Sakaður um gróft heimilisofbeldi og má fylgjast með vitnaleiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2021 20:57 Sálfræðingur segir konuna hafa lifað í ótta við manninn og að henni hafi staðið mikil ógn af honum. Því væri henni þungbært að gefa skýrslu með hann í salnum. Vísir/Getty Dómarar við Landsrétt segja að ekki sé hægt að vísa manni úr réttarsal á meðan kona sem hann hefur verið ákærður fyrir að beita grófu heimilisofbeldi gefur skýrslu í aðalmeðferð málsins. Með því felldu þeir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar að lútandi niður. Meðal ástæðna sem dómararnir gefa er að konan hefur átt í samskiptum við manninn og búið með honum, eftir að meint heimilisofbeldi átti sér stað. Úrskurði héraðsdóms var áfrýjað til Landsréttar í síðasta mánuði og úrskurðurinn gefinn þann 29. desember. Í lögum segir að dómari geti farið eftir kröfu ákæranda eða vitnis og vísað þeim sem er ákærður úr sal á meðan vitni gefur skýrslu, ef dómari telji að vera viðkomandi í salnum sé íþyngjandi fyrir vitnið og hafi áhrif á framburð þess. Samkvæmt niðurstöðu Landsréttar hefur Hæstiréttur slegið því föstu að túlka eigi þröngt undantekningar frá meginreglunni um rétt þeirra sem hafa verið ákærðir til að vera viðstaddir aðalmeðferð. Í þessu tiltekna máli er manninum gert að hafa beitt konuna miklu ofbeldi frá október 2015 til júní 2017. Manninum er meðal annars gert að hafa brotið bein í konunni, slegið og sparkað í hana og ógnað lífi hennar, heilsu og velferð. Í eitt sinn sló hann til hennar með hamri. Í annað skipti er hann sagður hafa lyft henni í höfuðhæð og skellt henni í gólfið, bitið hana og kýlt. Yfir eitt þriggja daga tímabil er hann sagður hafa svipt konuna frelsi sínu og ítrekað beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Sálfræðingur segir hana hafa lifað í ótta við manninn og að henni hafi staðið mikil ógn af honum. Því væri henni þungbært að gefa skýrslu með hann í salnum. Í niðurstöðu Landsréttar segir að taka verði tillit til þess að konan og maðurinn hafi búið saman í nokkra mánuði á árunum 2018 og 2019 og hún hafi þar að auki haft frumkvæði að því að hafa samband við hann um mitt síðasta ár. Því sé ekki tilefni til að víkja manninum úr sal á meðan hún gefur skýrslu. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Meðal ástæðna sem dómararnir gefa er að konan hefur átt í samskiptum við manninn og búið með honum, eftir að meint heimilisofbeldi átti sér stað. Úrskurði héraðsdóms var áfrýjað til Landsréttar í síðasta mánuði og úrskurðurinn gefinn þann 29. desember. Í lögum segir að dómari geti farið eftir kröfu ákæranda eða vitnis og vísað þeim sem er ákærður úr sal á meðan vitni gefur skýrslu, ef dómari telji að vera viðkomandi í salnum sé íþyngjandi fyrir vitnið og hafi áhrif á framburð þess. Samkvæmt niðurstöðu Landsréttar hefur Hæstiréttur slegið því föstu að túlka eigi þröngt undantekningar frá meginreglunni um rétt þeirra sem hafa verið ákærðir til að vera viðstaddir aðalmeðferð. Í þessu tiltekna máli er manninum gert að hafa beitt konuna miklu ofbeldi frá október 2015 til júní 2017. Manninum er meðal annars gert að hafa brotið bein í konunni, slegið og sparkað í hana og ógnað lífi hennar, heilsu og velferð. Í eitt sinn sló hann til hennar með hamri. Í annað skipti er hann sagður hafa lyft henni í höfuðhæð og skellt henni í gólfið, bitið hana og kýlt. Yfir eitt þriggja daga tímabil er hann sagður hafa svipt konuna frelsi sínu og ítrekað beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Sálfræðingur segir hana hafa lifað í ótta við manninn og að henni hafi staðið mikil ógn af honum. Því væri henni þungbært að gefa skýrslu með hann í salnum. Í niðurstöðu Landsréttar segir að taka verði tillit til þess að konan og maðurinn hafi búið saman í nokkra mánuði á árunum 2018 og 2019 og hún hafi þar að auki haft frumkvæði að því að hafa samband við hann um mitt síðasta ár. Því sé ekki tilefni til að víkja manninum úr sal á meðan hún gefur skýrslu.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira