Píratar kalla eftir nýjum frambjóðendum Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2021 19:37 Helgi Hrafn Gunnlaugsson, sem ætlar ekki að bjóða sig fram á ný, segir Pírata vera grasrótarhreyfingu. Ekki þingflokk. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að framboðslistar Pírata í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosninarnar í september liggi fyrir um miðjan mars. Auglýst hefur verið eftir frambjóðendum sem hafa nú rúman mánuð til að gefa kost á sér. Stjórnmálaflokkarnir eru allir byrjaðir að undirbúa kosningarnar sem fara fram til Alþingis í haust. Miklar breytingar verða á þingflokki Pírata því helmingur þingflokksins hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram á ný. Valið verður á lista Pírata í öllum kjördæmum með prófkjöri. Píratar hafa sex þingmenn í dag úr fjörum kjördæmum af sex. Smári McCarthy, Jón Þór Ólafsson og Helgi Hrafn Gunnarsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í næstu kosningum. „Píratar eru grasrótarhreyfing. Ekki þingflokkur. Það er ríkt í okkar menningu að sitja ekki að eilífu. Við erum ekki í pólitík til að vera í pólitík heldur til að leggja okkar að mörkum,“ segir Helgi Hrafn. Það sé fjöldi fólks innan hreyfingarinnar sem geti sinnt þingmennsku og vonandi bjóði sem flestir sig fram. Opnað var fyrir tilkynningar um framboð í prófkjöri síðast liðinn laugardag og getur fólk gert það fram til 3. mars. „Þá tekur við rúmlega vikulangt prófkjör þar sem meðlimir flokksins geta kosið sína frambjóðendur. Eftir það liggur fyrir listi sem þá býður sig fram,“ segir Helgi Hrafn. Framboðslistar ættu því að liggja að vera klárir um miðjan mars. Ferskar nálganir muni sjálfsagt fylgja nýju fólki og það sé mikilvægt. „Það er gott að velta þessu vel fyrir sér. Það er að hoppa svolítið út í djúpu að gera þetta. En þetta er gefandi, þetta er mikilvægt og á köflum er þetta gaman. Alla vega þegar vel gengur,“ segir Helgi Hrafn. Hann sé bjartsýnn á að Píratar fái þingmenn í Norðvestur og Norðausturkjördæmunum sem ekki tókst síðast. „Það munaði ekki endilega það miklu síðast að maður taldi. En ég trúi því auðvitað að okkur gangi mjög vel,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. Píratar Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Píratar vilja að fleiri en tveir geti verið í hjúskap Björn Leví Gunnarsson telur fráleitt að ríkið hafi með það að gera hversu margir eru skráðir í hjúskap. 13. janúar 2021 10:38 Jón Þór sækist ekki eftir endurkjöri Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þetta tilkynnti hann í dag samhliða því að opnað var fyrir skráningar í prófkjör Pírata. 9. janúar 2021 09:02 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir eru allir byrjaðir að undirbúa kosningarnar sem fara fram til Alþingis í haust. Miklar breytingar verða á þingflokki Pírata því helmingur þingflokksins hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram á ný. Valið verður á lista Pírata í öllum kjördæmum með prófkjöri. Píratar hafa sex þingmenn í dag úr fjörum kjördæmum af sex. Smári McCarthy, Jón Þór Ólafsson og Helgi Hrafn Gunnarsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í næstu kosningum. „Píratar eru grasrótarhreyfing. Ekki þingflokkur. Það er ríkt í okkar menningu að sitja ekki að eilífu. Við erum ekki í pólitík til að vera í pólitík heldur til að leggja okkar að mörkum,“ segir Helgi Hrafn. Það sé fjöldi fólks innan hreyfingarinnar sem geti sinnt þingmennsku og vonandi bjóði sem flestir sig fram. Opnað var fyrir tilkynningar um framboð í prófkjöri síðast liðinn laugardag og getur fólk gert það fram til 3. mars. „Þá tekur við rúmlega vikulangt prófkjör þar sem meðlimir flokksins geta kosið sína frambjóðendur. Eftir það liggur fyrir listi sem þá býður sig fram,“ segir Helgi Hrafn. Framboðslistar ættu því að liggja að vera klárir um miðjan mars. Ferskar nálganir muni sjálfsagt fylgja nýju fólki og það sé mikilvægt. „Það er gott að velta þessu vel fyrir sér. Það er að hoppa svolítið út í djúpu að gera þetta. En þetta er gefandi, þetta er mikilvægt og á köflum er þetta gaman. Alla vega þegar vel gengur,“ segir Helgi Hrafn. Hann sé bjartsýnn á að Píratar fái þingmenn í Norðvestur og Norðausturkjördæmunum sem ekki tókst síðast. „Það munaði ekki endilega það miklu síðast að maður taldi. En ég trúi því auðvitað að okkur gangi mjög vel,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson.
Píratar Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Píratar vilja að fleiri en tveir geti verið í hjúskap Björn Leví Gunnarsson telur fráleitt að ríkið hafi með það að gera hversu margir eru skráðir í hjúskap. 13. janúar 2021 10:38 Jón Þór sækist ekki eftir endurkjöri Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þetta tilkynnti hann í dag samhliða því að opnað var fyrir skráningar í prófkjör Pírata. 9. janúar 2021 09:02 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira
Píratar vilja að fleiri en tveir geti verið í hjúskap Björn Leví Gunnarsson telur fráleitt að ríkið hafi með það að gera hversu margir eru skráðir í hjúskap. 13. janúar 2021 10:38
Jón Þór sækist ekki eftir endurkjöri Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þetta tilkynnti hann í dag samhliða því að opnað var fyrir skráningar í prófkjör Pírata. 9. janúar 2021 09:02