Réttlætir árásir öfga vinstrimanna á þinghús á Íslandi en fordæmir árásir öfga hægrimanna á þinghús í Washington Elliði Vignisson skrifar 13. janúar 2021 15:00 Fjölmargir hafa réttilega bent á líkindin milli þeirra óhæfuverka sem árásirnar í þinghúsin í Washington og Reykjavík hafa. Almenningur á Íslandi hefur eðlilega fordæmt árásirnar í Washington en af einhverjum ástæðum eru vinstrimenn enn að reyna að réttlæta ofbeldið hér á landi. Jafnvel svo mjög að baráttu fyrir nýrri stjórnarskrá sé fórnað. Ein þeirra sem réttlæta ofbeldið er Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins. Katrín mætti í útvarpið í morgun og hélt því fram að ofbeldið (ráðist með grjótkasti að lögreglu, gerð tilraun til að kveikja í þinghúsinu, ráðist gegn lögreglustöðinni, eldur borinn að opinberum eigum og fl.) væri í lagi af því að engin hafi verið dæmdur. Aumt er það yfirklór þótt ekki sé nema vegna þess að fjórir af níu ákærðum sakfeldir meðal annars fyrir að bíta lögreglumenn, ofbeldi gagnvart starfmönnum þingsins og fleira. Svo mikið var Katrínu niðri fyrir að hún hikaði ekki við að skaða baráttu stjórnarskrárfélagsins til að verja ofbeldið. Í viðtalinu í morgun sagði Katrín: „..við verðum alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins í þessu tilviki dómstólanna, til þess að vita hvað er satt og rétt.“ Þetta er í mínum huga nokkuð sterk yfirlýsing hjá formanni stjórarskrárfélagsins, sem ég að vísu er algerlega sammála. Ekki verður annað séð en þar með sé hún að lýsa því yfir að hún, og jafnvel stjórnarskrárfélagið, muni hér með virða þá niðurstöðu hæstaréttar að kosning til stjórnlagaþings hafi verið ógild. Það verður jú ...“..alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins..“ svo vísað sé í orð Katrínar, ALLTAF. Ekki verði því meira gert með þá ógildu kosningu. Þetta eru ný tíðindi því í nýlegri umsögn um tillögur um stjórnarskrárbreytingar var það ein helsta krafa Katrínar og stjórnarskrárfélagsins að unnið yrði að slíku í samræmi við úrslit kosninga þrátt fyrir að dómstólar hafi komist að því að kosningin hafi verið ólögleg. Annað hvort er Katrín hér að draga til baka fyrri skoðun (sem er bara virðingavert) eða þá að hún telur að leikreglur lýðræðis eigi við um alla nema sjálfa sig og skoðanasystkini hennar. Að ofbeldi sé réttlætanlegt við innrás öfga vinstrimanna í þinghús á Íslandi en ekki öfga hægrimanna í Bandaríkjum. Að virða beri niðurstöðu dómstóla þegar þeir sýkna vinstrimenn en ekki þegar þeir komast að þeirri niðurstöðu að kosning um baráttumál hennar sjálfrar sé ógild. Katrínu varð í morgun tíðrætt um að fólk verði að vera tilbúið til að speggla sig í eigin kröfum. Ég segi því. „Katrín, ekki smíða spegil utan um virðingu fyrir niðurstöðum dómstóla nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálf.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Árás á bandaríska þinghúsið Elliði Vignisson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Fjölmargir hafa réttilega bent á líkindin milli þeirra óhæfuverka sem árásirnar í þinghúsin í Washington og Reykjavík hafa. Almenningur á Íslandi hefur eðlilega fordæmt árásirnar í Washington en af einhverjum ástæðum eru vinstrimenn enn að reyna að réttlæta ofbeldið hér á landi. Jafnvel svo mjög að baráttu fyrir nýrri stjórnarskrá sé fórnað. Ein þeirra sem réttlæta ofbeldið er Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins. Katrín mætti í útvarpið í morgun og hélt því fram að ofbeldið (ráðist með grjótkasti að lögreglu, gerð tilraun til að kveikja í þinghúsinu, ráðist gegn lögreglustöðinni, eldur borinn að opinberum eigum og fl.) væri í lagi af því að engin hafi verið dæmdur. Aumt er það yfirklór þótt ekki sé nema vegna þess að fjórir af níu ákærðum sakfeldir meðal annars fyrir að bíta lögreglumenn, ofbeldi gagnvart starfmönnum þingsins og fleira. Svo mikið var Katrínu niðri fyrir að hún hikaði ekki við að skaða baráttu stjórnarskrárfélagsins til að verja ofbeldið. Í viðtalinu í morgun sagði Katrín: „..við verðum alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins í þessu tilviki dómstólanna, til þess að vita hvað er satt og rétt.“ Þetta er í mínum huga nokkuð sterk yfirlýsing hjá formanni stjórarskrárfélagsins, sem ég að vísu er algerlega sammála. Ekki verður annað séð en þar með sé hún að lýsa því yfir að hún, og jafnvel stjórnarskrárfélagið, muni hér með virða þá niðurstöðu hæstaréttar að kosning til stjórnlagaþings hafi verið ógild. Það verður jú ...“..alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins..“ svo vísað sé í orð Katrínar, ALLTAF. Ekki verði því meira gert með þá ógildu kosningu. Þetta eru ný tíðindi því í nýlegri umsögn um tillögur um stjórnarskrárbreytingar var það ein helsta krafa Katrínar og stjórnarskrárfélagsins að unnið yrði að slíku í samræmi við úrslit kosninga þrátt fyrir að dómstólar hafi komist að því að kosningin hafi verið ólögleg. Annað hvort er Katrín hér að draga til baka fyrri skoðun (sem er bara virðingavert) eða þá að hún telur að leikreglur lýðræðis eigi við um alla nema sjálfa sig og skoðanasystkini hennar. Að ofbeldi sé réttlætanlegt við innrás öfga vinstrimanna í þinghús á Íslandi en ekki öfga hægrimanna í Bandaríkjum. Að virða beri niðurstöðu dómstóla þegar þeir sýkna vinstrimenn en ekki þegar þeir komast að þeirri niðurstöðu að kosning um baráttumál hennar sjálfrar sé ógild. Katrínu varð í morgun tíðrætt um að fólk verði að vera tilbúið til að speggla sig í eigin kröfum. Ég segi því. „Katrín, ekki smíða spegil utan um virðingu fyrir niðurstöðum dómstóla nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálf.“
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun