Tvöföld skimun „alveg þess virði“ Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2021 20:56 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum hefur fylgst vel með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli til þess að tryggja að allir þekki þær reglur sem eru í gildi. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og kýs ekki að fara í skimun þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttahúsi. Til þessa hefur fólki staðið til boða að fara í sýnatöku við komuna til landsins og svo aftur fimm dögum síðar, eða þá að fara í fjórtán daga sóttkví. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir einhverja eftirfylgni vera ef fólk velji að fara í sóttkví og þá sérstaklega ef frásagnir þykja ótrúverðugar. Hann segir áhersluna núna vera á landamærunum, enda hafi fleiri smit greinst þar undanfarið á meðan faraldurinn sé á niðurleið innanlands. Fólk fær nú val um tvöfalda skimun eða sóttkví í farsóttahúsi.Vísir/Vilhelm Óþægilegt að vita ekki hvað er í pakkanum „Við erum svolítið að horfa á landamærin núna því við erum búin að ná ágætis tökum, eða það lítur út fyrir það, innanlands. Það þarf lítið út af að bregða og á meðan fólk kemur inn og faraldurinn er í svona mikilli sókn víða í kringum okkur, þá erum við að sjá hærra hlutfall þeirra sem koma til landsins með smit,“ segir Rögnvaldur. Því sé nauðsynlegt að hafa virkt eftirlit á landamærunum svo smit „fari ekki á flug“ innanlands. Tvöfalda skimunin sé vel þess virði þar sem nokkrir greinist í seinni skimun. „Hún er alveg þess virði og enn sem komið er, því við raðgreinum allar veirur, þá höfum við ekki enn séð neina nýja veiru fara á flug.“ Hann segir mikið lagt í upplýsingagjöf til komufarþega. Þeir fái bæklinga, regluleg smáskilaboð og sumir jafnvel símtöl. Þó séu dæmi um að einhverjir fylgi ekki þeim reglum sem fylgja fjórtán daga sóttkví og því sé öruggara að skylda fólk í sóttkví í farsóttahúsinu þar sem er virkt eftirlit. „Það sem okkur hefur fundist óþægilegt við [sóttkvína] er að þá vitum við ekki hvað er í pakkanum, ef við getum orðað það þannig. Hvort fólk er með veiruna eða ekki.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Rögnvald úr Reykjavík síðdegis hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg fullt og nýtt opnað Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er orðið fullt. Síðasta herbergið var fyllt í morgun og verður annað farsóttarhús opnað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahússins, á upplýsingafundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. 11. janúar 2021 11:41 Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Til þessa hefur fólki staðið til boða að fara í sýnatöku við komuna til landsins og svo aftur fimm dögum síðar, eða þá að fara í fjórtán daga sóttkví. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir einhverja eftirfylgni vera ef fólk velji að fara í sóttkví og þá sérstaklega ef frásagnir þykja ótrúverðugar. Hann segir áhersluna núna vera á landamærunum, enda hafi fleiri smit greinst þar undanfarið á meðan faraldurinn sé á niðurleið innanlands. Fólk fær nú val um tvöfalda skimun eða sóttkví í farsóttahúsi.Vísir/Vilhelm Óþægilegt að vita ekki hvað er í pakkanum „Við erum svolítið að horfa á landamærin núna því við erum búin að ná ágætis tökum, eða það lítur út fyrir það, innanlands. Það þarf lítið út af að bregða og á meðan fólk kemur inn og faraldurinn er í svona mikilli sókn víða í kringum okkur, þá erum við að sjá hærra hlutfall þeirra sem koma til landsins með smit,“ segir Rögnvaldur. Því sé nauðsynlegt að hafa virkt eftirlit á landamærunum svo smit „fari ekki á flug“ innanlands. Tvöfalda skimunin sé vel þess virði þar sem nokkrir greinist í seinni skimun. „Hún er alveg þess virði og enn sem komið er, því við raðgreinum allar veirur, þá höfum við ekki enn séð neina nýja veiru fara á flug.“ Hann segir mikið lagt í upplýsingagjöf til komufarþega. Þeir fái bæklinga, regluleg smáskilaboð og sumir jafnvel símtöl. Þó séu dæmi um að einhverjir fylgi ekki þeim reglum sem fylgja fjórtán daga sóttkví og því sé öruggara að skylda fólk í sóttkví í farsóttahúsinu þar sem er virkt eftirlit. „Það sem okkur hefur fundist óþægilegt við [sóttkvína] er að þá vitum við ekki hvað er í pakkanum, ef við getum orðað það þannig. Hvort fólk er með veiruna eða ekki.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Rögnvald úr Reykjavík síðdegis hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg fullt og nýtt opnað Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er orðið fullt. Síðasta herbergið var fyllt í morgun og verður annað farsóttarhús opnað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahússins, á upplýsingafundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. 11. janúar 2021 11:41 Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg fullt og nýtt opnað Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er orðið fullt. Síðasta herbergið var fyllt í morgun og verður annað farsóttarhús opnað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahússins, á upplýsingafundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. 11. janúar 2021 11:41
Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26