Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2021 23:26 Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. Getty/Diego Ibarra Sanchez Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. Rétt rúmt ár er liðið frá því að fyrsta kórónuveirutilfellið greindist í kínversku borginni Wuhan og tæpir ellefu mánuðir frá því að fyrsta tilfellið greindist hér á landi. Víða hafa bólusetningar gegn veirunni hafist, þar á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ísrael, Kanada, Íslandi og fleiri Evrópuríkjum. Þau ríki eiga það samt flest sameiginlegt að vera meðal ríkustu ríkja heims en í þeim fátækari spá sérfræðingar öðru hörmungarári. Til að mynda hefur Mexíkó aðeins fengið afhenta fimmhundruð þúsund skammta af bóluefni gegn veirunni en þar í landi búa rúmlega 130 milljón manns. Af þeim 50 ríkjum sem þegar hafa hafið bólusetningar eru 41 hátekjuríki, átta teljast til miðjunnar og eitt til lágtekjuríkja. Þegar þetta er skrifað hafa 35 milljón skammtar, af hinum ýmsu covid-19 bóluefnum, verið gefnir almenningi. Flestir eiga eftir að fá annan skammt af bóluefninu en þau þarf flest að gefa í tveimur skömmtum. Dr. Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir ólíklegt að heimurinn nái hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Eins og reynslan hafi sýnt dugi það ekki til að ná tökum á veirunni á nokkrum stöðum til þess að það beri árangur fyrir heiminn allan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ferðamenn þurfa að sýna fram á neikvætt covid-próf áður en þeir fara til Bretlands Bretlandsstjórn ákvað í dag að skylda ferðamenn frá öllum ríkjum í skimun. Koma ferðamanna frá Suður-Ameríku var hins vegar bönnuð vegna nýs brasilísks afbrigðis kórónuveirunnar. 15. janúar 2021 22:41 Segir nýjar reglur á landamærum auka fyrirsjáanleika í ferðaþjónustu Áætlun stjórnvalda um að koma á litakóðakerfi á landamærunum eykur fyrirsjánaleika ferðaþjónustunnar fyrir sumarið. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það mikilvægt skref að búið sé að svara ákalli ferðaþjónustunnar. 15. janúar 2021 18:48 Bólusetningarvottorð tekin gild á landamærum Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu vinnuhóps um vottorð, þess efnis að bólusetningarvottorð sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og gefin eru út í EES/EFTA-ríki, verði tekin gild á landamærum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 15:27 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Rétt rúmt ár er liðið frá því að fyrsta kórónuveirutilfellið greindist í kínversku borginni Wuhan og tæpir ellefu mánuðir frá því að fyrsta tilfellið greindist hér á landi. Víða hafa bólusetningar gegn veirunni hafist, þar á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ísrael, Kanada, Íslandi og fleiri Evrópuríkjum. Þau ríki eiga það samt flest sameiginlegt að vera meðal ríkustu ríkja heims en í þeim fátækari spá sérfræðingar öðru hörmungarári. Til að mynda hefur Mexíkó aðeins fengið afhenta fimmhundruð þúsund skammta af bóluefni gegn veirunni en þar í landi búa rúmlega 130 milljón manns. Af þeim 50 ríkjum sem þegar hafa hafið bólusetningar eru 41 hátekjuríki, átta teljast til miðjunnar og eitt til lágtekjuríkja. Þegar þetta er skrifað hafa 35 milljón skammtar, af hinum ýmsu covid-19 bóluefnum, verið gefnir almenningi. Flestir eiga eftir að fá annan skammt af bóluefninu en þau þarf flest að gefa í tveimur skömmtum. Dr. Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir ólíklegt að heimurinn nái hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Eins og reynslan hafi sýnt dugi það ekki til að ná tökum á veirunni á nokkrum stöðum til þess að það beri árangur fyrir heiminn allan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ferðamenn þurfa að sýna fram á neikvætt covid-próf áður en þeir fara til Bretlands Bretlandsstjórn ákvað í dag að skylda ferðamenn frá öllum ríkjum í skimun. Koma ferðamanna frá Suður-Ameríku var hins vegar bönnuð vegna nýs brasilísks afbrigðis kórónuveirunnar. 15. janúar 2021 22:41 Segir nýjar reglur á landamærum auka fyrirsjáanleika í ferðaþjónustu Áætlun stjórnvalda um að koma á litakóðakerfi á landamærunum eykur fyrirsjánaleika ferðaþjónustunnar fyrir sumarið. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það mikilvægt skref að búið sé að svara ákalli ferðaþjónustunnar. 15. janúar 2021 18:48 Bólusetningarvottorð tekin gild á landamærum Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu vinnuhóps um vottorð, þess efnis að bólusetningarvottorð sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og gefin eru út í EES/EFTA-ríki, verði tekin gild á landamærum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 15:27 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Ferðamenn þurfa að sýna fram á neikvætt covid-próf áður en þeir fara til Bretlands Bretlandsstjórn ákvað í dag að skylda ferðamenn frá öllum ríkjum í skimun. Koma ferðamanna frá Suður-Ameríku var hins vegar bönnuð vegna nýs brasilísks afbrigðis kórónuveirunnar. 15. janúar 2021 22:41
Segir nýjar reglur á landamærum auka fyrirsjáanleika í ferðaþjónustu Áætlun stjórnvalda um að koma á litakóðakerfi á landamærunum eykur fyrirsjánaleika ferðaþjónustunnar fyrir sumarið. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það mikilvægt skref að búið sé að svara ákalli ferðaþjónustunnar. 15. janúar 2021 18:48
Bólusetningarvottorð tekin gild á landamærum Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu vinnuhóps um vottorð, þess efnis að bólusetningarvottorð sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og gefin eru út í EES/EFTA-ríki, verði tekin gild á landamærum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 15:27