Sjúkrahúsið á Ísafirði komið á hættustig vegna Covid-19 smits Eiður Þór Árnason skrifar 14. janúar 2021 10:16 Sjúklingurinn sem greindist á Landspítalanum hafði áður verið á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Vísir/vilhelm Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. Sýni hafa verið tekin og eru þau á leið suður til greiningar. Fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða að viðbragðsstjórn hafi komið saman í morgun og fært sjúkrahúsið á hættustig. Greint var frá því í gær að sjúklingur hafi greinst með Covid-19 á blóð- og krabbameinsdeild Landspítala. Nýlega höfðu verið tekin sýni úr sjúklingnum á Ísafirði sem reyndust neikvæð. Sumir starfsmenn fengið fyrri bólusetningu „Þessi ákvörðun viðbragðsstjórnar stofnunarinnar var tekin til að gæta fyllsta öryggis. Sjúklingum er ekki hætta búin og öllum alvarlegum tilvikum verður hægt að sinna. Sumir starfsmannanna hafa þegar fengið fyrri bólusetningu og eru þar með komnir með vörn að hluta fyrir veirunni,“ segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Að sögn Landspítalans er enginn grunur um smit hjá sjúklingum eða starfsfólki blóð- og krabbameinsdeildar Landspítala þrátt fyrir að sjúklingurinn hafi greinst með Covid-19 í gærkvöldi. Er það vegna þess hversu stutt sjúklingurinn lá á deildinni en hann var lagður inn síðdegis á þriðjudag. Deildinni hefur nú verið lokað en von er á niðurstöðum úr skimun starfsmanna og sjúklinga síðar í dag. Sóttkví starfsmanna á sjúkrahúsinu á Ísafirði mun hafa talsverð áhrif á þjónustu rannsóknadeildar, röntgendeildar og skurð- og slysadeildar. Reynist sýni þeirra neikvæð ætti að vera hægt að aflétta hættustiginu þar í kvöld, að sögn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Sjúkrahúsið á Ísafirði á hættustig vegna Covid-smits Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða kom saman í morgun...Posted by Heilbrigðisstofnun Vestfjarða on Thursday, January 14, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39 Enginn grunur um smit í sjúklingum eða starfsfólki Enginn grunur leikur á smiti í sjúklingum eða starfsfólki blóð- og krabbameinsdeildar Landspítalans þótt sjúklingur á deildinni hafi greinst með kórónuveiruna í gærkvöldi. 14. janúar 2021 08:32 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Sýni hafa verið tekin og eru þau á leið suður til greiningar. Fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða að viðbragðsstjórn hafi komið saman í morgun og fært sjúkrahúsið á hættustig. Greint var frá því í gær að sjúklingur hafi greinst með Covid-19 á blóð- og krabbameinsdeild Landspítala. Nýlega höfðu verið tekin sýni úr sjúklingnum á Ísafirði sem reyndust neikvæð. Sumir starfsmenn fengið fyrri bólusetningu „Þessi ákvörðun viðbragðsstjórnar stofnunarinnar var tekin til að gæta fyllsta öryggis. Sjúklingum er ekki hætta búin og öllum alvarlegum tilvikum verður hægt að sinna. Sumir starfsmannanna hafa þegar fengið fyrri bólusetningu og eru þar með komnir með vörn að hluta fyrir veirunni,“ segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Að sögn Landspítalans er enginn grunur um smit hjá sjúklingum eða starfsfólki blóð- og krabbameinsdeildar Landspítala þrátt fyrir að sjúklingurinn hafi greinst með Covid-19 í gærkvöldi. Er það vegna þess hversu stutt sjúklingurinn lá á deildinni en hann var lagður inn síðdegis á þriðjudag. Deildinni hefur nú verið lokað en von er á niðurstöðum úr skimun starfsmanna og sjúklinga síðar í dag. Sóttkví starfsmanna á sjúkrahúsinu á Ísafirði mun hafa talsverð áhrif á þjónustu rannsóknadeildar, röntgendeildar og skurð- og slysadeildar. Reynist sýni þeirra neikvæð ætti að vera hægt að aflétta hættustiginu þar í kvöld, að sögn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Sjúkrahúsið á Ísafirði á hættustig vegna Covid-smits Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða kom saman í morgun...Posted by Heilbrigðisstofnun Vestfjarða on Thursday, January 14, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39 Enginn grunur um smit í sjúklingum eða starfsfólki Enginn grunur leikur á smiti í sjúklingum eða starfsfólki blóð- og krabbameinsdeildar Landspítalans þótt sjúklingur á deildinni hafi greinst með kórónuveiruna í gærkvöldi. 14. janúar 2021 08:32 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39
Enginn grunur um smit í sjúklingum eða starfsfólki Enginn grunur leikur á smiti í sjúklingum eða starfsfólki blóð- og krabbameinsdeildar Landspítalans þótt sjúklingur á deildinni hafi greinst með kórónuveiruna í gærkvöldi. 14. janúar 2021 08:32