„Stundum er maður kýldur í síðuna tuttugu metrum frá boltanum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2021 11:46 Ásgeir Örn Hallgrímsson. Vísir/EPA Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður og nú spekingur Seinni bylgjunnar, segir að leikmenn Alsír taki upp á alls kyns brögðum til þess að koma hinu liðinu úr jafnvægi. Ísland mætir Alsír í dag á HM í Egyptalandi. Alsír hafði betur með einu marki fyrir Marokkó á meðan Ísland tapaði fyrir Portúgal. Stigin í dag eru því ansi mikilvæg og rætt var um leikinn í dag, í hlaðvarpinu Sportið í dag á föstudaginn. „Þetta eru alltaf mjög erfiðir leikir. Þetta er annað tempó og þeir gera öðruvísi hluti. Það kemur stundum bara eitthvað fautabrot sem þú ert bara: Hvað ertu að gera við mig? Þetta tíðkast ekki hjá okkur. Þú veist ekkert hvað er að gerast,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er gegnum gangandi í leiknum hjá þeim. Sóknarleikurinn er oft að mér finnst óskynsamlegur. Stundum dettur allt með þeim og það sem maður er hræddur við er að þeir eru snöggir og líkamlega sterkir, hvort að við séum að fara vinna maður á mann.“ Guðjón Guðmundsson, Gaupi, segir að það sé mikilvægt að fá alvöru markvörslu og auðveld mörk í dag. „Lykillinn gegn Alsír er fyrst og fremst varnarleikur og hraðaupphlaup. Ég held að það sé algjör lykill á móti Alsír. Þú þarft að fá markvörslu. Ef við náum að stilla upp á teig á móti þeim þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ „Þú verður að spila góða vörn og fá auðveldu mörkin til að brjóta þá á bak aftur. Ef að það tekst ekki og þú ert í jöfnum leik í kannski fjörutíu mínútur, þá eru þeir stórhættulegir,“ sagði Gaupi. Ásgeir Örn tók aftur við. „Það eru bara tvö stig sem skipta máli og þú verður að klára þetta. Þú verður að hafa þetta hugarfar allan leikinn. Stundum er maður kýldur í síðuna tuttugu metrum frá boltanum og þú ert bara svo hissa að þú finnur ekki fyrir því,“ sagði Ásgeir Örn. Umræðuna má heyra eftir tuttugu og fimm mínútur. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Sluppu síðast með skrekkinn gegn Alsír eftir martraðarbyrjun Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Alsír í öðrum leik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 16. janúar 2021 11:00 Þetta er svona næstum því skylduverkefni Ísland mætir Alsír á HM í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Ekkert nema sigur kemur til greina eftir slæmt tap gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins. Jóhann Gunnar Einarsson, Seinni bylgjunnar, segir að um næstum því skylduverkefni sé að ræða. 16. janúar 2021 09:02 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Alsír hafði betur með einu marki fyrir Marokkó á meðan Ísland tapaði fyrir Portúgal. Stigin í dag eru því ansi mikilvæg og rætt var um leikinn í dag, í hlaðvarpinu Sportið í dag á föstudaginn. „Þetta eru alltaf mjög erfiðir leikir. Þetta er annað tempó og þeir gera öðruvísi hluti. Það kemur stundum bara eitthvað fautabrot sem þú ert bara: Hvað ertu að gera við mig? Þetta tíðkast ekki hjá okkur. Þú veist ekkert hvað er að gerast,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er gegnum gangandi í leiknum hjá þeim. Sóknarleikurinn er oft að mér finnst óskynsamlegur. Stundum dettur allt með þeim og það sem maður er hræddur við er að þeir eru snöggir og líkamlega sterkir, hvort að við séum að fara vinna maður á mann.“ Guðjón Guðmundsson, Gaupi, segir að það sé mikilvægt að fá alvöru markvörslu og auðveld mörk í dag. „Lykillinn gegn Alsír er fyrst og fremst varnarleikur og hraðaupphlaup. Ég held að það sé algjör lykill á móti Alsír. Þú þarft að fá markvörslu. Ef við náum að stilla upp á teig á móti þeim þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ „Þú verður að spila góða vörn og fá auðveldu mörkin til að brjóta þá á bak aftur. Ef að það tekst ekki og þú ert í jöfnum leik í kannski fjörutíu mínútur, þá eru þeir stórhættulegir,“ sagði Gaupi. Ásgeir Örn tók aftur við. „Það eru bara tvö stig sem skipta máli og þú verður að klára þetta. Þú verður að hafa þetta hugarfar allan leikinn. Stundum er maður kýldur í síðuna tuttugu metrum frá boltanum og þú ert bara svo hissa að þú finnur ekki fyrir því,“ sagði Ásgeir Örn. Umræðuna má heyra eftir tuttugu og fimm mínútur.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Sluppu síðast með skrekkinn gegn Alsír eftir martraðarbyrjun Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Alsír í öðrum leik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 16. janúar 2021 11:00 Þetta er svona næstum því skylduverkefni Ísland mætir Alsír á HM í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Ekkert nema sigur kemur til greina eftir slæmt tap gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins. Jóhann Gunnar Einarsson, Seinni bylgjunnar, segir að um næstum því skylduverkefni sé að ræða. 16. janúar 2021 09:02 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Sluppu síðast með skrekkinn gegn Alsír eftir martraðarbyrjun Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Alsír í öðrum leik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 16. janúar 2021 11:00
Þetta er svona næstum því skylduverkefni Ísland mætir Alsír á HM í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Ekkert nema sigur kemur til greina eftir slæmt tap gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins. Jóhann Gunnar Einarsson, Seinni bylgjunnar, segir að um næstum því skylduverkefni sé að ræða. 16. janúar 2021 09:02