Sýndu slímuga krakkaútgáfu af einum NFL-leiknum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2021 16:00 Snertimörkin í leik Saints og Bears voru svolítið slímug á Nickelodeon stöðinni í gær. Twitter/@Saints NFL-deildin er greinilega að reyna að fá börnin í Bandaríkjunum til að hafa meiri áhuga á ameríska fótboltanum ef marka má mjög sérstaka útsendingu í gær. Úrslitakeppni ameríska fótboltans var áberandi í bandarísku íþróttalífi um helgina þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór af stað. Stóru stöðvarnar í Bandaríkjunum eins og CBS, NBC og Fox keppast um að sýna leikina en að þessu sinni var NFL-leikur sýndur líka á barnastöðinni Nickelodeon. Leikur New Orleans Saints og Chicago Bears var sýndur hér á Stöð 2 Sport en þar var um að ræða útsendinguna frá CBS. Á sama tíma var einnig sýnd sérstök barnaútgáfa á Nickelodeon stöðinni. Nickelodeon var með sína eigin lýsendur og þar á bæ fóru menn líka nýjar leiðir í framsetningu. Það vakti þannig sérstaklega athygli á samfélagsmiðlum hvernig sjónvarpsgrafíkin var þegar New Orleans Saints skoraði sitt fyrsta snertimark í leiknum. Það má sjá það hér fyrir neðan. We NEED slime for every td moving forward tbh : #CHIvsNO on @Nickelodeon pic.twitter.com/lhajus9Ezw— NFL Up (@NFLUpOfficial) January 10, 2021 Michael Thomas skoraði þá snertimark eftir sendingu frá Drew Brees og í kjölfarið fylltist allt af slími á skjáum krakkanna. Þetta gerðist alltaf þegar snertimark var skorað í leiknum. Upplýsingar um leikmennina sjálfa voru líka látnar höfða sérstaklega til krakkanna eins og hver væri uppáhaldsís leikmanna. Eftir leik fagnaði líka Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, sigrinum með því að fara í slímsturtu eins og sjá má hér fyrir neðan. Sean Payton is a man of his word pic.twitter.com/IO8oalZdLG— CBS Sports (@CBSSports) January 11, 2021 NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Úrslitakeppni ameríska fótboltans var áberandi í bandarísku íþróttalífi um helgina þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór af stað. Stóru stöðvarnar í Bandaríkjunum eins og CBS, NBC og Fox keppast um að sýna leikina en að þessu sinni var NFL-leikur sýndur líka á barnastöðinni Nickelodeon. Leikur New Orleans Saints og Chicago Bears var sýndur hér á Stöð 2 Sport en þar var um að ræða útsendinguna frá CBS. Á sama tíma var einnig sýnd sérstök barnaútgáfa á Nickelodeon stöðinni. Nickelodeon var með sína eigin lýsendur og þar á bæ fóru menn líka nýjar leiðir í framsetningu. Það vakti þannig sérstaklega athygli á samfélagsmiðlum hvernig sjónvarpsgrafíkin var þegar New Orleans Saints skoraði sitt fyrsta snertimark í leiknum. Það má sjá það hér fyrir neðan. We NEED slime for every td moving forward tbh : #CHIvsNO on @Nickelodeon pic.twitter.com/lhajus9Ezw— NFL Up (@NFLUpOfficial) January 10, 2021 Michael Thomas skoraði þá snertimark eftir sendingu frá Drew Brees og í kjölfarið fylltist allt af slími á skjáum krakkanna. Þetta gerðist alltaf þegar snertimark var skorað í leiknum. Upplýsingar um leikmennina sjálfa voru líka látnar höfða sérstaklega til krakkanna eins og hver væri uppáhaldsís leikmanna. Eftir leik fagnaði líka Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, sigrinum með því að fara í slímsturtu eins og sjá má hér fyrir neðan. Sean Payton is a man of his word pic.twitter.com/IO8oalZdLG— CBS Sports (@CBSSports) January 11, 2021
NFL Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira