Segir stjórnvöld hafa gert mistök í að elta Evrópusambandið í bóluefnamálum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2021 17:50 Prófessor í ónæmisfræði furðar sig á því að Ísland skuli hafa hengt sig á Evrópusambandið við kaup á bóluefni, þegar það sé yfirlýst stefna hérlendra stjórnvalda að vera utan þess. Íslenska þjóðin hefði getað tekið forystu í bólusetningum og þannig klárað að bólusetja alla þjóðina á skömmum tíma. Hann segir að stjórnvöld hefðu átt að taka frumkvæði að því að gera samninga við bóluefnaframleiðendur um kaup á bóluefni strax í sumar og að það hafi verið mistök að fylgja Evrópusambandinu eftir í bóluefnakaupum. „Þarna hefði ég viljað sjá okkur standa okkur miklu betur. Mér finnst það sérstakt að við þurfum að hengja okkur á Evrópusambandið, þegar það er yfirlýst stefna stjórnvalda að vera ekki að fylgja Evrópusambandinu,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, í Víglínunni á Stöð 2. Stjórnvöld hefðu átt að sýna dug og dugnað til að tryggja Íslendingum bóluefni Búið er að bólusetja um 24 milljón manns á heimsvísu gegn veirunni. Búið er að bólusetja um 1,5 prósent Íslendinga og segir Björn að við hefðum getað farið mun hraðar af stað með bólusetningar. „Að því sögðu hefði verið gaman ef að Ísland með öll þau tækifæri og sterku innviði sem við búum yfir og stórkostlega þátttöku á bólusetningu almennt, að við værum í fararbroddi og að við værum að sýna sömu tölur og jafnvel hærri tölur en þeir sem eru búnir að taka fararbroddinn,“ segir Björn. Íslenska heilbrigðiskerfið hafi alla burði til að setja á fót víðtækt bólusetningarátak. „Við höfum alla burði til að geta staðið í lappirnar og þarna í júní þegar fór að verða nokkuð ljóst hverjir færu að taka forystuna í að koma með gott bóluefni á markaðinn þá hefðum við átt að sýna frumkvæði og forystu um það að setja á fót víðtækt bólusetningarátak meðal þjóðarinnar,“ segir Björn. Hann segir að hann hefði viljað sjá stjórnvöld sýna dug og dugnað í að tryggja Íslendingum, lítilli fullvalda þjóð, það magn af bóluefni sem hefði þurft til til að ná hjarðónæmi. „Ég held að menn hafi kannski bara ekki haft trú á því að við værum að ná þetta langt. Ég, ásamt örfáum öðrum, höfðum trú á því að við gætum verið komin á þennan stað um áramótin 2020/20201,“ segir Björn. „En mikið svakalega hefði verið gaman að sjá þá menn grípa boltann á lofti, sýna pólitískt frumkvæði og dug og djörfung og tryggja okkur aðgang að bóluefnunum. Vegna þess að heilbrigðiskerfið hefði alveg getað stutt það ferli og það hefur ekkert raunverulega með sóttvarnalækni eða landlækni að gera. Þau hafa ákveðnum verkefnum að sinna en það er pólitíkin sem hefði átt að taka þarna frumkvæði.“ „Við yrðum komin með hjarðónæmi örugglega innan tveggja mánaða“ Hann segir að stjórnvöld hefðu strax um mánaðamótin júní og júlí getað tryggt aðgang að bóluefni. Um það leyti hafi niðurstöður úr fasa 2 rannsóknum á nokkrum bóluefnum komið fram og þau þrjú bóluefni sem nú hafa fengið markaðsleyfi hafi verið þar fremst í flokki. „Þarna var glugginn. Erum við búin að missa þennan glugga? Það er erfitt að segja. Það er auðvitað mjög flott og áhugavert framtak hjá Þórólfi og svo Kára að reyna að ná eyrum og augum forráðamanna í Pfizer til að sýna þeim fram á einmitt þetta,“ segir Björn. „Sýna þeim fram á að við erum svo einstakt tækifæri að ná þessu markmiði. Við erum með sterka innviði, öfluga þátttöku í bólusetningum og við hefðum getað klárað þetta á skömmum tíma. Við yrðum komin með hjarðónæmi örugglega innan tveggja mánaða.“ Hann segir hugsanlega enn tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld að gera samning við annan bóluefnaframleiðanda um fasa 4 rannsókn hér á landi, sem myndi leiða til aukinnar og fljótari bólusetningar. Hann segir möguleika felast í bóluefni AstraZeneca og fleiri framleiðenda. „Við erum búin að tryggja okkur ansi stóran skerf af því bóluefni en tímasetningarnar liggja ekki alveg ljósar fyrir. Það er hugsanlega líka tækifæri hjá Moderna en mér finnst að menn eigi að láta reyna á það,“ segir Björn. „Við erum ekki að njóta þess að vera í samfloti við Evrópusambandið“ Björn segir ljóst að forsætisráðherra og stjórnvöld hafi verið með stórt verkefni í fanginu undanfarna mánuði og að glíma við afleiðingarnar sem faraldrinum hafa fylgt. Hann hafi samúð með þeim hvað það varðar. „Ég er hins vegar ekki sammála því að við séum að njóta þessa samstarfs í þessu tilviki. Þarna erum við ekki að njóta þess að vera í samfloti við Evrópusambandið, við hefðum getað gert þetta sjálf, við höfum alla burði til þess,“ segir Björn. Hann segir að við hefðum getað fylgt Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) eftir eða Bretum. Bæði ríki séu með gríðarlega sterka starfsemi til þess að afgreiða markaðsumsóknir bóluefnaframleiðenda. Hann segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að Lyfjastofnun Íslands hefði getað gefið bóluefnunum bráðabirgðaleyfi þegar leyfi lá fyrir hjá FDA eða frá Bretlandi. „Þarna eru tvær mjög öflugar stofnanir með langa sögu sem er algerlega hægt að treysta og þarna hefðum við ekki þurft að bíða eftir því að evrópska lyfjastofnunin hefði gefið sitt leyfi. Að því leyti er ég alveg ósammála,“ segir Björn. Segir að upplýsingar um áreiðanleg bóluefni hafi legið fyrir í ágúst Hann segist einnig ósammála forsætisráðherra því að óvissa í bóluefnamálum hafi ríkt langt fram á haust og vetur. „Þegar líða tekur á ágúst er ljóst hvaða framleiðendur og hvaða bóluefni myndu líklegast ná í gegn sem fyrst. Ég og fleiri fórum yfir það margsinnis. Þessar upplýsingar lágu fyrir,“ segir Björn. Hann segir að hann myndi vilja sjá stjórnvöld gera samkomulag við bóluefnaframleiðanda til að koma af stað átaksverkefni hér á landi í bólusetningu gegn veirunni. „Við erum svo fá. Það er mjög sorglegt að sjá það þegar við horfum á lönd eins og Ísrael, þar sem 20 af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. Við ættum að vera þarna, við ættum að vera komin upp í 30 eða 40 af hundraði og hefðum alveg getað gert það,“ segir Björn Rúnar. Víglínan Bólusetningar Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjartsýnn á að bólusetningu verði lokið hér á landi í sumar Vonir glæðast um að það styttist í hjarðónæmi á Íslandi og reikna má með því að bólusetningu við Covid-19 verði lokið um mitt sumar. Þetta segir Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um bóluefni. 9. janúar 2021 21:34 Íslendingar fá tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech Gert er ráð fyrir því að Ísland geti fengið tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 í kjölfar nýs samkomulags Evrópusambandsins (ESB) við framleiðendurna. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. 8. janúar 2021 17:07 Gerði samkomulag við Pfizer um að bólusetja alla fyrir páska Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa gert samkomulag við Pfizer sem tryggi öllum Ísraelum, eldri en sextán ára, bólusetningu fyrir lok marsmánaðar. Forsætisráðherrann segir að fyrirtækið hafi samþykkt að senda milljónir aukaskammta af bóluefni og þeir fyrstu muni berast á sunnudaginn. 8. janúar 2021 14:53 Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hann segir að stjórnvöld hefðu átt að taka frumkvæði að því að gera samninga við bóluefnaframleiðendur um kaup á bóluefni strax í sumar og að það hafi verið mistök að fylgja Evrópusambandinu eftir í bóluefnakaupum. „Þarna hefði ég viljað sjá okkur standa okkur miklu betur. Mér finnst það sérstakt að við þurfum að hengja okkur á Evrópusambandið, þegar það er yfirlýst stefna stjórnvalda að vera ekki að fylgja Evrópusambandinu,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, í Víglínunni á Stöð 2. Stjórnvöld hefðu átt að sýna dug og dugnað til að tryggja Íslendingum bóluefni Búið er að bólusetja um 24 milljón manns á heimsvísu gegn veirunni. Búið er að bólusetja um 1,5 prósent Íslendinga og segir Björn að við hefðum getað farið mun hraðar af stað með bólusetningar. „Að því sögðu hefði verið gaman ef að Ísland með öll þau tækifæri og sterku innviði sem við búum yfir og stórkostlega þátttöku á bólusetningu almennt, að við værum í fararbroddi og að við værum að sýna sömu tölur og jafnvel hærri tölur en þeir sem eru búnir að taka fararbroddinn,“ segir Björn. Íslenska heilbrigðiskerfið hafi alla burði til að setja á fót víðtækt bólusetningarátak. „Við höfum alla burði til að geta staðið í lappirnar og þarna í júní þegar fór að verða nokkuð ljóst hverjir færu að taka forystuna í að koma með gott bóluefni á markaðinn þá hefðum við átt að sýna frumkvæði og forystu um það að setja á fót víðtækt bólusetningarátak meðal þjóðarinnar,“ segir Björn. Hann segir að hann hefði viljað sjá stjórnvöld sýna dug og dugnað í að tryggja Íslendingum, lítilli fullvalda þjóð, það magn af bóluefni sem hefði þurft til til að ná hjarðónæmi. „Ég held að menn hafi kannski bara ekki haft trú á því að við værum að ná þetta langt. Ég, ásamt örfáum öðrum, höfðum trú á því að við gætum verið komin á þennan stað um áramótin 2020/20201,“ segir Björn. „En mikið svakalega hefði verið gaman að sjá þá menn grípa boltann á lofti, sýna pólitískt frumkvæði og dug og djörfung og tryggja okkur aðgang að bóluefnunum. Vegna þess að heilbrigðiskerfið hefði alveg getað stutt það ferli og það hefur ekkert raunverulega með sóttvarnalækni eða landlækni að gera. Þau hafa ákveðnum verkefnum að sinna en það er pólitíkin sem hefði átt að taka þarna frumkvæði.“ „Við yrðum komin með hjarðónæmi örugglega innan tveggja mánaða“ Hann segir að stjórnvöld hefðu strax um mánaðamótin júní og júlí getað tryggt aðgang að bóluefni. Um það leyti hafi niðurstöður úr fasa 2 rannsóknum á nokkrum bóluefnum komið fram og þau þrjú bóluefni sem nú hafa fengið markaðsleyfi hafi verið þar fremst í flokki. „Þarna var glugginn. Erum við búin að missa þennan glugga? Það er erfitt að segja. Það er auðvitað mjög flott og áhugavert framtak hjá Þórólfi og svo Kára að reyna að ná eyrum og augum forráðamanna í Pfizer til að sýna þeim fram á einmitt þetta,“ segir Björn. „Sýna þeim fram á að við erum svo einstakt tækifæri að ná þessu markmiði. Við erum með sterka innviði, öfluga þátttöku í bólusetningum og við hefðum getað klárað þetta á skömmum tíma. Við yrðum komin með hjarðónæmi örugglega innan tveggja mánaða.“ Hann segir hugsanlega enn tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld að gera samning við annan bóluefnaframleiðanda um fasa 4 rannsókn hér á landi, sem myndi leiða til aukinnar og fljótari bólusetningar. Hann segir möguleika felast í bóluefni AstraZeneca og fleiri framleiðenda. „Við erum búin að tryggja okkur ansi stóran skerf af því bóluefni en tímasetningarnar liggja ekki alveg ljósar fyrir. Það er hugsanlega líka tækifæri hjá Moderna en mér finnst að menn eigi að láta reyna á það,“ segir Björn. „Við erum ekki að njóta þess að vera í samfloti við Evrópusambandið“ Björn segir ljóst að forsætisráðherra og stjórnvöld hafi verið með stórt verkefni í fanginu undanfarna mánuði og að glíma við afleiðingarnar sem faraldrinum hafa fylgt. Hann hafi samúð með þeim hvað það varðar. „Ég er hins vegar ekki sammála því að við séum að njóta þessa samstarfs í þessu tilviki. Þarna erum við ekki að njóta þess að vera í samfloti við Evrópusambandið, við hefðum getað gert þetta sjálf, við höfum alla burði til þess,“ segir Björn. Hann segir að við hefðum getað fylgt Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) eftir eða Bretum. Bæði ríki séu með gríðarlega sterka starfsemi til þess að afgreiða markaðsumsóknir bóluefnaframleiðenda. Hann segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að Lyfjastofnun Íslands hefði getað gefið bóluefnunum bráðabirgðaleyfi þegar leyfi lá fyrir hjá FDA eða frá Bretlandi. „Þarna eru tvær mjög öflugar stofnanir með langa sögu sem er algerlega hægt að treysta og þarna hefðum við ekki þurft að bíða eftir því að evrópska lyfjastofnunin hefði gefið sitt leyfi. Að því leyti er ég alveg ósammála,“ segir Björn. Segir að upplýsingar um áreiðanleg bóluefni hafi legið fyrir í ágúst Hann segist einnig ósammála forsætisráðherra því að óvissa í bóluefnamálum hafi ríkt langt fram á haust og vetur. „Þegar líða tekur á ágúst er ljóst hvaða framleiðendur og hvaða bóluefni myndu líklegast ná í gegn sem fyrst. Ég og fleiri fórum yfir það margsinnis. Þessar upplýsingar lágu fyrir,“ segir Björn. Hann segir að hann myndi vilja sjá stjórnvöld gera samkomulag við bóluefnaframleiðanda til að koma af stað átaksverkefni hér á landi í bólusetningu gegn veirunni. „Við erum svo fá. Það er mjög sorglegt að sjá það þegar við horfum á lönd eins og Ísrael, þar sem 20 af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. Við ættum að vera þarna, við ættum að vera komin upp í 30 eða 40 af hundraði og hefðum alveg getað gert það,“ segir Björn Rúnar.
Víglínan Bólusetningar Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjartsýnn á að bólusetningu verði lokið hér á landi í sumar Vonir glæðast um að það styttist í hjarðónæmi á Íslandi og reikna má með því að bólusetningu við Covid-19 verði lokið um mitt sumar. Þetta segir Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um bóluefni. 9. janúar 2021 21:34 Íslendingar fá tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech Gert er ráð fyrir því að Ísland geti fengið tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 í kjölfar nýs samkomulags Evrópusambandsins (ESB) við framleiðendurna. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. 8. janúar 2021 17:07 Gerði samkomulag við Pfizer um að bólusetja alla fyrir páska Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa gert samkomulag við Pfizer sem tryggi öllum Ísraelum, eldri en sextán ára, bólusetningu fyrir lok marsmánaðar. Forsætisráðherrann segir að fyrirtækið hafi samþykkt að senda milljónir aukaskammta af bóluefni og þeir fyrstu muni berast á sunnudaginn. 8. janúar 2021 14:53 Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Bjartsýnn á að bólusetningu verði lokið hér á landi í sumar Vonir glæðast um að það styttist í hjarðónæmi á Íslandi og reikna má með því að bólusetningu við Covid-19 verði lokið um mitt sumar. Þetta segir Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um bóluefni. 9. janúar 2021 21:34
Íslendingar fá tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech Gert er ráð fyrir því að Ísland geti fengið tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 í kjölfar nýs samkomulags Evrópusambandsins (ESB) við framleiðendurna. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. 8. janúar 2021 17:07
Gerði samkomulag við Pfizer um að bólusetja alla fyrir páska Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa gert samkomulag við Pfizer sem tryggi öllum Ísraelum, eldri en sextán ára, bólusetningu fyrir lok marsmánaðar. Forsætisráðherrann segir að fyrirtækið hafi samþykkt að senda milljónir aukaskammta af bóluefni og þeir fyrstu muni berast á sunnudaginn. 8. janúar 2021 14:53
Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27