(Líf)línumaðurinn frá Eyjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. janúar 2021 10:01 Elliði Snær Viðarsson í miklum slag í leiknum gegn Portúgal á sunnudaginn. vísir/hulda margrét Elliði Snær Viðarsson lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska handboltalandsliðinu þegar það vann níu marka sigur á Portúgal, 32-23, í undankeppni EM í fyrradag. Elliði er einn fjögurra línumanna í íslenska hópnum sem hefur æft saman frá áramótum. Hann fór ekki með til Portúgals en kom inn í íslenska hópinn á sunnudaginn og fékk nokkuð stórt hlutverk í leiknum á Ásvöllum. Hann skoraði þrjú mörk úr sex skotum, gaf tvær stoðsendingar, var með þrjár löglegar stöðvanir og stal boltanum einu sinni samkvæmt tölfræði HB Statz. Elliði skoraði tvö mörk í fjórum skotum af línunni og eitt mark í tómt markið úr hraðaupphlaupi. Mörkin af línunni voru vel þegin enda fékk Ísland ekki mark frá línumönnunum í fyrsta leiknum gegn Portúgal á miðvikudaginn. Enginn nýliðabragur Theodór Ingi Pálmason, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, var ánægður með frammistöðu Elliða gegn Portúgal. „Elliði Snær kom gríðarlega vel inn í leikinn í gær og ekki að sjá að þar fær leikmaður sem væri að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu. Hann og Ýmir [Örn Gíslason] náðu mjög vel saman fyrir miðju varnarinnar og auk þess lét hann líka til sín taka í sóknarleiknum. Óhætt að segja að hann hafi gefið Guðmundi Guðmundssyni alvöru hausverk fyrir leikinn gegn Portúgal á fimmtudaginn,“ sagði Theodór við Vísi. Elliði skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu.vísir/hulda margrét Elliði er 22 ára Eyjamaður sem er á sínu fyrsta tímabili hjá þýska B-deildarliðinu Gummersbach. Þar leikur hann undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Elliði átti góðu gengi að fagna með ÍBV áður en hann hélt utan og var sérstaklega mikilvægur í varnarleik liðsins. Á síðasta tímabili var hann með 3,1 mark að meðaltali í leik í Olís-deildinni, 4,5 löglegar stöðvanir og 1,3 stolna bolta. Skotnýtingin var 82,4 prósent. Öflugur í vörn og vaxandi í sókn „Hann er hávaxinn, útlimalangur, klókur varnarmaður og baráttuglaður. Allt kostir sem gerðu það að verkum að hann gerði það að listgrein að spila fyrir framan í ÍBV-vörninni svokölluðu, sem hefur skilað Eyjamönnum ófáum titlum á undanförnum árum. Þannig spilaði hann stórt hlutverk í „þrennu“ Eyjamanna tímabilið 2017-2018 og bikarmeistaratitlinum 2020,“ sagði Theodór. Elliði fagnar bikarmeistaratitlinum með ÍBV í fyrra.vísir/daníel Elliði hefur hingað til aðallega verið þekktur sem öflugur varnar- og hraðaupphlaupsmaður enda hefur Kári Kristján Kristjánsson verið fyrsti kostur á línu ÍBV undanfarin ár. Elliði er þó vaxandi sóknarmaður. „Síðustu árin stækkaði hlutverk hans í sókninni og hefur hann bætt þann þátt leiksins mikið síðustu misserin. Hann helst kostur er samt að mínu mati að þarna fer gríðarlega mikill keppnismaður sem gefur ekki tommu eftir,“ sagði Theodór. Tuttugu leikmenn fóru út til Egyptalands í gær en sextán leikmenn eru í hóp í hverjum leik. Þrátt fyrir góða frammistöðu á sunnudaginn á Theodór síður von á því að Elliði verði á skýrslu í leiknum gegn Portúgal á fimmtudaginn. Arnar Freyr olli vonbrigðum „Frammistaða Elliða var það góð að hún ætti að gera það að verkum að hann fengi hlutverk í leiknum gegn Portúgal. Sérstaklega í ljósi þess að Arnar Freyr [Arnarsson] olli vonbrigðum í þessum leikjum gegn Portúgal,“ sagði Theodór. Elliði er á sínu fyrsta stórmóti með íslenska landsliðinu.vísir/hulda margrét „Hins vegar er Guðmundur vanafastur maður og því held ég að hann muni veðja á Arnar Frey, sem hann þjálfar alla daga hjá Melsungen, og Kára Kristján í leiknum á fimmtudaginn,“ sagði Theodór ennfremur en hann gerir frekar ráð fyrir því að Elliði fái tækifæri gegn Alsír og/eða Marokkó í seinni tveimur leikjunum í F-riðli. Fyrsti leikur Íslands á HM í Egyptalandi er gegn Portúgal klukkan 19:30 á fimmtudaginn. Þrjú efstu liðin hverjum riðli á HM komast áfram í milliriðil. EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Flugu með mótherjunum á HM og fóru beint í próf Íslenska karlalandsliðið í handbolta er mætt á heimsmeistaramótið í Egyptalandi þar sem það spilar sinn fyrsta leik á fimmtudagskvöld gegn Portúgal. 12. janúar 2021 09:01 Segir HM í Egyptalandi afar ófyrirsjáanlegt Góðar líkur eru á því að Ísland og Noregur mætist í milliriðli á HM í handbolta í Egyptalandi. Norðmenn eru líklegir til að vinna til verðlauna eftir að hafa leikið til úrslita á síðustu tveimur heimsmeistaramótum. Bjarte Myrhol segir ekkert lið afgerandi líklegt til að vinna titilinn að þessu sinni. 12. janúar 2021 08:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Elliði er einn fjögurra línumanna í íslenska hópnum sem hefur æft saman frá áramótum. Hann fór ekki með til Portúgals en kom inn í íslenska hópinn á sunnudaginn og fékk nokkuð stórt hlutverk í leiknum á Ásvöllum. Hann skoraði þrjú mörk úr sex skotum, gaf tvær stoðsendingar, var með þrjár löglegar stöðvanir og stal boltanum einu sinni samkvæmt tölfræði HB Statz. Elliði skoraði tvö mörk í fjórum skotum af línunni og eitt mark í tómt markið úr hraðaupphlaupi. Mörkin af línunni voru vel þegin enda fékk Ísland ekki mark frá línumönnunum í fyrsta leiknum gegn Portúgal á miðvikudaginn. Enginn nýliðabragur Theodór Ingi Pálmason, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, var ánægður með frammistöðu Elliða gegn Portúgal. „Elliði Snær kom gríðarlega vel inn í leikinn í gær og ekki að sjá að þar fær leikmaður sem væri að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu. Hann og Ýmir [Örn Gíslason] náðu mjög vel saman fyrir miðju varnarinnar og auk þess lét hann líka til sín taka í sóknarleiknum. Óhætt að segja að hann hafi gefið Guðmundi Guðmundssyni alvöru hausverk fyrir leikinn gegn Portúgal á fimmtudaginn,“ sagði Theodór við Vísi. Elliði skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu.vísir/hulda margrét Elliði er 22 ára Eyjamaður sem er á sínu fyrsta tímabili hjá þýska B-deildarliðinu Gummersbach. Þar leikur hann undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Elliði átti góðu gengi að fagna með ÍBV áður en hann hélt utan og var sérstaklega mikilvægur í varnarleik liðsins. Á síðasta tímabili var hann með 3,1 mark að meðaltali í leik í Olís-deildinni, 4,5 löglegar stöðvanir og 1,3 stolna bolta. Skotnýtingin var 82,4 prósent. Öflugur í vörn og vaxandi í sókn „Hann er hávaxinn, útlimalangur, klókur varnarmaður og baráttuglaður. Allt kostir sem gerðu það að verkum að hann gerði það að listgrein að spila fyrir framan í ÍBV-vörninni svokölluðu, sem hefur skilað Eyjamönnum ófáum titlum á undanförnum árum. Þannig spilaði hann stórt hlutverk í „þrennu“ Eyjamanna tímabilið 2017-2018 og bikarmeistaratitlinum 2020,“ sagði Theodór. Elliði fagnar bikarmeistaratitlinum með ÍBV í fyrra.vísir/daníel Elliði hefur hingað til aðallega verið þekktur sem öflugur varnar- og hraðaupphlaupsmaður enda hefur Kári Kristján Kristjánsson verið fyrsti kostur á línu ÍBV undanfarin ár. Elliði er þó vaxandi sóknarmaður. „Síðustu árin stækkaði hlutverk hans í sókninni og hefur hann bætt þann þátt leiksins mikið síðustu misserin. Hann helst kostur er samt að mínu mati að þarna fer gríðarlega mikill keppnismaður sem gefur ekki tommu eftir,“ sagði Theodór. Tuttugu leikmenn fóru út til Egyptalands í gær en sextán leikmenn eru í hóp í hverjum leik. Þrátt fyrir góða frammistöðu á sunnudaginn á Theodór síður von á því að Elliði verði á skýrslu í leiknum gegn Portúgal á fimmtudaginn. Arnar Freyr olli vonbrigðum „Frammistaða Elliða var það góð að hún ætti að gera það að verkum að hann fengi hlutverk í leiknum gegn Portúgal. Sérstaklega í ljósi þess að Arnar Freyr [Arnarsson] olli vonbrigðum í þessum leikjum gegn Portúgal,“ sagði Theodór. Elliði er á sínu fyrsta stórmóti með íslenska landsliðinu.vísir/hulda margrét „Hins vegar er Guðmundur vanafastur maður og því held ég að hann muni veðja á Arnar Frey, sem hann þjálfar alla daga hjá Melsungen, og Kára Kristján í leiknum á fimmtudaginn,“ sagði Theodór ennfremur en hann gerir frekar ráð fyrir því að Elliði fái tækifæri gegn Alsír og/eða Marokkó í seinni tveimur leikjunum í F-riðli. Fyrsti leikur Íslands á HM í Egyptalandi er gegn Portúgal klukkan 19:30 á fimmtudaginn. Þrjú efstu liðin hverjum riðli á HM komast áfram í milliriðil.
EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Flugu með mótherjunum á HM og fóru beint í próf Íslenska karlalandsliðið í handbolta er mætt á heimsmeistaramótið í Egyptalandi þar sem það spilar sinn fyrsta leik á fimmtudagskvöld gegn Portúgal. 12. janúar 2021 09:01 Segir HM í Egyptalandi afar ófyrirsjáanlegt Góðar líkur eru á því að Ísland og Noregur mætist í milliriðli á HM í handbolta í Egyptalandi. Norðmenn eru líklegir til að vinna til verðlauna eftir að hafa leikið til úrslita á síðustu tveimur heimsmeistaramótum. Bjarte Myrhol segir ekkert lið afgerandi líklegt til að vinna titilinn að þessu sinni. 12. janúar 2021 08:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Flugu með mótherjunum á HM og fóru beint í próf Íslenska karlalandsliðið í handbolta er mætt á heimsmeistaramótið í Egyptalandi þar sem það spilar sinn fyrsta leik á fimmtudagskvöld gegn Portúgal. 12. janúar 2021 09:01
Segir HM í Egyptalandi afar ófyrirsjáanlegt Góðar líkur eru á því að Ísland og Noregur mætist í milliriðli á HM í handbolta í Egyptalandi. Norðmenn eru líklegir til að vinna til verðlauna eftir að hafa leikið til úrslita á síðustu tveimur heimsmeistaramótum. Bjarte Myrhol segir ekkert lið afgerandi líklegt til að vinna titilinn að þessu sinni. 12. janúar 2021 08:01