„Hann kveikir í öllu“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 11:01 Elliði Snær Viðarsson kemur boltanum í mark Portúgals í sigrinum góða á sunnudaginn. Vísir/Hulda Margrét Innkoma línumannsins Elliða Snæs Viðarssonar vakti athygli á Ásvöllum í hans fyrsta mótsleik fyrir íslenska landsliðið, í stórsigrinum gegn Portúgal í undankeppni EM. Elliði er í 20 manna landsliðshópnum sem mættur er á HM í Egyptalandi þar sem Ísland hefur leik á morgun. „Hann skilaði sínu á báðum endum. Er hann ekki ákveðinn jóker inn í þetta lið?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, í þættinum sem sýndur var á Stöð 2 Sport í fyrrakvöld. Þjálfarinn Einar Andri Einarsson tók við boltanum: „Elliði er stórkostlegur. Ég var svo heppinn að hafa hann hjá mér í U21-landsliðinu þar sem hann spilaði einmitt þennan varnarleik. Þessi drengur er ótrúlegur karakter. Hann kveikir í öllu, hvar sem hann er, leggur sig allan fram og er líka bara að verða frábær leikmaður. Hann skipti um lið í lok sumars, fór óvænt til Guðjóns Vals hjá Gummersbach, og er búinn að standa sig frábærlega þar. Skora mikið af mörkum. Hann er aukavarnarmaður, gæi sem kveikir neista, gleði og stemningu, og er bara frábær,“ sagði Einar Andri. Frábært að hafa sem flesta Eyjamenn Ágúst Jóhannsson er ekki síður spenntur fyrir Eyjamanninum en benti á að nú væri hann mættur á sitt fyrsta stórmót, stærra svið en hann hefði nokkru sinni spilað á: „Hann kom virkilega öflugur inn í þetta gegn Portúgal og ekki að sjá að hann væri að spila sinn fyrsta leik. Svo er þetta Eyjamaður og lætin og orkan í þessum mönnum er bara á einhverju öðru „leveli“. Það er bara frábært að hafa sem flesta Eyjamenn í þessu. Þetta er mjög spennandi leikmaður og hann á klárlega eftir að fá sénsinn þarna úti. En þetta er svolítið annað þegar þú ert mættur á hitt sviðið, en ég hef fulla trú á þessum strák. Hann mun klárlega fá einhver tækifæri og nýta þau vel,“ sagði Ágúst. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Elliða Snæ HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir (Líf)línumaðurinn frá Eyjum Elliði Snær Viðarsson lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska handboltalandsliðinu þegar það vann níu marka sigur á Portúgal, 32-23, í undankeppni EM í fyrradag. 12. janúar 2021 10:01 Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. 10. janúar 2021 17:48 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
„Hann skilaði sínu á báðum endum. Er hann ekki ákveðinn jóker inn í þetta lið?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, í þættinum sem sýndur var á Stöð 2 Sport í fyrrakvöld. Þjálfarinn Einar Andri Einarsson tók við boltanum: „Elliði er stórkostlegur. Ég var svo heppinn að hafa hann hjá mér í U21-landsliðinu þar sem hann spilaði einmitt þennan varnarleik. Þessi drengur er ótrúlegur karakter. Hann kveikir í öllu, hvar sem hann er, leggur sig allan fram og er líka bara að verða frábær leikmaður. Hann skipti um lið í lok sumars, fór óvænt til Guðjóns Vals hjá Gummersbach, og er búinn að standa sig frábærlega þar. Skora mikið af mörkum. Hann er aukavarnarmaður, gæi sem kveikir neista, gleði og stemningu, og er bara frábær,“ sagði Einar Andri. Frábært að hafa sem flesta Eyjamenn Ágúst Jóhannsson er ekki síður spenntur fyrir Eyjamanninum en benti á að nú væri hann mættur á sitt fyrsta stórmót, stærra svið en hann hefði nokkru sinni spilað á: „Hann kom virkilega öflugur inn í þetta gegn Portúgal og ekki að sjá að hann væri að spila sinn fyrsta leik. Svo er þetta Eyjamaður og lætin og orkan í þessum mönnum er bara á einhverju öðru „leveli“. Það er bara frábært að hafa sem flesta Eyjamenn í þessu. Þetta er mjög spennandi leikmaður og hann á klárlega eftir að fá sénsinn þarna úti. En þetta er svolítið annað þegar þú ert mættur á hitt sviðið, en ég hef fulla trú á þessum strák. Hann mun klárlega fá einhver tækifæri og nýta þau vel,“ sagði Ágúst. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Elliða Snæ
HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir (Líf)línumaðurinn frá Eyjum Elliði Snær Viðarsson lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska handboltalandsliðinu þegar það vann níu marka sigur á Portúgal, 32-23, í undankeppni EM í fyrradag. 12. janúar 2021 10:01 Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. 10. janúar 2021 17:48 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
(Líf)línumaðurinn frá Eyjum Elliði Snær Viðarsson lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska handboltalandsliðinu þegar það vann níu marka sigur á Portúgal, 32-23, í undankeppni EM í fyrradag. 12. janúar 2021 10:01
Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. 10. janúar 2021 17:48