Vonbrigði móður mikilvæg lexía Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2021 07:01 Stefanía stefnir á að komast í gegnum háskólanám án þess að taka lán. Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir er 21 árs ung kona frá Akureyri sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2019. Hún hefur frá útskrift unnið þrjú störf og segist hafa lagt gríðarlega mikla áherslu á sparnað. Hún hafi þegar náð að safna sér dágóðri upphæð en hún hyggur á nám og vill eiga sparnað þegar þar að kemur. Stefanía er viðmælandi Gunnars Dofra Ólafssonar í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Leitinni að peningunum. Stefanía segir að hún hafi sótt sér mikinn fróðleik um fjárfestingar og sparnað enda hafi hún ekki fengið neina fræðslu um slíka hluti í skólakerfinu. Það sem hefur þó komið henni mest á óvart er að þegar hún fer að tala um þessa hluti fær hún oft neikvæð tilsvör frá fólki. Bæði finnst fólki óþægilegt að ræða slík mál og eins segist Stefanía upplifa að margir finnist skrýtið og óviðeigandi að nýútskrifuð stelpa úr menntaskóla sé að leita sér þekkingar og tala um fjárfestingar. „Mér finnst þetta vera bannað mál að tala um og sérstaklega þegar þetta kemur frá nýútskrifaðri menntaskólastelpu,“ segir Stefanía. Hennar upplifun sé að það sé talið eðlilegra að strákar tali um svona hluti frekar en stelpur. Sem femínista þyki henni það leiðinlegt og því mikilvægt að ræða um þessa hluti út frá sjónarhóli ungra kvenna. Allir geti lært um fjárfestingar Stefanía segir að allir geti lært um peninga og það sé afar mikilvægur lærdómur enda felist frelsi í peningum. Með því að læra um peninga getum við sloppið við að láta þá stjórna lífi okkar. Hún segir að hún hafi fengið fræðslu um fjármál hjá fjölskyldu sinni. Mamma hennar hafi verið einstæð móðir sem hafi rætt fjármálin við hana. Hún segir mikilvægt að átta sig á því að því fyrr sem við byrjum að spara því betri stöðu sköpum við okkur enda er lífið þá allt fram undan. Hún hefur fjárfest í hlutabréfum og segist hafa kynnt sér þau mjög vel. Hún segist vera meðvituð um að hún getur tapað peningum með hlutabréfakaupum og um þá áhættu sem fylgi slíkum fjárfestingum. Hún segist alltaf fylgja eigin innsæi og magatilfinningu og fjárfesta í fyrirtækjum og sjóðum sem hún hefur trú á. Hún segist fjárfesta bæði í sjóðum og hlutabréfum fyrirtækja. 50-80 prósent launa fóru í sparnað Þegar Stefanía fór að vinna að loknu námi setti hún sér markmið um ákveðna upphæð sem hún vildi eiga að ákveðnum tíma liðnum og hvað hún þyrfti að leggja fyrir í hverjum mánuði sem hún og gerði. Að jafnaði setti hún um 50-80 prósent af launum sínum í sparnað sem hún hefur ekki snert síðan. Hún sagðist hafa lært fljótt að njóta lífsins án þess að eyða alltaf peningum. Aðspurð um hvaða ráð hún myndi gefa ungu fólki í sömu sporum segir hún. „Fyrst og fremst að fara yfir markmiðin. Hvað þú vilt vera að gera og í hvað þú ætlar að eyða peningum í á næstu árum og gera þér grein fyrir því hvort þú sért að fá hjálp frá fjölskyldu eða ekki. Einnig að setja upp plan en ég sest niður í lok og við byrjun hvers mánaðar og skrifa niður hvað mig langar að vera að spara mikið og hvað mig langar að vera eyða mikið og í hvað ég er að eyða.“ Íbúðarkaup ekki endilega besta fjárfestingin Ein helsta ástæða þess að Stefanía hefur lagt svona mikla áherslu á sparnað er erfið reynsla sem móðir hennar gekk í gegnum á sínum yngri árum vegna fjárskuldbindinga. Móðir hennar hafði verið Au-pair í Vínarborg sem hún naut en hún varð að hætta fyrr en hún ætlaði vegna skuldbindinga og láns. Hún þurfi að snúa heim til Íslands og vinna. Þessi reynsla móður Stefaníu hafi orðið til þess að hún hafi sett sér markmið að eiga sparnað fyrir háskólanámi og hún ætli að fara skuldlaus í gegnum háskóla. Hún gerir ráð fyrir að núverandi sparnaður muni duga fyrir náminu. „Það er orðið mjög mikið trend hjá fólki á mínum aldri að kaupa sér íbúð og það er fullyrt að það sé besta fjárfestingin. Maður þarf samt að finna út hvað er besta fjárfestingin fyrir sig persónulega. Fyrir mig eru íbúðarkaup alls ekki sniðug því ég veit ekki hvar ég vil vera og það er erfitt að eiga íbúð og þurfa sjá um hana ef ég ætla að leigja hana út ef ég bý kannski í Svíþjóð eða á Kanaríeyjum,“ segir Stefanía. Safnar í ferðasjóð og sækir innblástur til kvenna Stefanía segir Covid-19 hafa haft veruleg áhrif á líf hennar en hún flutti í fyrra vor til Reykjavíkur helgina eftir var öllu lokað. Af þeim sökum er hún flutt aftur norður og er að leita sér að vinnu á Akureyri. Stefanía segir markmið sín nú vera að safna í ferðasjóð og fjárfestingarsjóð en hún sé komin með nægilega peninga í menntasjóðinn. Þegar lokunum vegna Covid enda stefnir hún á að fara til útlanda og nú sé hún að leita leiða til að geta ferðast og aflað tekna á meðan. Hún segist sækja innblástur í konur og þá sérstaklega konur sem hafa skapað eigin fyrirtæki og náð árangri. Leitin að peningunum er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Fjármál heimilisins Akureyri Leitin að peningunum Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Stefanía er viðmælandi Gunnars Dofra Ólafssonar í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Leitinni að peningunum. Stefanía segir að hún hafi sótt sér mikinn fróðleik um fjárfestingar og sparnað enda hafi hún ekki fengið neina fræðslu um slíka hluti í skólakerfinu. Það sem hefur þó komið henni mest á óvart er að þegar hún fer að tala um þessa hluti fær hún oft neikvæð tilsvör frá fólki. Bæði finnst fólki óþægilegt að ræða slík mál og eins segist Stefanía upplifa að margir finnist skrýtið og óviðeigandi að nýútskrifuð stelpa úr menntaskóla sé að leita sér þekkingar og tala um fjárfestingar. „Mér finnst þetta vera bannað mál að tala um og sérstaklega þegar þetta kemur frá nýútskrifaðri menntaskólastelpu,“ segir Stefanía. Hennar upplifun sé að það sé talið eðlilegra að strákar tali um svona hluti frekar en stelpur. Sem femínista þyki henni það leiðinlegt og því mikilvægt að ræða um þessa hluti út frá sjónarhóli ungra kvenna. Allir geti lært um fjárfestingar Stefanía segir að allir geti lært um peninga og það sé afar mikilvægur lærdómur enda felist frelsi í peningum. Með því að læra um peninga getum við sloppið við að láta þá stjórna lífi okkar. Hún segir að hún hafi fengið fræðslu um fjármál hjá fjölskyldu sinni. Mamma hennar hafi verið einstæð móðir sem hafi rætt fjármálin við hana. Hún segir mikilvægt að átta sig á því að því fyrr sem við byrjum að spara því betri stöðu sköpum við okkur enda er lífið þá allt fram undan. Hún hefur fjárfest í hlutabréfum og segist hafa kynnt sér þau mjög vel. Hún segist vera meðvituð um að hún getur tapað peningum með hlutabréfakaupum og um þá áhættu sem fylgi slíkum fjárfestingum. Hún segist alltaf fylgja eigin innsæi og magatilfinningu og fjárfesta í fyrirtækjum og sjóðum sem hún hefur trú á. Hún segist fjárfesta bæði í sjóðum og hlutabréfum fyrirtækja. 50-80 prósent launa fóru í sparnað Þegar Stefanía fór að vinna að loknu námi setti hún sér markmið um ákveðna upphæð sem hún vildi eiga að ákveðnum tíma liðnum og hvað hún þyrfti að leggja fyrir í hverjum mánuði sem hún og gerði. Að jafnaði setti hún um 50-80 prósent af launum sínum í sparnað sem hún hefur ekki snert síðan. Hún sagðist hafa lært fljótt að njóta lífsins án þess að eyða alltaf peningum. Aðspurð um hvaða ráð hún myndi gefa ungu fólki í sömu sporum segir hún. „Fyrst og fremst að fara yfir markmiðin. Hvað þú vilt vera að gera og í hvað þú ætlar að eyða peningum í á næstu árum og gera þér grein fyrir því hvort þú sért að fá hjálp frá fjölskyldu eða ekki. Einnig að setja upp plan en ég sest niður í lok og við byrjun hvers mánaðar og skrifa niður hvað mig langar að vera að spara mikið og hvað mig langar að vera eyða mikið og í hvað ég er að eyða.“ Íbúðarkaup ekki endilega besta fjárfestingin Ein helsta ástæða þess að Stefanía hefur lagt svona mikla áherslu á sparnað er erfið reynsla sem móðir hennar gekk í gegnum á sínum yngri árum vegna fjárskuldbindinga. Móðir hennar hafði verið Au-pair í Vínarborg sem hún naut en hún varð að hætta fyrr en hún ætlaði vegna skuldbindinga og láns. Hún þurfi að snúa heim til Íslands og vinna. Þessi reynsla móður Stefaníu hafi orðið til þess að hún hafi sett sér markmið að eiga sparnað fyrir háskólanámi og hún ætli að fara skuldlaus í gegnum háskóla. Hún gerir ráð fyrir að núverandi sparnaður muni duga fyrir náminu. „Það er orðið mjög mikið trend hjá fólki á mínum aldri að kaupa sér íbúð og það er fullyrt að það sé besta fjárfestingin. Maður þarf samt að finna út hvað er besta fjárfestingin fyrir sig persónulega. Fyrir mig eru íbúðarkaup alls ekki sniðug því ég veit ekki hvar ég vil vera og það er erfitt að eiga íbúð og þurfa sjá um hana ef ég ætla að leigja hana út ef ég bý kannski í Svíþjóð eða á Kanaríeyjum,“ segir Stefanía. Safnar í ferðasjóð og sækir innblástur til kvenna Stefanía segir Covid-19 hafa haft veruleg áhrif á líf hennar en hún flutti í fyrra vor til Reykjavíkur helgina eftir var öllu lokað. Af þeim sökum er hún flutt aftur norður og er að leita sér að vinnu á Akureyri. Stefanía segir markmið sín nú vera að safna í ferðasjóð og fjárfestingarsjóð en hún sé komin með nægilega peninga í menntasjóðinn. Þegar lokunum vegna Covid enda stefnir hún á að fara til útlanda og nú sé hún að leita leiða til að geta ferðast og aflað tekna á meðan. Hún segist sækja innblástur í konur og þá sérstaklega konur sem hafa skapað eigin fyrirtæki og náð árangri. Leitin að peningunum er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.
Fjármál heimilisins Akureyri Leitin að peningunum Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira