Stjórnvöld hafni of oft beiðnum umsækjenda um gögn í ráðningarmálum Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2021 13:00 Kjartan Bjarni Björgvinsson var settur umboðsmaður Alþingis í október á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hér á landi eiga almennt nokkuð í land með að beita reglum um aðgang að gögnum með viðunandi hætti. Þörf er bæði á viðhorfsbreytingu og aukinni fræðslu innan stjórnsýslunnar að því er fram kemur í áliti setts umboðsmanns Alþingis. Í álitinu er fjallað um „óviðunandi“ afgreiðslur stjórnvalda á beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum. Þar segir meðal annars að stjórnvöld hafni of oft beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum án þess að slíkar synjanir byggi á fullnægjandi lagagrundvelli og að vísað sé til réttra lagareglna. Kvörtunum til umboðsmanns sem varða slík ráðningarmál hefur fjölgað nokkuð síðustu misseri og var álit Kjartans Bjarna Björgvinssonar, setts umboðsmaður Alþingis, gefið út í kjölfar frumkvæðisathugunar sem beindist að upplýsingarétti aðila máls í ráðningarmálum. Persónuverndarlög takmarki ekki rétt umsækjanda Í álitinu sem birt var í gær er meðal annars bent á að upplýsingaréttur umsækjanda í ráðningarmálum fylgi sömu reglum og almennt gilda um upplýsingarétt aðila stjórnsýslumáls. Þegar reyni á samspil stjórnsýslulaga og annarra laga þurfi að gæta þess að upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt stjórnsýslulögum sé mun ríkari en réttur almennings samkvæmt upplýsingalögum. Þá takmarki persónuverndarlögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Að sögn umboðsmanns er algengt að stjórnvöld synji beiðni umsækjenda um gögn og upplýsingar með vísan til þess að þau teljist vinnugögn eða takmarki aðgang vegna meintra einkahagsmuna annarra umsækjenda. Slíkt rök eigi þó alla jafna ekki við í slíkum málum og umsækjendur eigi rétt á gögnunum sem aðili máls. Nái einnig til samskipta stofnunar við ráðningarskrifstofu Þá segir í álitinu að í stjórnsýslulögum komi fram sú meginregla að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum er mál varða. Í því felist að hann eigi rétti á öllum gögnum stjórnsýslumálsins, nema sá réttur sæti takmörkunum samkvæmt lögum. „Af þessu leiðir að meðal gagna máls þar sem til greina kemur að ráða einstakling í opinbert starf eru umsóknargögn allra umsækjenda um starfið, enda teljast þeir aðilar að sama málinu, svo sem ferilskrár, kynningarbréf, prófskírteini, meðmæli og umsagnir um þá.“ Jafnframt séu gögn er varða málið sem verða til hjá stjórnvaldinu sem og aðila sem aðstoðar það við meðferð málsins, þegar það á við, hluti af gögnum málsins. Þetta geti til að mynda átt við um samskipti við stofnunar við ráðningarskrifstofu, ráðgjafa eða aðra aðila sem tengjast málinu. „Það verður því ekki annað ráðið en að almennt sé full ástæða til að ætla að samningur stjórnvalds við einkaaðila um ráðgjöf eða aðstoð við meðferð ráðningarmáls sé hluti af gögnum þess, enda getur slíkur samningur beinlínis fjallað um meðferð málsins, svo sem hvernig aðkomu og verkaskiptingu stjórnvaldsins og einkaaðilans er háttað.“ Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vinnumarkaður Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Í álitinu er fjallað um „óviðunandi“ afgreiðslur stjórnvalda á beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum. Þar segir meðal annars að stjórnvöld hafni of oft beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum án þess að slíkar synjanir byggi á fullnægjandi lagagrundvelli og að vísað sé til réttra lagareglna. Kvörtunum til umboðsmanns sem varða slík ráðningarmál hefur fjölgað nokkuð síðustu misseri og var álit Kjartans Bjarna Björgvinssonar, setts umboðsmaður Alþingis, gefið út í kjölfar frumkvæðisathugunar sem beindist að upplýsingarétti aðila máls í ráðningarmálum. Persónuverndarlög takmarki ekki rétt umsækjanda Í álitinu sem birt var í gær er meðal annars bent á að upplýsingaréttur umsækjanda í ráðningarmálum fylgi sömu reglum og almennt gilda um upplýsingarétt aðila stjórnsýslumáls. Þegar reyni á samspil stjórnsýslulaga og annarra laga þurfi að gæta þess að upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt stjórnsýslulögum sé mun ríkari en réttur almennings samkvæmt upplýsingalögum. Þá takmarki persónuverndarlögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Að sögn umboðsmanns er algengt að stjórnvöld synji beiðni umsækjenda um gögn og upplýsingar með vísan til þess að þau teljist vinnugögn eða takmarki aðgang vegna meintra einkahagsmuna annarra umsækjenda. Slíkt rök eigi þó alla jafna ekki við í slíkum málum og umsækjendur eigi rétt á gögnunum sem aðili máls. Nái einnig til samskipta stofnunar við ráðningarskrifstofu Þá segir í álitinu að í stjórnsýslulögum komi fram sú meginregla að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum er mál varða. Í því felist að hann eigi rétti á öllum gögnum stjórnsýslumálsins, nema sá réttur sæti takmörkunum samkvæmt lögum. „Af þessu leiðir að meðal gagna máls þar sem til greina kemur að ráða einstakling í opinbert starf eru umsóknargögn allra umsækjenda um starfið, enda teljast þeir aðilar að sama málinu, svo sem ferilskrár, kynningarbréf, prófskírteini, meðmæli og umsagnir um þá.“ Jafnframt séu gögn er varða málið sem verða til hjá stjórnvaldinu sem og aðila sem aðstoðar það við meðferð málsins, þegar það á við, hluti af gögnum málsins. Þetta geti til að mynda átt við um samskipti við stofnunar við ráðningarskrifstofu, ráðgjafa eða aðra aðila sem tengjast málinu. „Það verður því ekki annað ráðið en að almennt sé full ástæða til að ætla að samningur stjórnvalds við einkaaðila um ráðgjöf eða aðstoð við meðferð ráðningarmáls sé hluti af gögnum þess, enda getur slíkur samningur beinlínis fjallað um meðferð málsins, svo sem hvernig aðkomu og verkaskiptingu stjórnvaldsins og einkaaðilans er háttað.“
Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vinnumarkaður Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira