Leikmenn þriggja liða og portúgalskur blaðamaður með smit við komuna á HM Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2021 08:00 Allir sem mæta á HM í Egyptalandi, þar á meðal Alfreð Gíslason þjálfari Þjóðverja, eru hitamældir og fara svo í smitpróf vegna kórónuveirunnar. Þjóðverjar eiga að mæta Grænhöfðaeyjum á sunnudaginn en fjöldi smita hefur greinst hjá þeim. Getty/Sascha Klahn Tvö lið urðu að hætta við HM í handbolta vegna kórónuveirusmita, eitt ákvað að senda varalið vegna smithættu, og í gærkvöld var greint frá því að þrjú lið hefðu ferðast til Egyptalands með smitaða leikmenn. Það er óhætt að segja að heimsfaraldurinn setji mikinn svip á heimsmeistaramótið í handbolta og kannski ekki að undra að handboltasérfræðingar TV2 í Danmörku og Noregi telji ómögulegt að halda mótinu áfram. Í gærkvöld greindi alþjóða handknattleikssambandið, IHF, frá því að fjórir leikmenn Grænhöfðaeyja hefðu greinst með veiruna við komuna til Egyptalands, tveir leikmenn Slóveníu, einn leikmaður Brasilíu og fjölmiðlamaður frá Portúgal. Þá hefði bandarískur leikmaður einnig greinst með veiruna en farið í einangrun á flugvellinum. Tíu leikmenn úr leik hjá Grænhöfðaeyjum Grænhöfðaeyjar höfðu áður misst út sex leikmenn og þjálfarann sinn vegna smita en ákváðu samt að mæta á HM, og nú hafa fjórir leikmenn til viðbótar greinst. Hollendingar voru í startholunum til að koma inn sem varaþjóð en ekki ku verða af því. Áhorfendur eru bannaðir á HM vegna heimsfaraldursins.EPA/Henning Bagger Bandaríkin og Tékkland hættu við HM vegna hópsmita, og Suður-Kórea ákvað að senda varalið vegna smithættunnar – varalið sem tapaði 51-29 gegn Slóveníu í gær. Sviss og Norður-Makedónía komu inn sem varaþjóðir. Portúgalinn ekki á leiknum við Ísland IHF segir að allur leikmannahópur Grænhöfðaeyja og Brasilíu fari í smitpróf í dag, búið sé að senda Slóvena í smitpróf, og að portúgalski fjölmiðlamaðurinn hafi ekki verið á leiknum gegn Íslandi í gær heldur farið strax í einangrun. Grænhöfðaeyjar eiga að spila við Ungverjaland í kvöld, sinn fyrsta leik í sögu HM, og Brasilíumenn mæta Spánverjum í dag. Allir þátttakendur á HM sem og fjölmiðlamenn, starfsfólk á hótelum liðanna og fleiri, þurfa að fara í smitpróf reglulega. Einnig er skimað fyrir veirunni við komuna til Egyptalands og þar greindust níu jákvæð sýni eins og fyrr segir. Önnur sýni voru neikvæð. IHF segir að auk þess hafi nokkur smit greinst á meðal hótelstarfsfólks en það hafi verið áður en að liðin komu á hótelin og starfsfólkið hafi strax verið sett í einangrun. HM 2021 í handbolta Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Það er óhætt að segja að heimsfaraldurinn setji mikinn svip á heimsmeistaramótið í handbolta og kannski ekki að undra að handboltasérfræðingar TV2 í Danmörku og Noregi telji ómögulegt að halda mótinu áfram. Í gærkvöld greindi alþjóða handknattleikssambandið, IHF, frá því að fjórir leikmenn Grænhöfðaeyja hefðu greinst með veiruna við komuna til Egyptalands, tveir leikmenn Slóveníu, einn leikmaður Brasilíu og fjölmiðlamaður frá Portúgal. Þá hefði bandarískur leikmaður einnig greinst með veiruna en farið í einangrun á flugvellinum. Tíu leikmenn úr leik hjá Grænhöfðaeyjum Grænhöfðaeyjar höfðu áður misst út sex leikmenn og þjálfarann sinn vegna smita en ákváðu samt að mæta á HM, og nú hafa fjórir leikmenn til viðbótar greinst. Hollendingar voru í startholunum til að koma inn sem varaþjóð en ekki ku verða af því. Áhorfendur eru bannaðir á HM vegna heimsfaraldursins.EPA/Henning Bagger Bandaríkin og Tékkland hættu við HM vegna hópsmita, og Suður-Kórea ákvað að senda varalið vegna smithættunnar – varalið sem tapaði 51-29 gegn Slóveníu í gær. Sviss og Norður-Makedónía komu inn sem varaþjóðir. Portúgalinn ekki á leiknum við Ísland IHF segir að allur leikmannahópur Grænhöfðaeyja og Brasilíu fari í smitpróf í dag, búið sé að senda Slóvena í smitpróf, og að portúgalski fjölmiðlamaðurinn hafi ekki verið á leiknum gegn Íslandi í gær heldur farið strax í einangrun. Grænhöfðaeyjar eiga að spila við Ungverjaland í kvöld, sinn fyrsta leik í sögu HM, og Brasilíumenn mæta Spánverjum í dag. Allir þátttakendur á HM sem og fjölmiðlamenn, starfsfólk á hótelum liðanna og fleiri, þurfa að fara í smitpróf reglulega. Einnig er skimað fyrir veirunni við komuna til Egyptalands og þar greindust níu jákvæð sýni eins og fyrr segir. Önnur sýni voru neikvæð. IHF segir að auk þess hafi nokkur smit greinst á meðal hótelstarfsfólks en það hafi verið áður en að liðin komu á hótelin og starfsfólkið hafi strax verið sett í einangrun.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira