„Mér fannst við gera of mörg mistök og of mörg færi sem fóru í súginn,“ sagði Bjarki við RÚV eftir leikinn. „Þetta var hörkuleikur, þannig séð, en við vorum að elta lengi.“
Íslenska liðinu gekk illa að spila sig í opin færi gegn gríðarlega sterkri portúgalskri vörn.
„Já, það gerði það. Þetta var líka þriðji leikurinn í þessari og liðin þekkja farin hvort annað betur. Það var vitað að þetta yrði stál í stál en við vorum við skrefi eftir á í dag. Þetta er hundleiðinlegt og tilfinningin súr,“ sagði Bjarki.
Varnarleikur íslenska liðsins var nokkuð sterkur fyrir utan fyrri hluta seinni hálfleiks þar sem Portúgalir náðu að byggja upp forskot.
„Við vorum aðeins á hælunum og misstum þá maður á mann. Það er dýrt í þessari vörn,“ sagði Bjarki.
Ísland mætir Alsír á laugardaginn og með sigri stígur liðið stórt skref inn í milliriðil.
„Fyrsta markmið var að komast áfram og við eigum enn möguleika á því. Við þurfum að rífa okkur upp og ætlum að vinna leikinn á laugardaginn. Það er klárt,“ sagði Bjarki að lokum.