Svipti sig lífi eftir vitnisburð um greiðslu undirheimamanns til lögreglufulltrúa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2021 09:00 Í frásögnum lögreglumanna í rannsóknargögnunum eru nefnd tvö dæmi þar sem lögreglumenn tjáðu yfirmönnum sínum um alvarlegar ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum. Í báðum tilfellum brást yfirmaðurinn við með því að ræða ásakanirnar beint við lögreglufulltrúann. Vísir/Hanna Þrítugur karlmaður sem tjáði lögreglumönnum að hann hefði orðið vitni að óeðlilegum samskiptum undirheimamanns og lögreglufulltrúa fór með þær upplýsingar til lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumennirnir mátu frásögn hans trúverðuga og fóru á fund yfirmanns fíkniefnadeildar. Viðbrögð hans voru að bera ásakanirnar beint upp á lögreglufulltrúann án þess að taka þær fyrst til skoðunar. Karlmaðurinn þrítugi svipti sig lífi skömmu síðar. Þessar upplýsingar koma fram í rannsóknargögnum í máli lögreglufulltrúa hvers kollegar efuðust sumir hverjir um. Sakamálarannsókn fór fram en málið var fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Gögnunum var lekið á Internetið og til fjölmiðla í síðustu viku. Þar kemur meðal annars fram, eins og Vísir hefur fjallað um, að undirheimamaðurinn, sem einn lögreglumaður lýsti sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, var upplýsingagjafi hjá lögreglunni í fjöldamörg ár. Sá lifði hátt og gerir enn án þess að fyrir liggi hvernig hann fjármagni lífstíl sinn. Í lýsingum lögreglumanna hjá fíkniefnadeild, sem lesa má um í rannsóknargögnunum sem lekið var, kemur fram að þeim hafi fundist lögreglufulltrúinn ýta málum sem sneru að undirheimamanninum út af borðinu, æst sig þegar farið var í húsleit á heimili hans án vitneskju lögreglufulltrúans og fundist yfirmenn bregðast óeðlilega við ábendingum um að samskipti lögreglufulltrúans og undirheimamannsins væru athugaverð. Þá eru nefnd tvö dæmi þar sem lögreglumenn tjáðu yfirmönnum sínum um alvarlegar ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum. Í báðum tilfellum brást yfirmaðurinn við með því að ræða ásakanirnar beint við lögreglufulltrúann. Vildi alls ekki ræða við lögreglufulltrúann Lögreglumaður lýsti því þegar hann fékk símtal frá lögreglunni í Hafnarfirði um aðila sem væri hjá sér og vildi ræða við lögreglumanninn. Aðilinn væri með upplýsingar. Lögreglumaðurinn vísaði á upplýsingateymið og lögreglufulltrúann í því sambandi, sem var yfir upplýsingateyminu, en aðilinn hafi alls ekki viljað ræða við lögreglufulltrúann. Aðeins þennan lögreglumann og engan annan. Lögreglumaðurinn leitaði til síns næsta yfirmanns, rannsóknarlögreglumanns, og úr varð að þeir fóru og hittu aðilann sem að kom í ljós að var karlmaður um þrítugt. Sá hafði verið handtekinn nokkru áður eftir að hafa verið í sjálfsvígshugleiðingum. Lögreglumaðurinn þekkti manninn ágætlega í gegnum sameiginlegan kunningja. Maðurinn lýsti því að hann væri kominn í bullandi vandræði gagnvart ákveðnum einstaklingum í glæpaheiminum og hann væri í raun að óska eftir ákveðinni vernd gegn því að veita upplýsingar um hitt og þetta. Lögreglumaðurinn sagði manninn hafa veitt þeim upplýsingar um meintan fíkniefnabarón og hans glæpastarfsemi. Þá sagði maðurinn að lögreglufulltrúinn væri í vasa undirheimamannsins. Bar ásakanirnar beint upp á lögreglufulltrúann Upplýsingarnar sem maðurinn veitti komu að gagni að sögn lögreglumannsins. Hann hefði meðal annars lýst því hvernig undirheimamaðurinn stæði að fíkniefnainnflutningi inn í landið og nafngreindi fleiri sem gegndu hlutverki í þeirra starfsemi. Rannsóknin á því hafi klúðrast þegar reynt var að setja eftirfarabúnað undir bíla undirheimamannsins og tveggja annarra félaga hans. Ein ábending mannsins sneri að því að lögreglufulltrúinn hefði fengið 300 eða 350 þúsund krónur í reiðufé frá undirheimamanninum. Fullyrti maðurinn, sem var á þeim tíma talinn í innsta hring undirheimamannsins, að hafa verið með í för þegar undirheimamaðurinn og lögreglufulltrúinn hittust í verslun í Kópavogi. Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu frá 2007 til 2014.Vísir/Baldur Hrafnkell Rannsóknarlögreglumaðurinn, sem hitti manninn þrítuga ásamt lögreglumanninum, sagðist í framhaldinu hafa upplýst Karl Steinar Valsson, yfirmann fíkniefnadeildar og þeirra allra, um þessar ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum. Viðbrögð Karls Steinars hafi verið að greina lögreglufulltrúanum frá því samdægurs hvað maðurinn hefði sagt. Rannsóknarlögreglumaðurinn sagðist hafa verið mjög ósáttur við þessi viðbrögð Karls Steinars. Að fara beint með svo alvarlegar ásakanir og segja lögreglufulltrúanum frá þeim. Maðurinn hefði verið tilbúinn að setja upp annan hitting lögreglufulltrúans og undirheimamannsins. Þá bætti rannsóknarlögreglumaðurinn við að málið hefði slegið hann þar sem lýsingar mannsins hefðu verið svo nákvæmar. Þá sagðist lögreglumaðurinn hafa orðið mjög ósáttur þegar Karl Steinar gaf lögreglufulltrúanum leyfi til að láta undirheimamanninn vita af afskiptum lögreglu af manninum, sérstaklega þar sem maðurinn var að veita lögreglu upplýsingar um brotastarfsemi undirheimamannsins og tengsl hans við lögreglufulltrúann. Skömmu síðar svipti maðurinn sig lífi, í mars 2012. Hæðarmunur og úlpa nóg til að útiloka frásögnina Lögreglumaðurinn sagðist aðeins einu sinni til viðbótar hafa hitt manninn. Honum hafi verið komið úr samskiptum við manninn þar sem lögreglumaðurinn tilheyrði ekki upplýsingateyminu - hvers starfsmenn sjá um samskipti við upplýsingagjafa. Lögreglumaðurinn hafi verið ósáttur við það, sérstaklega eftir að maðurinn svipti sig lífi. Hann fann til ábyrgðar og sagði manninn hafa leitað til hans fyrst. Hann sagðist myndu hafa lagt sitt á vogaskálarnar til að bjarga honum. Annar lögreglumaður var í upplýsingateyminu og hélt utan um samskiptin við manninn eftir að sá byrjaði að veita upplýsingar. Hann sagði sögu mannsins hafa verið á þá leið, sú er sneri að óeðlilegum samskiptum lögreglufulltrúans og undirheimamannsins, að undirheimamaðurinn hefði tjáð manninum að hann ætlaði að hitta annan mann sem hann sagði vera lögreglufulltrúann og fá hjá honum upplýsingar gegn greiðslu. Þeir hafi farið að verslun í Kópavogi og maðurinn þrítugi beðið í bíl fyrir utan á meðan undirheimamaðurinn fór inn. Hann sagðist hafa séð tvo menn ræðast við inni í versluninni. Lögreglumaðurinn sagði frásögn mannsins hafa verið mjög trúverðuga. Lýsingin hefði þó ekki átt við lögreglufulltrúann. Það sem ekki þótti standast við lýsinguna var að maðurinn taldi karlmanninn sem undirheimamaðurinn hitti vera 185 eða 193 cm á hæð og þá hafi hann verið klæddur í svarta 66°N úlpu með loðkraga. Lögreglufulltrúinn væri hins vegar tveir metrar á hæð og hefði aldrei sést í slíkri úlpu. Hittust aldrei einir, eða hvað? Lögreglufulltrúinn þvertók fyrir að hafa hitt undirheimamanninn í versluninni. Hann hefði aldrei komið inn í þá verslun auk þess sem hann hefði aldrei farið að hitta undirheimamanninn á svo opinberum stað. Þá sagðist hann aldrei hafa hitt undirheimamanninn einn síns liðs. Undirheimamaðurinn hafði sömu sögu að segja. Rannsóknarlögreglumaður, nánasti samstarfsmaður lögreglufulltrúans, hefði alltaf verið með í för. Fram kemur í skýrslu undirheimamannsins að hann hafi hitt lögreglufulltrúann og rannsóknarlögreglumann til dæmis á bílastæðinu við Útvarpshúsið. Þar hafi hann lagt bílnum og þeir rætt saman í bíl lögreglumannanna.Vísir/Vilhelm Rannsóknarlögreglumaðurinn sagði ekki möguleika á að lögreglufulltrúinn væri spilltur. Fráleitt væri að hitta upplýsingaaðila í verslun eða á opinberum vettvangi því það væri gegn öllum þeim lögmálum sem þeir hefðu unnið eftir. Hann sagði þó, í þversögn við fullyrðingar lögreglufulltrúans og undirheimamannsins, að lögreglufulltrúinn hefði í tvígang eða þrígang farið einn á fund undirheimamannsins. Það hefði þó verið bókað vel í upplýsingakerfið og verið með vitund Karls Steinars yfirmanns fíkniefnadeildar. Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Karl Steinar Valsson, sem var yfirmaður fíkniefnadeildar frá 2007-2014, sagði að ábendingin um að undirheimamaðurinn væri að greiða fyrir upplýsingar frá lögreglufulltrúanum hafi verið tilefni greinargerðar sem hann skrifaði árið 2012. Þar hefði hann óskað eftir því að málið yrði skoðað frekar. Hann sagðist hafa safnað gögnum og súmmerað upp hvernig samskiptin við undirheimamanninn voru. Hann hefði lagt áherslu á mikilvægi þess að skoða þetta því á þeim tíma hefðu margir verið að tala um hvort samskipti undirheimamannsins og lögreglufulltrúans væru of mikil. Þau hefðu í sjálfu sér ekki verið mikil þegar samskipti þeirra í upplýsingakerfinu væri skoðað að hans sögn. Karl Steinar var yfirmaður lögreglufulltrúans og þeir unnu náið saman. Karl Steinar skilaði greinargerðinni til Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns og Jóns H.B. Snorrasonar, þáverandi aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hann hafi litið svo á að málið væri úr hans höndum og ekki vitað hvort ríkissaksóknara hefði verið tilkynnt um málið. Jón H.B. sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis í janúar 2016 vegna greinargerðar Karls Steinars að Karl Steinar hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekkert væri hæft í ásökunum á hendur lögreglufulltrúanum. „Í þessari greinargerð kemst Karl Steinar m.a. að þeirri niðurstöðu að það sé ekkert sem renni stoðum undir sögusagnir um að lögreglufulltrúi sem um ræðir fari ekki að reglum og fyrirmælum og það sé alls engin ástæða til þess að vantreysta honum í því starfi sem hann gegndi þá og til skamms tíma,“ sagði í svari Jóns. „Ef við hefðum krafist opinberlegrar rannsóknar hefði Karl Steinar sennilegast kært okkur fyrir meinsæri,“ bætti Jón við. Athugun og niðurstaða Karls Steinars hefði verið að öllu leyti trúverðug. Lögreglustjóri „fletti“ greinargerðinni Vísir fjallaði ítarlega um ásakanirnar á sínum tíma og ræddi meðal annars við Kim Kliver, rannsóknarlögreglumann og yfirlögregluþjón hjá dönsku lögreglunni. Hann var afdráttarlaus varðandi það að lögregla ætti aldrei að rannsaka sjálfa sig, hvort sem væri í tilfelli yfirmanns að rannsaka undirmann eða annars eðlis. „Ef einhver sakar lögreglumann um refsivert athæfi eða leka innan lögreglu þá tekur óháður saksóknari málið til skoðunar. Lögregla rannsakar aldrei ásakanir á sjálfa sig,“ sagði Kliver aðspurður um hvernig málum væri háttað í Danmörku. Öllum slíkum athugasemdum skuli vísa beint áfram til saksóknara. Jón H.B. sagði varðandi skoðun Karl Steinars á lögreglufulltrúanum, nánum undirmanni hans, að eðlilegt væri að yfirmaður reyni að átta sig á stöðunni. „Það er þetta sem að gerist í starfsemi, að yfirmenn manna skoða þá frá degi til dags, og meta hvort eithvað sé athugavert. Það er eiginlega ekki hægt að fara með þetta í neinn annan farveg,“ sagði Jón um greinargerð Karls Steinars 2012. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og núverandi ríkislögreglustjóri, sagði í vitnisburði sínum í skaðabótamáli sem lögreglufulltrúinn höfðaði á hendur íslenska ríkinu, hafa farið í rannsókn vegna óróleika í deildinni. Fram kom í fréttum Vísis á sínum tíma að níu lögreglumenn hefðu leitað til hennar vegna efasemda um lögreglufulltrúann. Sigríður Björk tók við starfi lögreglustjóra árið 2014 eða tveimur árum eftir að Karl Steinar skilaði greinagerð sinni. Fór svo að innanhússskoðun var gerð hjá lögreglunni um ásakanirnar áður en ríkissaksóknari tók ákvörðun um að hefja sakamálarannsókn. Í dómi Hæstaréttar, þar sem lögreglufulltrúanum voru dæmdar bætur sökum þess að honum var vikið frá störfum tímabundið á meðan sakamálarannsókn fór fram, var Sigríður Björk gagnrýnd fyrir að hafa látið skoða málið innanhúss, sem leiddi til sakamálarannsóknar héraðssaksóknara að undirlagi ríkissaksóknara. Ósáttur við afgreiðslu á öðru máli Í rannsóknargögnunum kemur fram annað dæmi þar sem tveir lögreglumenn hlustuðu á samtal tveggja manna í rannsókn á fíkniefnamáli. Mennirnir tveir hafi spurt sjálfa sig hvers vegna undirheimamaðurinn slyppi alltaf svo auðveldlega og hvaða forgangsröðun væri hjá lögreglunni. Annar hefði svo sagst hafa heyrt að undirheimamaðurinn væri með tvo lögreglumenn á sínum snærum og nefndi lögreglufulltrúann á nafn, en sagðist ekki viss hver hinn væri. Á þeim tíma sem málið kom upp var Aldís Hilmarsdóttir yfirmaður fíknefnadeildar svo það hefur verið árið 2014 eða 2015. Annar lögreglumannanna sagðist hafa farið fram hjá henni og lögreglufulltrúanum með málið, sökum þess hve náið samstarf Aldísar og lögreglufulltrúans var, og afhenti Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirmanni fíkniefnadeildar upptökuna. Hann hefði síðan heyrt að Friðrik Smári hefði rætt upptökuna við lögreglufulltrúann og einhverja fleiri. Lögreglumaðurinn sagðist ekki hafa verið ánægður með þessa afgreiðslu á málinu hjá Friðriki Smára því auðveldlega hefði verið hægt að rekja það til sín. Kjörin staða fyrir spilltan mann að vera í Svo fór að lögreglufulltrúanum var vísað frá störfum og héraðssaksóknari lét fara fram rannsókn á ásökunum á hendur honum. Það eru gögnin úr þeirri rannsókn sem lekið var til fjölmiðla í síðustu viku og þessi frétt byggist á. Rannsóknin gekk ekki áfallalaust fyrir sig þar sem lögreglumenn sem gáfu skýrslu voru ósáttir við að Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn kæmi að rannsókninni vegna náins vinskapar hans við Aldísi Hilmarsdóttur og Karl Steinar Valsson. Grímur og Karl Steinar hafa starfað lengi saman innan lögreglunnar, eru af sömu kynslóð og vel til vina. Fram kom í fréttum Vísis á sínum tíma að sumum sem gáfu skýrslu hjá héraðssaksóknara hefðu áhyggjur af hlutleysi Gríms enda margir þeirrar skoðunar að sem yfirmaður hafi Karl Steinar ekki tekið nógu vel á máli lögreglufulltrúans. Fór svo að Grímur var færður úr rannsóknarteyminu eftir að rannsókn var hafin og undirmönnum hans falið að ljúka henni. Í niðurstöðukafla rannsóknarinnar kemur fram að í framburði allflestra vitna sem komu í skýrslutöku, sem voru á þriðja tug, hefði komið fram að orðrómur hefði heyrt um að lögreglufulltrúinn væri spilltur. Enginn hefði þó neitt í hendi sér hvað það varðaði. Þá nefndu nokkrir óánægju sína með að lögreglufulltrúinn væri bæði starfandi í upplýsingateymi og í langtímarannsóknum. Þannig vissi hann hverjir væru að koma með upplýsingar til lögreglu og gæti á sama tíma haft áhrif rannsóknir og vitað hverjir væru til rannsóknar. Fram kemur í gögnunum að um tímabundið ástand hafi verið að ræða sem allir hafi talið vera óeðlilegt. Lögreglufulltrúinn hafi sjálfur talið fyrirkomulagið vera óeðlilegt og Aldís sömuleiðis. Einn lögreglumaðurinn lýsti því að ef lögreglufulltrúinn væri spilltur þá hefði þetta verið kjörin staða fyrir hann að vera í. Ekkert var hins vegar gert í því að leysa stöðuna fyrr en árið 2015, í aðdraganda þess að lögreglufulltrúinn var leystur frá störfum tímabundið á meðan rannsókn fór fram á honum. Rannsakendur héraðssaksóknara á máli lögreglufulltrúans töldu ekkert koma fram í gögnum málsins sem renndi stoðum undir ásakanir sem til rannsóknar voru. Var málið fellt niður. Fór svo að lögreglufulltrúinn stefndi ríkinu og fékk miskabætur vegna málsins. Sömu sögu er að segja um Aldísi Hilmarsdóttur sem var færð til í starfi sem yfirmaður fíkniefnadeildar vegna þeirrar óeiningar sem ríkti í deildinni. Aldís nefndi í vitnisburði sínum, sem finna má í gögnunum, að við flutninginn hafi hún afhent Friðriki Smára Björgvinssyni yfirlögregluþjóni möppu með málum lögreglufulltrúans. Það hafi verið mappa sem hún hafi fengið frá Karli Steinari þegar hún tók við starfi hans sem yfirmaður fíkniefnadeildar. „Mappa þessi finnst ekki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í vitnisburði Aldísar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Leki og spilling í lögreglu Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Þessar upplýsingar koma fram í rannsóknargögnum í máli lögreglufulltrúa hvers kollegar efuðust sumir hverjir um. Sakamálarannsókn fór fram en málið var fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Gögnunum var lekið á Internetið og til fjölmiðla í síðustu viku. Þar kemur meðal annars fram, eins og Vísir hefur fjallað um, að undirheimamaðurinn, sem einn lögreglumaður lýsti sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, var upplýsingagjafi hjá lögreglunni í fjöldamörg ár. Sá lifði hátt og gerir enn án þess að fyrir liggi hvernig hann fjármagni lífstíl sinn. Í lýsingum lögreglumanna hjá fíkniefnadeild, sem lesa má um í rannsóknargögnunum sem lekið var, kemur fram að þeim hafi fundist lögreglufulltrúinn ýta málum sem sneru að undirheimamanninum út af borðinu, æst sig þegar farið var í húsleit á heimili hans án vitneskju lögreglufulltrúans og fundist yfirmenn bregðast óeðlilega við ábendingum um að samskipti lögreglufulltrúans og undirheimamannsins væru athugaverð. Þá eru nefnd tvö dæmi þar sem lögreglumenn tjáðu yfirmönnum sínum um alvarlegar ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum. Í báðum tilfellum brást yfirmaðurinn við með því að ræða ásakanirnar beint við lögreglufulltrúann. Vildi alls ekki ræða við lögreglufulltrúann Lögreglumaður lýsti því þegar hann fékk símtal frá lögreglunni í Hafnarfirði um aðila sem væri hjá sér og vildi ræða við lögreglumanninn. Aðilinn væri með upplýsingar. Lögreglumaðurinn vísaði á upplýsingateymið og lögreglufulltrúann í því sambandi, sem var yfir upplýsingateyminu, en aðilinn hafi alls ekki viljað ræða við lögreglufulltrúann. Aðeins þennan lögreglumann og engan annan. Lögreglumaðurinn leitaði til síns næsta yfirmanns, rannsóknarlögreglumanns, og úr varð að þeir fóru og hittu aðilann sem að kom í ljós að var karlmaður um þrítugt. Sá hafði verið handtekinn nokkru áður eftir að hafa verið í sjálfsvígshugleiðingum. Lögreglumaðurinn þekkti manninn ágætlega í gegnum sameiginlegan kunningja. Maðurinn lýsti því að hann væri kominn í bullandi vandræði gagnvart ákveðnum einstaklingum í glæpaheiminum og hann væri í raun að óska eftir ákveðinni vernd gegn því að veita upplýsingar um hitt og þetta. Lögreglumaðurinn sagði manninn hafa veitt þeim upplýsingar um meintan fíkniefnabarón og hans glæpastarfsemi. Þá sagði maðurinn að lögreglufulltrúinn væri í vasa undirheimamannsins. Bar ásakanirnar beint upp á lögreglufulltrúann Upplýsingarnar sem maðurinn veitti komu að gagni að sögn lögreglumannsins. Hann hefði meðal annars lýst því hvernig undirheimamaðurinn stæði að fíkniefnainnflutningi inn í landið og nafngreindi fleiri sem gegndu hlutverki í þeirra starfsemi. Rannsóknin á því hafi klúðrast þegar reynt var að setja eftirfarabúnað undir bíla undirheimamannsins og tveggja annarra félaga hans. Ein ábending mannsins sneri að því að lögreglufulltrúinn hefði fengið 300 eða 350 þúsund krónur í reiðufé frá undirheimamanninum. Fullyrti maðurinn, sem var á þeim tíma talinn í innsta hring undirheimamannsins, að hafa verið með í för þegar undirheimamaðurinn og lögreglufulltrúinn hittust í verslun í Kópavogi. Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu frá 2007 til 2014.Vísir/Baldur Hrafnkell Rannsóknarlögreglumaðurinn, sem hitti manninn þrítuga ásamt lögreglumanninum, sagðist í framhaldinu hafa upplýst Karl Steinar Valsson, yfirmann fíkniefnadeildar og þeirra allra, um þessar ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum. Viðbrögð Karls Steinars hafi verið að greina lögreglufulltrúanum frá því samdægurs hvað maðurinn hefði sagt. Rannsóknarlögreglumaðurinn sagðist hafa verið mjög ósáttur við þessi viðbrögð Karls Steinars. Að fara beint með svo alvarlegar ásakanir og segja lögreglufulltrúanum frá þeim. Maðurinn hefði verið tilbúinn að setja upp annan hitting lögreglufulltrúans og undirheimamannsins. Þá bætti rannsóknarlögreglumaðurinn við að málið hefði slegið hann þar sem lýsingar mannsins hefðu verið svo nákvæmar. Þá sagðist lögreglumaðurinn hafa orðið mjög ósáttur þegar Karl Steinar gaf lögreglufulltrúanum leyfi til að láta undirheimamanninn vita af afskiptum lögreglu af manninum, sérstaklega þar sem maðurinn var að veita lögreglu upplýsingar um brotastarfsemi undirheimamannsins og tengsl hans við lögreglufulltrúann. Skömmu síðar svipti maðurinn sig lífi, í mars 2012. Hæðarmunur og úlpa nóg til að útiloka frásögnina Lögreglumaðurinn sagðist aðeins einu sinni til viðbótar hafa hitt manninn. Honum hafi verið komið úr samskiptum við manninn þar sem lögreglumaðurinn tilheyrði ekki upplýsingateyminu - hvers starfsmenn sjá um samskipti við upplýsingagjafa. Lögreglumaðurinn hafi verið ósáttur við það, sérstaklega eftir að maðurinn svipti sig lífi. Hann fann til ábyrgðar og sagði manninn hafa leitað til hans fyrst. Hann sagðist myndu hafa lagt sitt á vogaskálarnar til að bjarga honum. Annar lögreglumaður var í upplýsingateyminu og hélt utan um samskiptin við manninn eftir að sá byrjaði að veita upplýsingar. Hann sagði sögu mannsins hafa verið á þá leið, sú er sneri að óeðlilegum samskiptum lögreglufulltrúans og undirheimamannsins, að undirheimamaðurinn hefði tjáð manninum að hann ætlaði að hitta annan mann sem hann sagði vera lögreglufulltrúann og fá hjá honum upplýsingar gegn greiðslu. Þeir hafi farið að verslun í Kópavogi og maðurinn þrítugi beðið í bíl fyrir utan á meðan undirheimamaðurinn fór inn. Hann sagðist hafa séð tvo menn ræðast við inni í versluninni. Lögreglumaðurinn sagði frásögn mannsins hafa verið mjög trúverðuga. Lýsingin hefði þó ekki átt við lögreglufulltrúann. Það sem ekki þótti standast við lýsinguna var að maðurinn taldi karlmanninn sem undirheimamaðurinn hitti vera 185 eða 193 cm á hæð og þá hafi hann verið klæddur í svarta 66°N úlpu með loðkraga. Lögreglufulltrúinn væri hins vegar tveir metrar á hæð og hefði aldrei sést í slíkri úlpu. Hittust aldrei einir, eða hvað? Lögreglufulltrúinn þvertók fyrir að hafa hitt undirheimamanninn í versluninni. Hann hefði aldrei komið inn í þá verslun auk þess sem hann hefði aldrei farið að hitta undirheimamanninn á svo opinberum stað. Þá sagðist hann aldrei hafa hitt undirheimamanninn einn síns liðs. Undirheimamaðurinn hafði sömu sögu að segja. Rannsóknarlögreglumaður, nánasti samstarfsmaður lögreglufulltrúans, hefði alltaf verið með í för. Fram kemur í skýrslu undirheimamannsins að hann hafi hitt lögreglufulltrúann og rannsóknarlögreglumann til dæmis á bílastæðinu við Útvarpshúsið. Þar hafi hann lagt bílnum og þeir rætt saman í bíl lögreglumannanna.Vísir/Vilhelm Rannsóknarlögreglumaðurinn sagði ekki möguleika á að lögreglufulltrúinn væri spilltur. Fráleitt væri að hitta upplýsingaaðila í verslun eða á opinberum vettvangi því það væri gegn öllum þeim lögmálum sem þeir hefðu unnið eftir. Hann sagði þó, í þversögn við fullyrðingar lögreglufulltrúans og undirheimamannsins, að lögreglufulltrúinn hefði í tvígang eða þrígang farið einn á fund undirheimamannsins. Það hefði þó verið bókað vel í upplýsingakerfið og verið með vitund Karls Steinars yfirmanns fíkniefnadeildar. Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Karl Steinar Valsson, sem var yfirmaður fíkniefnadeildar frá 2007-2014, sagði að ábendingin um að undirheimamaðurinn væri að greiða fyrir upplýsingar frá lögreglufulltrúanum hafi verið tilefni greinargerðar sem hann skrifaði árið 2012. Þar hefði hann óskað eftir því að málið yrði skoðað frekar. Hann sagðist hafa safnað gögnum og súmmerað upp hvernig samskiptin við undirheimamanninn voru. Hann hefði lagt áherslu á mikilvægi þess að skoða þetta því á þeim tíma hefðu margir verið að tala um hvort samskipti undirheimamannsins og lögreglufulltrúans væru of mikil. Þau hefðu í sjálfu sér ekki verið mikil þegar samskipti þeirra í upplýsingakerfinu væri skoðað að hans sögn. Karl Steinar var yfirmaður lögreglufulltrúans og þeir unnu náið saman. Karl Steinar skilaði greinargerðinni til Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns og Jóns H.B. Snorrasonar, þáverandi aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hann hafi litið svo á að málið væri úr hans höndum og ekki vitað hvort ríkissaksóknara hefði verið tilkynnt um málið. Jón H.B. sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis í janúar 2016 vegna greinargerðar Karls Steinars að Karl Steinar hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekkert væri hæft í ásökunum á hendur lögreglufulltrúanum. „Í þessari greinargerð kemst Karl Steinar m.a. að þeirri niðurstöðu að það sé ekkert sem renni stoðum undir sögusagnir um að lögreglufulltrúi sem um ræðir fari ekki að reglum og fyrirmælum og það sé alls engin ástæða til þess að vantreysta honum í því starfi sem hann gegndi þá og til skamms tíma,“ sagði í svari Jóns. „Ef við hefðum krafist opinberlegrar rannsóknar hefði Karl Steinar sennilegast kært okkur fyrir meinsæri,“ bætti Jón við. Athugun og niðurstaða Karls Steinars hefði verið að öllu leyti trúverðug. Lögreglustjóri „fletti“ greinargerðinni Vísir fjallaði ítarlega um ásakanirnar á sínum tíma og ræddi meðal annars við Kim Kliver, rannsóknarlögreglumann og yfirlögregluþjón hjá dönsku lögreglunni. Hann var afdráttarlaus varðandi það að lögregla ætti aldrei að rannsaka sjálfa sig, hvort sem væri í tilfelli yfirmanns að rannsaka undirmann eða annars eðlis. „Ef einhver sakar lögreglumann um refsivert athæfi eða leka innan lögreglu þá tekur óháður saksóknari málið til skoðunar. Lögregla rannsakar aldrei ásakanir á sjálfa sig,“ sagði Kliver aðspurður um hvernig málum væri háttað í Danmörku. Öllum slíkum athugasemdum skuli vísa beint áfram til saksóknara. Jón H.B. sagði varðandi skoðun Karl Steinars á lögreglufulltrúanum, nánum undirmanni hans, að eðlilegt væri að yfirmaður reyni að átta sig á stöðunni. „Það er þetta sem að gerist í starfsemi, að yfirmenn manna skoða þá frá degi til dags, og meta hvort eithvað sé athugavert. Það er eiginlega ekki hægt að fara með þetta í neinn annan farveg,“ sagði Jón um greinargerð Karls Steinars 2012. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og núverandi ríkislögreglustjóri, sagði í vitnisburði sínum í skaðabótamáli sem lögreglufulltrúinn höfðaði á hendur íslenska ríkinu, hafa farið í rannsókn vegna óróleika í deildinni. Fram kom í fréttum Vísis á sínum tíma að níu lögreglumenn hefðu leitað til hennar vegna efasemda um lögreglufulltrúann. Sigríður Björk tók við starfi lögreglustjóra árið 2014 eða tveimur árum eftir að Karl Steinar skilaði greinagerð sinni. Fór svo að innanhússskoðun var gerð hjá lögreglunni um ásakanirnar áður en ríkissaksóknari tók ákvörðun um að hefja sakamálarannsókn. Í dómi Hæstaréttar, þar sem lögreglufulltrúanum voru dæmdar bætur sökum þess að honum var vikið frá störfum tímabundið á meðan sakamálarannsókn fór fram, var Sigríður Björk gagnrýnd fyrir að hafa látið skoða málið innanhúss, sem leiddi til sakamálarannsóknar héraðssaksóknara að undirlagi ríkissaksóknara. Ósáttur við afgreiðslu á öðru máli Í rannsóknargögnunum kemur fram annað dæmi þar sem tveir lögreglumenn hlustuðu á samtal tveggja manna í rannsókn á fíkniefnamáli. Mennirnir tveir hafi spurt sjálfa sig hvers vegna undirheimamaðurinn slyppi alltaf svo auðveldlega og hvaða forgangsröðun væri hjá lögreglunni. Annar hefði svo sagst hafa heyrt að undirheimamaðurinn væri með tvo lögreglumenn á sínum snærum og nefndi lögreglufulltrúann á nafn, en sagðist ekki viss hver hinn væri. Á þeim tíma sem málið kom upp var Aldís Hilmarsdóttir yfirmaður fíknefnadeildar svo það hefur verið árið 2014 eða 2015. Annar lögreglumannanna sagðist hafa farið fram hjá henni og lögreglufulltrúanum með málið, sökum þess hve náið samstarf Aldísar og lögreglufulltrúans var, og afhenti Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirmanni fíkniefnadeildar upptökuna. Hann hefði síðan heyrt að Friðrik Smári hefði rætt upptökuna við lögreglufulltrúann og einhverja fleiri. Lögreglumaðurinn sagðist ekki hafa verið ánægður með þessa afgreiðslu á málinu hjá Friðriki Smára því auðveldlega hefði verið hægt að rekja það til sín. Kjörin staða fyrir spilltan mann að vera í Svo fór að lögreglufulltrúanum var vísað frá störfum og héraðssaksóknari lét fara fram rannsókn á ásökunum á hendur honum. Það eru gögnin úr þeirri rannsókn sem lekið var til fjölmiðla í síðustu viku og þessi frétt byggist á. Rannsóknin gekk ekki áfallalaust fyrir sig þar sem lögreglumenn sem gáfu skýrslu voru ósáttir við að Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn kæmi að rannsókninni vegna náins vinskapar hans við Aldísi Hilmarsdóttur og Karl Steinar Valsson. Grímur og Karl Steinar hafa starfað lengi saman innan lögreglunnar, eru af sömu kynslóð og vel til vina. Fram kom í fréttum Vísis á sínum tíma að sumum sem gáfu skýrslu hjá héraðssaksóknara hefðu áhyggjur af hlutleysi Gríms enda margir þeirrar skoðunar að sem yfirmaður hafi Karl Steinar ekki tekið nógu vel á máli lögreglufulltrúans. Fór svo að Grímur var færður úr rannsóknarteyminu eftir að rannsókn var hafin og undirmönnum hans falið að ljúka henni. Í niðurstöðukafla rannsóknarinnar kemur fram að í framburði allflestra vitna sem komu í skýrslutöku, sem voru á þriðja tug, hefði komið fram að orðrómur hefði heyrt um að lögreglufulltrúinn væri spilltur. Enginn hefði þó neitt í hendi sér hvað það varðaði. Þá nefndu nokkrir óánægju sína með að lögreglufulltrúinn væri bæði starfandi í upplýsingateymi og í langtímarannsóknum. Þannig vissi hann hverjir væru að koma með upplýsingar til lögreglu og gæti á sama tíma haft áhrif rannsóknir og vitað hverjir væru til rannsóknar. Fram kemur í gögnunum að um tímabundið ástand hafi verið að ræða sem allir hafi talið vera óeðlilegt. Lögreglufulltrúinn hafi sjálfur talið fyrirkomulagið vera óeðlilegt og Aldís sömuleiðis. Einn lögreglumaðurinn lýsti því að ef lögreglufulltrúinn væri spilltur þá hefði þetta verið kjörin staða fyrir hann að vera í. Ekkert var hins vegar gert í því að leysa stöðuna fyrr en árið 2015, í aðdraganda þess að lögreglufulltrúinn var leystur frá störfum tímabundið á meðan rannsókn fór fram á honum. Rannsakendur héraðssaksóknara á máli lögreglufulltrúans töldu ekkert koma fram í gögnum málsins sem renndi stoðum undir ásakanir sem til rannsóknar voru. Var málið fellt niður. Fór svo að lögreglufulltrúinn stefndi ríkinu og fékk miskabætur vegna málsins. Sömu sögu er að segja um Aldísi Hilmarsdóttur sem var færð til í starfi sem yfirmaður fíkniefnadeildar vegna þeirrar óeiningar sem ríkti í deildinni. Aldís nefndi í vitnisburði sínum, sem finna má í gögnunum, að við flutninginn hafi hún afhent Friðriki Smára Björgvinssyni yfirlögregluþjóni möppu með málum lögreglufulltrúans. Það hafi verið mappa sem hún hafi fengið frá Karli Steinari þegar hún tók við starfi hans sem yfirmaður fíkniefnadeildar. „Mappa þessi finnst ekki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í vitnisburði Aldísar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Leki og spilling í lögreglu Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira