„Stundum er maður kýldur í síðuna tuttugu metrum frá boltanum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2021 11:46 Ásgeir Örn Hallgrímsson. Vísir/EPA Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður og nú spekingur Seinni bylgjunnar, segir að leikmenn Alsír taki upp á alls kyns brögðum til þess að koma hinu liðinu úr jafnvægi. Ísland mætir Alsír í dag á HM í Egyptalandi. Alsír hafði betur með einu marki fyrir Marokkó á meðan Ísland tapaði fyrir Portúgal. Stigin í dag eru því ansi mikilvæg og rætt var um leikinn í dag, í hlaðvarpinu Sportið í dag á föstudaginn. „Þetta eru alltaf mjög erfiðir leikir. Þetta er annað tempó og þeir gera öðruvísi hluti. Það kemur stundum bara eitthvað fautabrot sem þú ert bara: Hvað ertu að gera við mig? Þetta tíðkast ekki hjá okkur. Þú veist ekkert hvað er að gerast,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er gegnum gangandi í leiknum hjá þeim. Sóknarleikurinn er oft að mér finnst óskynsamlegur. Stundum dettur allt með þeim og það sem maður er hræddur við er að þeir eru snöggir og líkamlega sterkir, hvort að við séum að fara vinna maður á mann.“ Guðjón Guðmundsson, Gaupi, segir að það sé mikilvægt að fá alvöru markvörslu og auðveld mörk í dag. „Lykillinn gegn Alsír er fyrst og fremst varnarleikur og hraðaupphlaup. Ég held að það sé algjör lykill á móti Alsír. Þú þarft að fá markvörslu. Ef við náum að stilla upp á teig á móti þeim þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ „Þú verður að spila góða vörn og fá auðveldu mörkin til að brjóta þá á bak aftur. Ef að það tekst ekki og þú ert í jöfnum leik í kannski fjörutíu mínútur, þá eru þeir stórhættulegir,“ sagði Gaupi. Ásgeir Örn tók aftur við. „Það eru bara tvö stig sem skipta máli og þú verður að klára þetta. Þú verður að hafa þetta hugarfar allan leikinn. Stundum er maður kýldur í síðuna tuttugu metrum frá boltanum og þú ert bara svo hissa að þú finnur ekki fyrir því,“ sagði Ásgeir Örn. Umræðuna má heyra eftir tuttugu og fimm mínútur. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Sluppu síðast með skrekkinn gegn Alsír eftir martraðarbyrjun Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Alsír í öðrum leik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 16. janúar 2021 11:00 Þetta er svona næstum því skylduverkefni Ísland mætir Alsír á HM í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Ekkert nema sigur kemur til greina eftir slæmt tap gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins. Jóhann Gunnar Einarsson, Seinni bylgjunnar, segir að um næstum því skylduverkefni sé að ræða. 16. janúar 2021 09:02 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Sjá meira
Alsír hafði betur með einu marki fyrir Marokkó á meðan Ísland tapaði fyrir Portúgal. Stigin í dag eru því ansi mikilvæg og rætt var um leikinn í dag, í hlaðvarpinu Sportið í dag á föstudaginn. „Þetta eru alltaf mjög erfiðir leikir. Þetta er annað tempó og þeir gera öðruvísi hluti. Það kemur stundum bara eitthvað fautabrot sem þú ert bara: Hvað ertu að gera við mig? Þetta tíðkast ekki hjá okkur. Þú veist ekkert hvað er að gerast,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er gegnum gangandi í leiknum hjá þeim. Sóknarleikurinn er oft að mér finnst óskynsamlegur. Stundum dettur allt með þeim og það sem maður er hræddur við er að þeir eru snöggir og líkamlega sterkir, hvort að við séum að fara vinna maður á mann.“ Guðjón Guðmundsson, Gaupi, segir að það sé mikilvægt að fá alvöru markvörslu og auðveld mörk í dag. „Lykillinn gegn Alsír er fyrst og fremst varnarleikur og hraðaupphlaup. Ég held að það sé algjör lykill á móti Alsír. Þú þarft að fá markvörslu. Ef við náum að stilla upp á teig á móti þeim þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ „Þú verður að spila góða vörn og fá auðveldu mörkin til að brjóta þá á bak aftur. Ef að það tekst ekki og þú ert í jöfnum leik í kannski fjörutíu mínútur, þá eru þeir stórhættulegir,“ sagði Gaupi. Ásgeir Örn tók aftur við. „Það eru bara tvö stig sem skipta máli og þú verður að klára þetta. Þú verður að hafa þetta hugarfar allan leikinn. Stundum er maður kýldur í síðuna tuttugu metrum frá boltanum og þú ert bara svo hissa að þú finnur ekki fyrir því,“ sagði Ásgeir Örn. Umræðuna má heyra eftir tuttugu og fimm mínútur.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Sluppu síðast með skrekkinn gegn Alsír eftir martraðarbyrjun Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Alsír í öðrum leik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 16. janúar 2021 11:00 Þetta er svona næstum því skylduverkefni Ísland mætir Alsír á HM í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Ekkert nema sigur kemur til greina eftir slæmt tap gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins. Jóhann Gunnar Einarsson, Seinni bylgjunnar, segir að um næstum því skylduverkefni sé að ræða. 16. janúar 2021 09:02 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Sjá meira
Sluppu síðast með skrekkinn gegn Alsír eftir martraðarbyrjun Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Alsír í öðrum leik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 16. janúar 2021 11:00
Þetta er svona næstum því skylduverkefni Ísland mætir Alsír á HM í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Ekkert nema sigur kemur til greina eftir slæmt tap gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins. Jóhann Gunnar Einarsson, Seinni bylgjunnar, segir að um næstum því skylduverkefni sé að ræða. 16. janúar 2021 09:02