Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2021 15:17 Ársæll Guðmundsson skólastjóri í Borgarholtsskóla. Vísir/Egill Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. „Atburðarásin er þannig að hér í hádeginu koma vopnaðir aðilar inn í skólann og það brjótast út slagsmál meðal drengja. Með þeim afleiðingum að sex eru allavega farnir á bráðamóttöku. Þetta virðast vera einhvers konar uppgjör á milli einhverra,“ segir Ársæll. „Það er allavega vitað að einn af þremur ofbeldismönnunum sem komu hér er ekki nemandi skólans. Ég er ekki kominn með nöfnin alveg á þeim, hverjir það voru, og virðist hafa gengið nokkurs konar berserksgang. Þetta er grafalvarlegt mál. Ekki bara fyrir Borgarholtsskóla. Þetta er líka aðför að þessu opna og lýðræðislega skólakerfi sem Ísland hefur haft og þann frið sem við höfum haft í íslensku samfélagi. Þetta er mjög alvarlegt mál og verður til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi,“ segir Ársæll. „Þetta á sér stað uppi á einum ganginum til að byrja með og fer svo út. Starfsmenn bregðast mjög hratt við og það bregðast allir við. Það er kallað á lögreglu, sérsveit kemur og nemendum öllum komið í skjól. Skólinn rýmdur og grandskoðaður. Leitað hér um alla ganga,“ segir Ársæll. „Nú veit ég ekki hvort var verið að ná í einhverja ákveðna innan skólans þó atburðarásin eigi sér stað innan skólans. Hér er unga fólkið þannig að ég skal ekkert segja um það. Starfsfólk varð ekki fyrir slysum en stóð sig mjög vel að koma í veg fyrir að hér yrði mun verra ástand.“ Frá Borgarholtsskóla þar sem árásin var gerð í dag.Vísir/Vilhelm Hann segir alla í miklu áfalli. „Við höfum rætt þetta til fjölda ára, skólastjórnendur í framhaldsskólum, vegna atburða erlendis. Hvernig við séum í stakk búin að mæta svona. Hér í Borgarholtsskóla eru mjög margir inngangar í skólann. Við höfum lokað mjög mörgum þessara innganga. Svo kemur Covid og þá er það orðið kostur að hafa marga innganga, til að geta dreit nemendum um skólann. En reynist svo ókostur þegar svona gerist. við munum allt skólasamfélagið, ekki bara í Borgarholtsskóla, fara yfir alla okkar verkferla.“ Ársæll ætlar að senda tilkynningu til allra nemenda, foreldra og starfsfólks. Mikil viðbúnaður var við Borgarholtsskóla í dag.Vísir/Vilhelm „Nemendur koma í skólann á morgun, þeim er alveg óhætt að gera það. Það verður farið yfir þessa atburðarás og nemendum sem voru vitni að þessu boðin aðstoð.“ Aðspurður segir hann menn hafa verið vopnaðir. „Hér voru barefli eins og hafnaboltakylfur og hnífar, mjög langir stórir hnífar.“ Hann segist ekki geta tjáð sig almennilega um slys á fólki. Enginn sem tengist skólanum hafi þó farið á sjúkrabörum. Allir sem á þurfi að halda fái áfallahjálp, alla þá hjálp sem skólayfirvöld geti veitt. Ítarlega verður fjallað um atburðarásina við Borgarholtsskóla í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
„Atburðarásin er þannig að hér í hádeginu koma vopnaðir aðilar inn í skólann og það brjótast út slagsmál meðal drengja. Með þeim afleiðingum að sex eru allavega farnir á bráðamóttöku. Þetta virðast vera einhvers konar uppgjör á milli einhverra,“ segir Ársæll. „Það er allavega vitað að einn af þremur ofbeldismönnunum sem komu hér er ekki nemandi skólans. Ég er ekki kominn með nöfnin alveg á þeim, hverjir það voru, og virðist hafa gengið nokkurs konar berserksgang. Þetta er grafalvarlegt mál. Ekki bara fyrir Borgarholtsskóla. Þetta er líka aðför að þessu opna og lýðræðislega skólakerfi sem Ísland hefur haft og þann frið sem við höfum haft í íslensku samfélagi. Þetta er mjög alvarlegt mál og verður til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi,“ segir Ársæll. „Þetta á sér stað uppi á einum ganginum til að byrja með og fer svo út. Starfsmenn bregðast mjög hratt við og það bregðast allir við. Það er kallað á lögreglu, sérsveit kemur og nemendum öllum komið í skjól. Skólinn rýmdur og grandskoðaður. Leitað hér um alla ganga,“ segir Ársæll. „Nú veit ég ekki hvort var verið að ná í einhverja ákveðna innan skólans þó atburðarásin eigi sér stað innan skólans. Hér er unga fólkið þannig að ég skal ekkert segja um það. Starfsfólk varð ekki fyrir slysum en stóð sig mjög vel að koma í veg fyrir að hér yrði mun verra ástand.“ Frá Borgarholtsskóla þar sem árásin var gerð í dag.Vísir/Vilhelm Hann segir alla í miklu áfalli. „Við höfum rætt þetta til fjölda ára, skólastjórnendur í framhaldsskólum, vegna atburða erlendis. Hvernig við séum í stakk búin að mæta svona. Hér í Borgarholtsskóla eru mjög margir inngangar í skólann. Við höfum lokað mjög mörgum þessara innganga. Svo kemur Covid og þá er það orðið kostur að hafa marga innganga, til að geta dreit nemendum um skólann. En reynist svo ókostur þegar svona gerist. við munum allt skólasamfélagið, ekki bara í Borgarholtsskóla, fara yfir alla okkar verkferla.“ Ársæll ætlar að senda tilkynningu til allra nemenda, foreldra og starfsfólks. Mikil viðbúnaður var við Borgarholtsskóla í dag.Vísir/Vilhelm „Nemendur koma í skólann á morgun, þeim er alveg óhætt að gera það. Það verður farið yfir þessa atburðarás og nemendum sem voru vitni að þessu boðin aðstoð.“ Aðspurður segir hann menn hafa verið vopnaðir. „Hér voru barefli eins og hafnaboltakylfur og hnífar, mjög langir stórir hnífar.“ Hann segist ekki geta tjáð sig almennilega um slys á fólki. Enginn sem tengist skólanum hafi þó farið á sjúkrabörum. Allir sem á þurfi að halda fái áfallahjálp, alla þá hjálp sem skólayfirvöld geti veitt. Ítarlega verður fjallað um atburðarásina við Borgarholtsskóla í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent