Lífverðirnir máttu ekki gera þarfir sínar hjá Ivönku og Jared Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2021 22:45 Jared Kushner og Ivanka Trump. EPA/MICHAEL REYNOLDS Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna hefur greitt þrjú þúsund dali á mánuði í leigu lítillar kjallaraíbúðar nærri heimili Ivönku Trump, dóttur Donalds Trump forseta, og Jared Kushner í Washington DC svo þeir geti farið á klósettið. Þetta hefur verið gert frá september 2017 og þegar leigusamningurinn rennur út í september mun fyrirkomulagið hafa kostað 144 þúsund dali. Það samsvarar um 18,6 milljónum króna. Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er sögð sú að hjónin bönnuðu lífvörðum sínum að nota þau sex klósett sem finna má heimili þeirra. Í byrjun var notast við kamra en svo fóru lífverðirnir að ferðast til heimilis Barack Obama, fyrrverandi forseta, sem býr þar nærri. Þar hafði bílskúr verið breytt í aðstöðu fyrir lífverðina. Það fyrirkomulag var þó stöðvað eftir að lífvörður Ivönku og Jared olli óreiðu á klósettinu, ef svo má að orði komast. Þá byrjuðu lífverðirnir að fara heim til Mike Pence, varaforseta, sem býr í sama hverfi en þó tiltölulega langt í burtu, og gera þarfir sínar þar eða í veitingahúsum í hverfinu. Að endingu var niðurstaðan sú að leigja kjallaraíbúð hjá nágranna þeirra hjóna. Þetta kemur fram í frétt Washington Post. Talsmaður Hvíta hússins sagði þessa sögu ranga og að forsvarsmenn lífvarðasveitarinnar, sem kallast á ensku Secret Service, hafi tekið þá ákvörðun að lífverðirnir færu ekki inn á heimili hjónanna. Heimildarmaður Washington Post segir þó að hjónin hafi meinað lífvörðunum að koma inn á um 460 fermetra heimili þeirra. Þá segir miðillinn að nágrannar þeirra hjóna, sem eru margir hverjir á móti ríkisstjórn Trumps, hafi fylgst með ferðalögum lífvarðanna á milli húsa og um hverfið. Eins og áður segir var svo endað á því að leigja íbúðina. Eigandi íbúðarinnar sagði Washington Post að það hefði ekki komið sér á óvart þegar lífverðirnir bönkuðu upp á. Hún hafi fylgst með ferðum þeirra lengi. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Þetta hefur verið gert frá september 2017 og þegar leigusamningurinn rennur út í september mun fyrirkomulagið hafa kostað 144 þúsund dali. Það samsvarar um 18,6 milljónum króna. Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er sögð sú að hjónin bönnuðu lífvörðum sínum að nota þau sex klósett sem finna má heimili þeirra. Í byrjun var notast við kamra en svo fóru lífverðirnir að ferðast til heimilis Barack Obama, fyrrverandi forseta, sem býr þar nærri. Þar hafði bílskúr verið breytt í aðstöðu fyrir lífverðina. Það fyrirkomulag var þó stöðvað eftir að lífvörður Ivönku og Jared olli óreiðu á klósettinu, ef svo má að orði komast. Þá byrjuðu lífverðirnir að fara heim til Mike Pence, varaforseta, sem býr í sama hverfi en þó tiltölulega langt í burtu, og gera þarfir sínar þar eða í veitingahúsum í hverfinu. Að endingu var niðurstaðan sú að leigja kjallaraíbúð hjá nágranna þeirra hjóna. Þetta kemur fram í frétt Washington Post. Talsmaður Hvíta hússins sagði þessa sögu ranga og að forsvarsmenn lífvarðasveitarinnar, sem kallast á ensku Secret Service, hafi tekið þá ákvörðun að lífverðirnir færu ekki inn á heimili hjónanna. Heimildarmaður Washington Post segir þó að hjónin hafi meinað lífvörðunum að koma inn á um 460 fermetra heimili þeirra. Þá segir miðillinn að nágrannar þeirra hjóna, sem eru margir hverjir á móti ríkisstjórn Trumps, hafi fylgst með ferðalögum lífvarðanna á milli húsa og um hverfið. Eins og áður segir var svo endað á því að leigja íbúðina. Eigandi íbúðarinnar sagði Washington Post að það hefði ekki komið sér á óvart þegar lífverðirnir bönkuðu upp á. Hún hafi fylgst með ferðum þeirra lengi.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira