Stjórnvöld hafni of oft beiðnum umsækjenda um gögn í ráðningarmálum Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2021 13:00 Kjartan Bjarni Björgvinsson var settur umboðsmaður Alþingis í október á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hér á landi eiga almennt nokkuð í land með að beita reglum um aðgang að gögnum með viðunandi hætti. Þörf er bæði á viðhorfsbreytingu og aukinni fræðslu innan stjórnsýslunnar að því er fram kemur í áliti setts umboðsmanns Alþingis. Í álitinu er fjallað um „óviðunandi“ afgreiðslur stjórnvalda á beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum. Þar segir meðal annars að stjórnvöld hafni of oft beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum án þess að slíkar synjanir byggi á fullnægjandi lagagrundvelli og að vísað sé til réttra lagareglna. Kvörtunum til umboðsmanns sem varða slík ráðningarmál hefur fjölgað nokkuð síðustu misseri og var álit Kjartans Bjarna Björgvinssonar, setts umboðsmaður Alþingis, gefið út í kjölfar frumkvæðisathugunar sem beindist að upplýsingarétti aðila máls í ráðningarmálum. Persónuverndarlög takmarki ekki rétt umsækjanda Í álitinu sem birt var í gær er meðal annars bent á að upplýsingaréttur umsækjanda í ráðningarmálum fylgi sömu reglum og almennt gilda um upplýsingarétt aðila stjórnsýslumáls. Þegar reyni á samspil stjórnsýslulaga og annarra laga þurfi að gæta þess að upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt stjórnsýslulögum sé mun ríkari en réttur almennings samkvæmt upplýsingalögum. Þá takmarki persónuverndarlögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Að sögn umboðsmanns er algengt að stjórnvöld synji beiðni umsækjenda um gögn og upplýsingar með vísan til þess að þau teljist vinnugögn eða takmarki aðgang vegna meintra einkahagsmuna annarra umsækjenda. Slíkt rök eigi þó alla jafna ekki við í slíkum málum og umsækjendur eigi rétt á gögnunum sem aðili máls. Nái einnig til samskipta stofnunar við ráðningarskrifstofu Þá segir í álitinu að í stjórnsýslulögum komi fram sú meginregla að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum er mál varða. Í því felist að hann eigi rétti á öllum gögnum stjórnsýslumálsins, nema sá réttur sæti takmörkunum samkvæmt lögum. „Af þessu leiðir að meðal gagna máls þar sem til greina kemur að ráða einstakling í opinbert starf eru umsóknargögn allra umsækjenda um starfið, enda teljast þeir aðilar að sama málinu, svo sem ferilskrár, kynningarbréf, prófskírteini, meðmæli og umsagnir um þá.“ Jafnframt séu gögn er varða málið sem verða til hjá stjórnvaldinu sem og aðila sem aðstoðar það við meðferð málsins, þegar það á við, hluti af gögnum málsins. Þetta geti til að mynda átt við um samskipti við stofnunar við ráðningarskrifstofu, ráðgjafa eða aðra aðila sem tengjast málinu. „Það verður því ekki annað ráðið en að almennt sé full ástæða til að ætla að samningur stjórnvalds við einkaaðila um ráðgjöf eða aðstoð við meðferð ráðningarmáls sé hluti af gögnum þess, enda getur slíkur samningur beinlínis fjallað um meðferð málsins, svo sem hvernig aðkomu og verkaskiptingu stjórnvaldsins og einkaaðilans er háttað.“ Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vinnumarkaður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Í álitinu er fjallað um „óviðunandi“ afgreiðslur stjórnvalda á beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum. Þar segir meðal annars að stjórnvöld hafni of oft beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum án þess að slíkar synjanir byggi á fullnægjandi lagagrundvelli og að vísað sé til réttra lagareglna. Kvörtunum til umboðsmanns sem varða slík ráðningarmál hefur fjölgað nokkuð síðustu misseri og var álit Kjartans Bjarna Björgvinssonar, setts umboðsmaður Alþingis, gefið út í kjölfar frumkvæðisathugunar sem beindist að upplýsingarétti aðila máls í ráðningarmálum. Persónuverndarlög takmarki ekki rétt umsækjanda Í álitinu sem birt var í gær er meðal annars bent á að upplýsingaréttur umsækjanda í ráðningarmálum fylgi sömu reglum og almennt gilda um upplýsingarétt aðila stjórnsýslumáls. Þegar reyni á samspil stjórnsýslulaga og annarra laga þurfi að gæta þess að upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt stjórnsýslulögum sé mun ríkari en réttur almennings samkvæmt upplýsingalögum. Þá takmarki persónuverndarlögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Að sögn umboðsmanns er algengt að stjórnvöld synji beiðni umsækjenda um gögn og upplýsingar með vísan til þess að þau teljist vinnugögn eða takmarki aðgang vegna meintra einkahagsmuna annarra umsækjenda. Slíkt rök eigi þó alla jafna ekki við í slíkum málum og umsækjendur eigi rétt á gögnunum sem aðili máls. Nái einnig til samskipta stofnunar við ráðningarskrifstofu Þá segir í álitinu að í stjórnsýslulögum komi fram sú meginregla að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum er mál varða. Í því felist að hann eigi rétti á öllum gögnum stjórnsýslumálsins, nema sá réttur sæti takmörkunum samkvæmt lögum. „Af þessu leiðir að meðal gagna máls þar sem til greina kemur að ráða einstakling í opinbert starf eru umsóknargögn allra umsækjenda um starfið, enda teljast þeir aðilar að sama málinu, svo sem ferilskrár, kynningarbréf, prófskírteini, meðmæli og umsagnir um þá.“ Jafnframt séu gögn er varða málið sem verða til hjá stjórnvaldinu sem og aðila sem aðstoðar það við meðferð málsins, þegar það á við, hluti af gögnum málsins. Þetta geti til að mynda átt við um samskipti við stofnunar við ráðningarskrifstofu, ráðgjafa eða aðra aðila sem tengjast málinu. „Það verður því ekki annað ráðið en að almennt sé full ástæða til að ætla að samningur stjórnvalds við einkaaðila um ráðgjöf eða aðstoð við meðferð ráðningarmáls sé hluti af gögnum þess, enda getur slíkur samningur beinlínis fjallað um meðferð málsins, svo sem hvernig aðkomu og verkaskiptingu stjórnvaldsins og einkaaðilans er háttað.“
Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vinnumarkaður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira