Sluppu síðast með skrekkinn gegn Alsír eftir martraðarbyrjun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2021 11:00 Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur gegn Alsír á HM 2005 og 2015. getty/Lars Baron Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Alsír í öðrum leik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland verður að vinna leikinn til að taka með sér tvö stig inn í milliriðla, að því gefnu að íslenska liðið vinni Marokkó á mánudaginn sem yfirgnæfandi líkur eru á. Alsír vann Marokkó á fimmtudaginn, 24-23, eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik, 8-15. Ísland tapaði hins vegar fyrir Portúgal, 25-23. Ísland og Alsír hafa fimm sinnum áður mæst á stórmótum; þrisvar sinnum á heimsmeistaramótum og tvisvar sinnum á Ólympíuleikum. Ísland vann fjóra þessara leikja og einu sinni varð jafntefli. Þá hafa liðin þrisvar sinnum mæst í vináttulandsleikjum. Þess má geta að fyrsti sigur Íslands undir stjórn Bogdans Kowalczyk var gegn Alsír, 29-22, í desember 1983. Ísland 19-15 Alsír, ÓL 1984 Á fyrsta stórmóti Íslands undir stjórns Bogdans, Ólympíuleikunum 1984, var Ísland í riðli með Alsír. Íslenska liðið átti í vandræðum með óhefðbundinn maður á mann varnarleik Alsíringa og sigurinn var torsóttur. Staðan í hálfleik var jöfn, 7-7, en Ísland komst í fyrsta sinn yfir, 14-13, þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Á endanum hafðist fjögurra marka sigur, 19-15. Íslendingar fylgdu því eftir með því að vinna Sviss í næsta leik. Ísland endaði að lokum í 6. sæti Ólympíuleikanna. Mörk Íslands: Sigurður Gunnarsson 6/3, Guðmundur Guðmundsson 4, Jakob Sigurðsson 3, Atli Hilmarsson 3, Kristján Arason 2/1, Þorgils Óttar Mathiesen 1, Alfreð Gíslason 1. Ísland 22-16 Alsír, ÓL 1988 Miklar væntingar voru gerðar til íslenska liðsins á Ólympíuleikunum í Seúl 1988 og mótið byrjaði vel hjá okkar mönnum, allavega hvað úrslitin varðaði. Ísland vann Bandaríkin, 22-15, í fyrsta leik og sigraði svo Alsír í öðrum leik sínum, 22-16. Íslenska liðið byrjaði illa og lenti 1-5 undir en vann sig síðan inn í leikinn og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 11-8. Ísland vann seinni hálfleikinn með sömu markatölu og leikinn með sex marka mun, 22-16. Kristján Arason skoraði átta mörk í leiknum. Hann var fjórði markahæsti leikmaður Ólympíuleikanna með 33 mörk. Sigurinn á Alsír var síðasti sigur Íslands á Ólympíuleikunum 1988 og strákarnir enduðu að lokum í 8. sæti. Nokkrum mánuðum síðar unnu þeir svo B-keppnina í Frakklandi og bjuggu þar að stífum undirbúningi fyrir Ólympíuleikana. Mörk Íslands: Kristján Arason 8/5, Sigurður Gunnarsson 5, Atli Hilmarsson 3, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Bjarki Sigurðsson 3. Ísland 27-27 Alsír, HM 1997 Íslendingar náðu sínum besta árangri á heimsmeistaramóti þegar þeir enduðu í 5. sæti á HM í Kumamoto í Japan 1997. Ísland lék níu leiki á mótinu, vann sjö, tapaði einum og gerði eitt jafntefli, við Alsír í 2. umferð riðlakeppninnar. Útlitið var dökkt þegar fimm mínútur voru eftir og Ísland þremur mörkum undir, 22-25. Íslendingar gáfust þó ekki upp og Valdimar Grímsson kom þeim yfir, 27-26, með sínu níunda marki. Alsíringar áttu hins vegar síðasta orðið og jöfnuðu í 27-27. Patrekur Jóhannesson skoraði reyndar af löngu færi í blálokin eftir það en leiktíminn reyndist runninn út og markið taldi því ekki. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 9/4, Gústaf Bjarnason 5, Patrekur Jóhannesson 5, Konráð Olavson 3, Ólafur Stefánsson 3, Júlíus Jónasson 2. Ísland 34-25 Alsír, HM 2005 Ísland mætti með mikið breytt lið til leiks á HM í Túnis 2005 og komst ekki áfram í millriðil. Niðurstaðan varð 15. sæti eftir tvo sigra, tvö töp og eitt jafntefli. Annar sigurinn kom gegn Alsír í lokaleik riðlakeppinnar, 34-25, en fyrir hann var ljóst að möguleikinn á að komast í milliriðil væri ekki lengur fyrir hendi. Íslenska liðið var mun sterkara í leiknum og var átta mörkum yfir í hálfleik, 14-11. Mestur varð munurinn tíu mörk en á endanum skildu níu mörk liðin að, 34-25. Birkir Ívar Guðmundsson varði átján skot og Íslendingar skoruðu fjölda marka úr hraðaupphlaupum þar sem Guðjón Valur Sigurðsson naut sín vel. Hann skoraði níu mörk og var markahæstur í íslenska liðinu. Ísland vann næstu fjóra leiki sína á HM en féll svo á grátlegan hátt út fyrir Ungverjalandi í átta liða úrslitum. Íslendingar unnu síðustu tvo leiki sína á mótinu og tryggði sér 5. sætið. Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Róbert Gunnarsson 7/1, Ólafur Stefánsson 5/2, Alexander Petersson 3, Vilhjálmur Halldórsson 2, Arnór Atlason 2, Einar Hólmgeirsson 2, Logi Geirsson 1, Dagur Sigurðsson 1, Markús Máni Michaelsson 1, Vignir Svavarsson 1. Ísland 32-24 Alsír, HM 2015 Íslendingar steinlágu fyrir Svíum, 24-16, í fyrsta leik sínum á HM í Katar 2015 og næsti leikur, gegn Alsíringum, byrjaði eins illa og mögulegt var. Alsír komst í 0-6 og fjórum mörkum yfir, 8-12, þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Ísland skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum fyrri hálfleiks og því var munurinn bara eitt mark að honum loknum, 12-13. Í seinni hálfleik var allt að sjá til íslenska liðsins sem keyrði yfir það alsírska. Ísland vann seinni hálfleikinn, 20-11, og leikinn með átta marka mun, 32-24. „Við vorum bara að grínast með þessa byrjun. Hún var bara djók til að hlaða smá spennu í þetta," sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson léttur í bragði í samtali við Vísi eftir sigurinn á Alsír. Ísland gerði jafntefli við Frakkland í næsta leik, 26-26, en fékk svo skell gegn Tékklandi, 36-25, í leiknum þar á eftir. Ísland tryggði sér svo sæti í sextán liða úrslitum með sigri á Egyptalandi, 28-25, í lokaleik riðlakeppninnar. Í sextán liða úrslitunum stöðvuðu Danirnir hans Guðmundar Guðmundssonar síðan frekari för Íslendinga með 30-25 sigri. Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8, Aron Pálmarsson 7, Alexander Petersson 6, Róbert Gunnarsson 4, Arnór Þór Gunnarsson 2, Vignir Svavarsson 2, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. HM 2021 í handbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Ísland verður að vinna leikinn til að taka með sér tvö stig inn í milliriðla, að því gefnu að íslenska liðið vinni Marokkó á mánudaginn sem yfirgnæfandi líkur eru á. Alsír vann Marokkó á fimmtudaginn, 24-23, eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik, 8-15. Ísland tapaði hins vegar fyrir Portúgal, 25-23. Ísland og Alsír hafa fimm sinnum áður mæst á stórmótum; þrisvar sinnum á heimsmeistaramótum og tvisvar sinnum á Ólympíuleikum. Ísland vann fjóra þessara leikja og einu sinni varð jafntefli. Þá hafa liðin þrisvar sinnum mæst í vináttulandsleikjum. Þess má geta að fyrsti sigur Íslands undir stjórn Bogdans Kowalczyk var gegn Alsír, 29-22, í desember 1983. Ísland 19-15 Alsír, ÓL 1984 Á fyrsta stórmóti Íslands undir stjórns Bogdans, Ólympíuleikunum 1984, var Ísland í riðli með Alsír. Íslenska liðið átti í vandræðum með óhefðbundinn maður á mann varnarleik Alsíringa og sigurinn var torsóttur. Staðan í hálfleik var jöfn, 7-7, en Ísland komst í fyrsta sinn yfir, 14-13, þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Á endanum hafðist fjögurra marka sigur, 19-15. Íslendingar fylgdu því eftir með því að vinna Sviss í næsta leik. Ísland endaði að lokum í 6. sæti Ólympíuleikanna. Mörk Íslands: Sigurður Gunnarsson 6/3, Guðmundur Guðmundsson 4, Jakob Sigurðsson 3, Atli Hilmarsson 3, Kristján Arason 2/1, Þorgils Óttar Mathiesen 1, Alfreð Gíslason 1. Ísland 22-16 Alsír, ÓL 1988 Miklar væntingar voru gerðar til íslenska liðsins á Ólympíuleikunum í Seúl 1988 og mótið byrjaði vel hjá okkar mönnum, allavega hvað úrslitin varðaði. Ísland vann Bandaríkin, 22-15, í fyrsta leik og sigraði svo Alsír í öðrum leik sínum, 22-16. Íslenska liðið byrjaði illa og lenti 1-5 undir en vann sig síðan inn í leikinn og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 11-8. Ísland vann seinni