin á landamærunum,“ segir Víðir. „Við sjáum neyðarástandið í löndunum í kring um okkur. Í Bretlandi, Danmörku og víða í Evrópu er nánast algjört neyðarástand í gangi. Við viljum auðvitað verja okkur eins og hægt er og vonandi fá þessar tillögur sóttvarnalæknis umræðu,“ segir Víðir. Margir koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt Hann segir það hafa verið áskorun að fá fólk til þess að skilja hvað felist í aðgerðum sem eru í gildi á landamærum. Undanfarinn mánuð hafa fáir nýtt sér fjórtán daga sóttkví, eða um 30, og segir Víðir suma eiga erfitt með að skilja tilmælin. Tilmæli yfirvalda séu gefin út á átta tungumálum en margir komi til landsins sem ekki hafa þau tungumál sem móðurmál og hefur því verið aukið eftirlit með þeim sem hafa komið til landsins. „Við sjáum bara hversu miklu samstaðan hjá íslensku þjóðinni hefur skilað í baráttunni en á sama tíma sjáum við aðrar þjóðir þar sem það hefur ekki náðst. Við sjáum það hjá fólki sem kemur frá þeim löndum að það kannski telur að það geti hegðað sér á Íslandi eins og það hegðaði sér heima hjá sér. Við erum að reyna að útskýra fyrir fólki að við erum komin með aðra menningu í þessu hér,“ segir Víðir. Hann segir flesta þá sem eru nú að koma til landsins koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt og því sé nauðsynlegt að brýna sóttvarnareglur fyrir fólki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili. 9. janúar 2021 13:35 Tíu greindust innanlands í gær Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru níu í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is. 9. janúar 2021 10:46 Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. 8. janúar 2021 18:59 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili. 9. janúar 2021 13:35
Tíu greindust innanlands í gær Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru níu í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is. 9. janúar 2021 10:46
Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. 8. janúar 2021 18:59