Fáir þekkja einn af þeim sex sem hefur „lifað“ allan Klopp-tímann hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2021 13:30 Taiwo Awoniyi á fullri ferð með boltann í leik með Union Berlin á móti Wolfsburg á dögunum. Getty/Mathias Renner Jürgen Klopp hefur byggt upp nýtt lið á Anfield og fjöldi leikmanna hafa bæði komið og farið síðan hann tók við. Það eru því ekki margir sem hafa verið hjá félaginu alla hans knattspyrnustjóratíð. Aðeins sex leikmenn hafa verið leikmenn Liverpool allan stjóratíma Jürgen Klopp á Anfield en það eru Joe Gomez, James Milner, Jordan Henderson, Roberto Firmino, Divock Origi og Taiwo Awoniyi. Þessi fyrstu fimm kannast nú flestir við enda að spila reglulega með Englandsmeisturunum. Marga rekur hins vegar í rogastans þegar þeir sjá síðasta nafnið í þessari upptalningu. Það er kannski ekkert skrýtið því hinn 23 ára gamli Nígeríumaður hefur aldrei spilað fyrir Liverpool. Hann hefur aftur á móti verið leikmaður félagsins frá árinu 2015. Liverpool loanee Taiwo Awoniyi is enjoying life in the Bundesliga with Union Berlin. The Nigerian striker now has five goals in 12 games. pic.twitter.com/SILokrzbTd— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 Awoniyi kom til Liverpool í ágúst 2015 aðeins sautján ára gamall eftir að hafa verið uppgötvaður hjá Imperial Soccer Academy. Hann er 183 sentímetra framherji og var unglingastjarna. Vandamál með að fá atvinnuleyfi í Englandi hefur meðal annars séð til þess að Taiwo Awoniyi hefur aldrei spilað fyrir sitt félag. Liverpool hefur nú lánað hann sjö sinnum á þessum rúmu fimm árum en á þessu tímabili spilar Taiwo Awoniyi með Union Berlin í þýsku deildinni og er að gera góða hluti. Það er einmitt frammistaðan hans í vetur sem hefur komið nafni hans aftur í umræðuna. Taiwo Awoniyi er með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 13 leikjum. Max Kruse, 11 direct goal involvements. Injured Enter: Taiwo Awoniyi pic.twitter.com/omqjf65EoU— Bundesliga English (@Bundesliga_EN) January 9, 2021 Öll þessi fimm mörk og þessar tvær stoðsendingar hafa komið í síðustu átta leikjum en hann kom ekki að marki með Union Berlin liðinu fyrr en undir lok nóvember. Það er þessi frammistaða að undanförnu sem þykir benda til þess að strákurinn gæti mögulega átt framtíð í Liverpool liðinu. Taiwo Awoniyi er með samning við Liverpool til 30. júní 2023 og nú er að sjá hvort hann nái að spila fyrir sitt félag áður en samningurinn rennur út. Fyrir þá sem vilja vita meira um sögu Taiwo Awoniyi þá má finna hana í grein á First Time Finish vefnum eða með því að smella hér. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira
Aðeins sex leikmenn hafa verið leikmenn Liverpool allan stjóratíma Jürgen Klopp á Anfield en það eru Joe Gomez, James Milner, Jordan Henderson, Roberto Firmino, Divock Origi og Taiwo Awoniyi. Þessi fyrstu fimm kannast nú flestir við enda að spila reglulega með Englandsmeisturunum. Marga rekur hins vegar í rogastans þegar þeir sjá síðasta nafnið í þessari upptalningu. Það er kannski ekkert skrýtið því hinn 23 ára gamli Nígeríumaður hefur aldrei spilað fyrir Liverpool. Hann hefur aftur á móti verið leikmaður félagsins frá árinu 2015. Liverpool loanee Taiwo Awoniyi is enjoying life in the Bundesliga with Union Berlin. The Nigerian striker now has five goals in 12 games. pic.twitter.com/SILokrzbTd— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 Awoniyi kom til Liverpool í ágúst 2015 aðeins sautján ára gamall eftir að hafa verið uppgötvaður hjá Imperial Soccer Academy. Hann er 183 sentímetra framherji og var unglingastjarna. Vandamál með að fá atvinnuleyfi í Englandi hefur meðal annars séð til þess að Taiwo Awoniyi hefur aldrei spilað fyrir sitt félag. Liverpool hefur nú lánað hann sjö sinnum á þessum rúmu fimm árum en á þessu tímabili spilar Taiwo Awoniyi með Union Berlin í þýsku deildinni og er að gera góða hluti. Það er einmitt frammistaðan hans í vetur sem hefur komið nafni hans aftur í umræðuna. Taiwo Awoniyi er með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 13 leikjum. Max Kruse, 11 direct goal involvements. Injured Enter: Taiwo Awoniyi pic.twitter.com/omqjf65EoU— Bundesliga English (@Bundesliga_EN) January 9, 2021 Öll þessi fimm mörk og þessar tvær stoðsendingar hafa komið í síðustu átta leikjum en hann kom ekki að marki með Union Berlin liðinu fyrr en undir lok nóvember. Það er þessi frammistaða að undanförnu sem þykir benda til þess að strákurinn gæti mögulega átt framtíð í Liverpool liðinu. Taiwo Awoniyi er með samning við Liverpool til 30. júní 2023 og nú er að sjá hvort hann nái að spila fyrir sitt félag áður en samningurinn rennur út. Fyrir þá sem vilja vita meira um sögu Taiwo Awoniyi þá má finna hana í grein á First Time Finish vefnum eða með því að smella hér.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira