Stjórnvöld hafni of oft beiðnum umsækjenda um gögn í ráðningarmálum Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2021 13:00 Kjartan Bjarni Björgvinsson var settur umboðsmaður Alþingis í október á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hér á landi eiga almennt nokkuð í land með að beita reglum um aðgang að gögnum með viðunandi hætti. Þörf er bæði á viðhorfsbreytingu og aukinni fræðslu innan stjórnsýslunnar að því er fram kemur í áliti setts umboðsmanns Alþingis. Í álitinu er fjallað um „óviðunandi“ afgreiðslur stjórnvalda á beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum. Þar segir meðal annars að stjórnvöld hafni of oft beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum án þess að slíkar synjanir byggi á fullnægjandi lagagrundvelli og að vísað sé til réttra lagareglna. Kvörtunum til umboðsmanns sem varða slík ráðningarmál hefur fjölgað nokkuð síðustu misseri og var álit Kjartans Bjarna Björgvinssonar, setts umboðsmaður Alþingis, gefið út í kjölfar frumkvæðisathugunar sem beindist að upplýsingarétti aðila máls í ráðningarmálum. Persónuverndarlög takmarki ekki rétt umsækjanda Í álitinu sem birt var í gær er meðal annars bent á að upplýsingaréttur umsækjanda í ráðningarmálum fylgi sömu reglum og almennt gilda um upplýsingarétt aðila stjórnsýslumáls. Þegar reyni á samspil stjórnsýslulaga og annarra laga þurfi að gæta þess að upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt stjórnsýslulögum sé mun ríkari en réttur almennings samkvæmt upplýsingalögum. Þá takmarki persónuverndarlögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Að sögn umboðsmanns er algengt að stjórnvöld synji beiðni umsækjenda um gögn og upplýsingar með vísan til þess að þau teljist vinnugögn eða takmarki aðgang vegna meintra einkahagsmuna annarra umsækjenda. Slíkt rök eigi þó alla jafna ekki við í slíkum málum og umsækjendur eigi rétt á gögnunum sem aðili máls. Nái einnig til samskipta stofnunar við ráðningarskrifstofu Þá segir í álitinu að í stjórnsýslulögum komi fram sú meginregla að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum er mál varða. Í því felist að hann eigi rétti á öllum gögnum stjórnsýslumálsins, nema sá réttur sæti takmörkunum samkvæmt lögum. „Af þessu leiðir að meðal gagna máls þar sem til greina kemur að ráða einstakling í opinbert starf eru umsóknargögn allra umsækjenda um starfið, enda teljast þeir aðilar að sama málinu, svo sem ferilskrár, kynningarbréf, prófskírteini, meðmæli og umsagnir um þá.“ Jafnframt séu gögn er varða málið sem verða til hjá stjórnvaldinu sem og aðila sem aðstoðar það við meðferð málsins, þegar það á við, hluti af gögnum málsins. Þetta geti til að mynda átt við um samskipti við stofnunar við ráðningarskrifstofu, ráðgjafa eða aðra aðila sem tengjast málinu. „Það verður því ekki annað ráðið en að almennt sé full ástæða til að ætla að samningur stjórnvalds við einkaaðila um ráðgjöf eða aðstoð við meðferð ráðningarmáls sé hluti af gögnum þess, enda getur slíkur samningur beinlínis fjallað um meðferð málsins, svo sem hvernig aðkomu og verkaskiptingu stjórnvaldsins og einkaaðilans er háttað.“ Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vinnumarkaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Í álitinu er fjallað um „óviðunandi“ afgreiðslur stjórnvalda á beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum. Þar segir meðal annars að stjórnvöld hafni of oft beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum án þess að slíkar synjanir byggi á fullnægjandi lagagrundvelli og að vísað sé til réttra lagareglna. Kvörtunum til umboðsmanns sem varða slík ráðningarmál hefur fjölgað nokkuð síðustu misseri og var álit Kjartans Bjarna Björgvinssonar, setts umboðsmaður Alþingis, gefið út í kjölfar frumkvæðisathugunar sem beindist að upplýsingarétti aðila máls í ráðningarmálum. Persónuverndarlög takmarki ekki rétt umsækjanda Í álitinu sem birt var í gær er meðal annars bent á að upplýsingaréttur umsækjanda í ráðningarmálum fylgi sömu reglum og almennt gilda um upplýsingarétt aðila stjórnsýslumáls. Þegar reyni á samspil stjórnsýslulaga og annarra laga þurfi að gæta þess að upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt stjórnsýslulögum sé mun ríkari en réttur almennings samkvæmt upplýsingalögum. Þá takmarki persónuverndarlögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Að sögn umboðsmanns er algengt að stjórnvöld synji beiðni umsækjenda um gögn og upplýsingar með vísan til þess að þau teljist vinnugögn eða takmarki aðgang vegna meintra einkahagsmuna annarra umsækjenda. Slíkt rök eigi þó alla jafna ekki við í slíkum málum og umsækjendur eigi rétt á gögnunum sem aðili máls. Nái einnig til samskipta stofnunar við ráðningarskrifstofu Þá segir í álitinu að í stjórnsýslulögum komi fram sú meginregla að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum er mál varða. Í því felist að hann eigi rétti á öllum gögnum stjórnsýslumálsins, nema sá réttur sæti takmörkunum samkvæmt lögum. „Af þessu leiðir að meðal gagna máls þar sem til greina kemur að ráða einstakling í opinbert starf eru umsóknargögn allra umsækjenda um starfið, enda teljast þeir aðilar að sama málinu, svo sem ferilskrár, kynningarbréf, prófskírteini, meðmæli og umsagnir um þá.“ Jafnframt séu gögn er varða málið sem verða til hjá stjórnvaldinu sem og aðila sem aðstoðar það við meðferð málsins, þegar það á við, hluti af gögnum málsins. Þetta geti til að mynda átt við um samskipti við stofnunar við ráðningarskrifstofu, ráðgjafa eða aðra aðila sem tengjast málinu. „Það verður því ekki annað ráðið en að almennt sé full ástæða til að ætla að samningur stjórnvalds við einkaaðila um ráðgjöf eða aðstoð við meðferð ráðningarmáls sé hluti af gögnum þess, enda getur slíkur samningur beinlínis fjallað um meðferð málsins, svo sem hvernig aðkomu og verkaskiptingu stjórnvaldsins og einkaaðilans er háttað.“
Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vinnumarkaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira