Hafa fundið út hvar flugvélin hrapaði Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2021 08:22 Brak sem talið er vera úr vélinni fannst í aðgerðum leitarhóps í gær. Getty/DImas Ardian Yfirvöld í Indonesíu segjast hafa fundið hvar vél Sriwijaya Air hrapaði. Vélin, flug SJ182, var á leið frá höfuðborginni Jakarta til borgarinnar Pontianak í gær þegar hún hvarf af ratsjám um það bil fjórum mínútum eftir flugtak. Alls voru 62 um borð í vélinni, tólf áhafnarmeðlimir og fimmtíu farþegar. Þar á meðal voru sjö börn og þrjú ungabörn samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, en allir um borð voru frá Indonesíu. Um Boeing 737-500 vél var að ræða, 26 ára gamla og í góðu standi samkvæmt forsvarsmönnum flugfélagsins. Flugtaki hafði verið seinkað um hálftíma í gær vegna mikillar rigningar. Neyðarmiðstöð var opnuð á Soekarno-Hatta flugvellinum í Cengkareng, nærri Jakarta, vegna slyssins.Getty/DImas Ardian Yfirmaður leitaraðgerða segir nú þegar hafa tekist að greina tvö merki, sem gætu verið svarti kassi flugvélarinnar. Svarti kassinn hefur meðal annars að geyma raddupptökur flugmannanna og ætti að geta varpað nánara ljósi á hvað gerðist. Fleiri en tíu skip hafa verið send á staðinn sem rannsakendur telja vélina hafa hrapað ásamt köfurum úr sjóhernum. Þá er verið að rannsaka brak sem fannst sem talið er vera af flugvélinni, en nú þegar hefur fundist hjól og brak sem talið er vera úr bol flugvélarinnar. Þá hafa fundist tvær töskur samkvæmt talsmanni lögreglunnar í Jakarta, önnur innihélt eigur farþega en hin innihélt líkamshluta. Verið er að bera kennsl á það sem fannst í töskunum. Ættingjar og ástvinir biðu fregna á flugvellinum í gær.Getty/DImas Ardian Áætlaður slysstaður er um tuttugu kílómetra norður af Jakarta, ekki langt frá þeim stað sem vél Lion Air fórst í október með þeim afleiðingum að allir 189 um borð létust. Veiðimaður sem var við veiðar, nærri þeim stað sem talið er að flugvélin hafi hrapað, sagðist hafa heyrt sprengingu um það bil þrjátíu metra frá þeim í gær. Upphaflega taldi hann að um sprengju væri að ræða. „Við héldum að þetta væri sprengja eða sjávarskaft eftir að við sáum skvettuna eftir sprenginguna. Það var mikil rigning og veðurskilrði voru slæm. Það var erfitt að sjá almennilega,“ er haft eftir veiðimanninum á vef AP. „Við vorum í áfalli og sáum svo brakið með berum augum og bensínið sem flæddi í kringum bátinn okkar.“ Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Boeing 737 vél með sextíu farþega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft. 9. janúar 2021 11:28 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Alls voru 62 um borð í vélinni, tólf áhafnarmeðlimir og fimmtíu farþegar. Þar á meðal voru sjö börn og þrjú ungabörn samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, en allir um borð voru frá Indonesíu. Um Boeing 737-500 vél var að ræða, 26 ára gamla og í góðu standi samkvæmt forsvarsmönnum flugfélagsins. Flugtaki hafði verið seinkað um hálftíma í gær vegna mikillar rigningar. Neyðarmiðstöð var opnuð á Soekarno-Hatta flugvellinum í Cengkareng, nærri Jakarta, vegna slyssins.Getty/DImas Ardian Yfirmaður leitaraðgerða segir nú þegar hafa tekist að greina tvö merki, sem gætu verið svarti kassi flugvélarinnar. Svarti kassinn hefur meðal annars að geyma raddupptökur flugmannanna og ætti að geta varpað nánara ljósi á hvað gerðist. Fleiri en tíu skip hafa verið send á staðinn sem rannsakendur telja vélina hafa hrapað ásamt köfurum úr sjóhernum. Þá er verið að rannsaka brak sem fannst sem talið er vera af flugvélinni, en nú þegar hefur fundist hjól og brak sem talið er vera úr bol flugvélarinnar. Þá hafa fundist tvær töskur samkvæmt talsmanni lögreglunnar í Jakarta, önnur innihélt eigur farþega en hin innihélt líkamshluta. Verið er að bera kennsl á það sem fannst í töskunum. Ættingjar og ástvinir biðu fregna á flugvellinum í gær.Getty/DImas Ardian Áætlaður slysstaður er um tuttugu kílómetra norður af Jakarta, ekki langt frá þeim stað sem vél Lion Air fórst í október með þeim afleiðingum að allir 189 um borð létust. Veiðimaður sem var við veiðar, nærri þeim stað sem talið er að flugvélin hafi hrapað, sagðist hafa heyrt sprengingu um það bil þrjátíu metra frá þeim í gær. Upphaflega taldi hann að um sprengju væri að ræða. „Við héldum að þetta væri sprengja eða sjávarskaft eftir að við sáum skvettuna eftir sprenginguna. Það var mikil rigning og veðurskilrði voru slæm. Það var erfitt að sjá almennilega,“ er haft eftir veiðimanninum á vef AP. „Við vorum í áfalli og sáum svo brakið með berum augum og bensínið sem flæddi í kringum bátinn okkar.“
Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Boeing 737 vél með sextíu farþega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft. 9. janúar 2021 11:28 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Boeing 737 vél með sextíu farþega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft. 9. janúar 2021 11:28