„Ég get alveg séð það fyrir mér að eitthvert lið fari heim af HM“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2021 16:30 Goran Sogard Johannessen og félagar í norska landsliðinu töpuðu fyrsta leik sínum á HM og hafa auk þess verið mjög ósáttur með skipulag og smitvarnir mótsins. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Heimsmeistaramótið í handbolta í Egyptalandi var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi. Kórónuveirusmit hafa sett sinn svip á mótið síðustu daga. Tvö lið hafa þegar hætt við þátttöku á HM og þá hafa verið að greinast smit inn á hóteli mótsins í Kaíró. Norðmenn og Danir eru sérstaklega ósáttir með allt á sínu hóteli hafa gagnrýnt skipulagið á mótinu harðlega. Henry Birgir Gunnarsson fékk þá Guðjón Guðmundsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson til að ræða heimsmeistaramótið í handbolta og þar á meðal fóru þeir yfir smitvarnirnar hjá Egyptum. Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að það sé allt annað upp á teningnum hjá Egyptum en var hjá Dönum þegar þeir héldu Evrópumeistaramót kvenna í desember. Það mót gekk mjög vel en nú kemur hver fréttin á fætur annarri um að eitthvað sé að klikka hjá Egyptum. „Þetta virkar eiginlega þannig. Danir og Norðmenn halda áfram að mótmæla en um leið og Þýskaland og Frakkland bætast í hópinn þá er ballið búið,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Miðað við óánægjuna sem er í gangi, varðandi skipulagið og allt sem snertir smitprófin, sjáið þið fyrir ykkur að eitthvað lið leggi upp laupana og sendi bara liðið sitt heim,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Já. Ég get alveg séð það fyrir mér að eitthvert lið fari heim af HM. Liði sem gengur ekkert sérstaklega vel, leikmennirnir verða orðnir pirraðir og finnst þeim vera óöryggir. Þeir gæti alveg sagt: Stopp, ég tek ekki áhættuna á þessu því þetta er ekki þess virði,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Vandamálið er það að þetta snýst allt um peninga og fyrir þátttökuþjóðirnar líka. Menn munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir taka þá ákvörðun að snúa heim og hætta við þátttöku. Einfaldlega vegna þess að þeim verður refsað, þeir fá ekki að fara á næsta heimsmeistaramót og heima fyrir munu þeir ekki fá styrki til að reka samböndin. Þetta er afar snúið mál,“ sagði Guðjón. Íslenska liðið virðist þó vera á miklu betri hóteli og í miklu betra skipulagi en Norðmenn. Sem eru góðu fréttirnar fyrir strákana okkar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Sjá meira
Tvö lið hafa þegar hætt við þátttöku á HM og þá hafa verið að greinast smit inn á hóteli mótsins í Kaíró. Norðmenn og Danir eru sérstaklega ósáttir með allt á sínu hóteli hafa gagnrýnt skipulagið á mótinu harðlega. Henry Birgir Gunnarsson fékk þá Guðjón Guðmundsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson til að ræða heimsmeistaramótið í handbolta og þar á meðal fóru þeir yfir smitvarnirnar hjá Egyptum. Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að það sé allt annað upp á teningnum hjá Egyptum en var hjá Dönum þegar þeir héldu Evrópumeistaramót kvenna í desember. Það mót gekk mjög vel en nú kemur hver fréttin á fætur annarri um að eitthvað sé að klikka hjá Egyptum. „Þetta virkar eiginlega þannig. Danir og Norðmenn halda áfram að mótmæla en um leið og Þýskaland og Frakkland bætast í hópinn þá er ballið búið,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Miðað við óánægjuna sem er í gangi, varðandi skipulagið og allt sem snertir smitprófin, sjáið þið fyrir ykkur að eitthvað lið leggi upp laupana og sendi bara liðið sitt heim,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Já. Ég get alveg séð það fyrir mér að eitthvert lið fari heim af HM. Liði sem gengur ekkert sérstaklega vel, leikmennirnir verða orðnir pirraðir og finnst þeim vera óöryggir. Þeir gæti alveg sagt: Stopp, ég tek ekki áhættuna á þessu því þetta er ekki þess virði,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Vandamálið er það að þetta snýst allt um peninga og fyrir þátttökuþjóðirnar líka. Menn munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir taka þá ákvörðun að snúa heim og hætta við þátttöku. Einfaldlega vegna þess að þeim verður refsað, þeir fá ekki að fara á næsta heimsmeistaramót og heima fyrir munu þeir ekki fá styrki til að reka samböndin. Þetta er afar snúið mál,“ sagði Guðjón. Íslenska liðið virðist þó vera á miklu betri hóteli og í miklu betra skipulagi en Norðmenn. Sem eru góðu fréttirnar fyrir strákana okkar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Sjá meira