Samfylkingin leggur til bráðabirgðaákvæði um tvöfalda skimun og sóttvarnahús Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2021 20:15 Ólafur Þór Gunnarsson og Helga Vala Helgadóttir. Vísir Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur fram frumvarp á Alþingi á morgun með bráðabirgðaákvæðum við sóttvarnarlög sem myndu heimila að skylda fólk í tvöfalda skimun við landamærin eða tveggja vikna sóttkví í sóttvarnahúsi. Þá hefur formaður flokksins óskað eftir því að Alþingi verði kallað saman til fundar um málið strax á morgun. Fyrir Alþingi liggur viðamikið frumvarp frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem felur í sér heildarendurskoðun á sóttvarnalögum. Frumvarpið var lagt fram rétt fyrir jólahlé þingmanna og þingmenn luku fyrstu umræðu og málið var sent til velferðarnefndar Alþingis. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir málið skammt á veg komið í nefndinni. Þess vegna vilji Samfylkinginn að þing komi þegar saman til að setja ákvæði til bráðabirgða í gildandi lög til að veita heilbrigðisráðherra nauðsynlega lagastoð til að setja reglugerð sem svari óskum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann hefur ítrekað lagt til við heilbrigðisráðherra að fólki sem kemur til landsins verði gert að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli og að hægt væri að skikka fólk í sóttkví í sóttvarnahúsi. „Ég lagði það til við heilbrigðisráðherra í nóvember að útbúið yrði bráðabirgðaákvæði í núgildandi sóttvarnarlög til að setja stoðir undir nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum. Nú í byrjun árs þegar sóttvarnarlæknir hafur svo margítrekað mikilvægi þess að skylda ferðamenn til að fara í tvöfalda skimun lagði ég það til við Ólaf Þór Gunnarsson varaformann velferðarnefndar að á fundi nefndarinnar í gær yrði slík tillaga lögð fyrir nefndina sem þá gæti saman staðið að framlagningu þess háttar frumvarps,“ segir Helga Vala. Því miður hafi meirihluti nefndarinnar ekki fallist á þá tillögu. Henni sýnist sem hluti stjórnarliða telji enn að hægt að afgreiða flókið og umfangsmikið frumvarp sem liggi fyrir nefndinni á örskotsstundu til að bjarga málum. Ekki sé einhugur milli stjórnarliða í nefndinni um málið og því telji hún einboðið að vinna þess frumvarps taki mun lengri tíma. „Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur því ákveðið að verða við margítrekuðum óskum sóttvarnarlæknis sem fékk stuðning Sigurgeirs Sigmundssonar yfirlögregluþjóns flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum í dag, um að lögfesta heimild til skyldubundnar tvöfaldrar sýnatöku á landamærum. Frumvarp þess efnis verður lagt fram á morgun,“ segir Helga Vala. Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar. 14. janúar 2021 19:20 Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur viðamikið frumvarp frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem felur í sér heildarendurskoðun á sóttvarnalögum. Frumvarpið var lagt fram rétt fyrir jólahlé þingmanna og þingmenn luku fyrstu umræðu og málið var sent til velferðarnefndar Alþingis. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir málið skammt á veg komið í nefndinni. Þess vegna vilji Samfylkinginn að þing komi þegar saman til að setja ákvæði til bráðabirgða í gildandi lög til að veita heilbrigðisráðherra nauðsynlega lagastoð til að setja reglugerð sem svari óskum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann hefur ítrekað lagt til við heilbrigðisráðherra að fólki sem kemur til landsins verði gert að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli og að hægt væri að skikka fólk í sóttkví í sóttvarnahúsi. „Ég lagði það til við heilbrigðisráðherra í nóvember að útbúið yrði bráðabirgðaákvæði í núgildandi sóttvarnarlög til að setja stoðir undir nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum. Nú í byrjun árs þegar sóttvarnarlæknir hafur svo margítrekað mikilvægi þess að skylda ferðamenn til að fara í tvöfalda skimun lagði ég það til við Ólaf Þór Gunnarsson varaformann velferðarnefndar að á fundi nefndarinnar í gær yrði slík tillaga lögð fyrir nefndina sem þá gæti saman staðið að framlagningu þess háttar frumvarps,“ segir Helga Vala. Því miður hafi meirihluti nefndarinnar ekki fallist á þá tillögu. Henni sýnist sem hluti stjórnarliða telji enn að hægt að afgreiða flókið og umfangsmikið frumvarp sem liggi fyrir nefndinni á örskotsstundu til að bjarga málum. Ekki sé einhugur milli stjórnarliða í nefndinni um málið og því telji hún einboðið að vinna þess frumvarps taki mun lengri tíma. „Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur því ákveðið að verða við margítrekuðum óskum sóttvarnarlæknis sem fékk stuðning Sigurgeirs Sigmundssonar yfirlögregluþjóns flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum í dag, um að lögfesta heimild til skyldubundnar tvöfaldrar sýnatöku á landamærum. Frumvarp þess efnis verður lagt fram á morgun,“ segir Helga Vala.
Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar. 14. janúar 2021 19:20 Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira
Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar. 14. janúar 2021 19:20
Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46