hálfleikinn með sömu markatölu og leikinn með sex marka mun, 22-16. Kristján Arason skoraði átta mörk í leiknum. Hann var fjórði markahæsti leikmaður Ólympíuleikanna með 33 mörk. Sigurinn á Alsír var síðasti sigur Íslands á Ólympíuleikunum 1988 og strákarnir enduðu að lokum í 8. sæti. Nokkrum mánuðum síðar unnu þeir svo B-keppnina í Frakklandi og bjuggu þar að stífum undirbúningi fyrir Ólympíuleikana. Mörk Íslands: Kristján Arason 8/5, Sigurður Gunnarsson 5, Atli Hilmarsson 3, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Bjarki Sigurðsson 3. Ísland 27-27 Alsír, HM 1997 Íslendingar náðu sínum besta árangri á heimsmeistaramóti þegar þeir enduðu í 5. sæti á HM í Kumamoto í Japan 1997. Ísland lék níu leiki á mótinu, vann sjö, tapaði einum og gerði eitt jafntefli, við Alsír í 2. umferð riðlakeppninnar. Útlitið var dökkt þegar fimm mínútur voru eftir og Ísland þremur mörkum undir, 22-25. Íslendingar gáfust þó ekki upp og Valdimar Grímsson kom þeim yfir, 27-26, með sínu níunda marki. Alsíringar áttu hins vegar síðasta orðið og jöfnuðu í 27-27. Patrekur Jóhannesson skoraði reyndar af löngu færi í blálokin eftir það en leiktíminn reyndist runninn út og markið taldi því ekki. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 9/4, Gústaf Bjarnason 5, Patrekur Jóhannesson 5, Konráð Olavson 3, Ólafur Stefánsson 3, Júlíus Jónasson 2. Ísland 34-25 Alsír, HM 2005 Ísland mætti með mikið breytt lið til leiks á HM í Túnis 2005 og komst ekki áfram í millriðil. Niðurstaðan varð 15. sæti eftir tvo sigra, tvö töp og eitt jafntefli. Annar sigurinn kom gegn Alsír í lokaleik riðlakeppinnar, 34-25, en fyrir hann var ljóst að möguleikinn á að komast í milliriðil væri ekki lengur fyrir hendi. Íslenska liðið var mun sterkara í leiknum og var átta mörkum yfir í hálfleik, 14-11. Mestur varð munurinn tíu mörk en á endanum skildu níu mörk liðin að, 34-25. Birkir Ívar Guðmundsson varði átján skot og Íslendingar skoruðu fjölda marka úr hraðaupphlaupum þar sem Guðjón Valur Sigurðsson naut sín vel. Hann skoraði níu mörk og var markahæstur í íslenska liðinu. Ísland vann næstu fjóra leiki sína á HM en féll svo á grátlegan hátt út fyrir Ungverjalandi í átta liða úrslitum. Íslendingar unnu síðustu tvo leiki sína á mótinu og tryggði sér 5. sætið. Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Róbert Gunnarsson 7/1, Ólafur Stefánsson 5/2, Alexander Petersson 3, Vilhjálmur Halldórsson 2, Arnór Atlason 2, Einar Hólmgeirsson 2, Logi Geirsson 1, Dagur Sigurðsson 1, Markús Máni Michaelsson 1, Vignir Svavarsson 1. Ísland 32-24 Alsír, HM 2015 Íslendingar steinlágu fyrir Svíum, 24-16, í fyrsta leik sínum á HM í Katar 2015 og næsti leikur, gegn Alsíringum, byrjaði eins illa og mögulegt var. Alsír komst í 0-6 og fjórum mörkum yfir, 8-12, þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Ísland skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum fyrri hálfleiks og því var munurinn bara eitt mark að honum loknum, 12-13. Í seinni hálfleik var allt að sjá til íslenska liðsins sem keyrði yfir það alsírska. Ísland vann seinni hálfleikinn, 20-11, og leikinn með átta marka mun, 32-24. „Við vorum bara að grínast með þessa byrjun. Hún var bara djók til að hlaða smá spennu í þetta," sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson léttur í bragði í samtali við Vísi eftir sigurinn á Alsír. Ísland gerði jafntefli við Frakkland í næsta leik, 26-26, en fékk svo skell gegn Tékklandi, 36-25, í leiknum þar á eftir. Ísland tryggði sér svo sæti í sextán liða úrslitum með sigri á Egyptalandi, 28-25, í lokaleik riðlakeppninnar. Í sextán liða úrslitunum stöðvuðu Danirnir hans Guðmundar Guðmundssonar síðan frekari för Íslendinga með 30-25 sigri. Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8, Aron Pálmarsson 7, Alexander Petersson 6, Róbert Gunnarsson 4, Arnór Þór Gunnarsson 2, Vignir Svavarsson 2, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.
HM 2021 í handbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti