Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur í körfu­boltanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson mætir uppeldisfélaginu í fyrsta sinn í kvöld eftir skiptin yfir á Hlíðarenda.
Jón Arnór Stefánsson mætir uppeldisfélaginu í fyrsta sinn í kvöld eftir skiptin yfir á Hlíðarenda. vísir/vilhelm

Mánudagurinn 18. janúar er runninn upp og það eru átta beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Fótbolti, körfubolti, handbolti og rafíþróttir.

Dagurinn hefst klukkan 16.45 er Seinni bylgja kvenna gerir upp umferðina sem fór fram um helgina. Svava Kristín Grétarsdóttir og spekingar hennar rýna í fyrstu umferðina eftir kórónuveiruhlé.

Klukkan 17.00 er það leikur New York Knicks og Orlando Magic og þremur korterum síðar hefst upphitun Domino’s Körfuboltakvölds fyrir leiki kvöldsins.

Haukar mæta Keflavík á Ásvöllum klukkan 18.15 og klukkan 20.15 er það stórleikur Vals og KR en margir leikmenn Vals hafa leikið fyrir KR og gert það gott á síðustu árum.

Topplið ítalska boltans, AC Milan mætir Cagliari á heimavelli klukkan 19.45, og síðasta en ekki sísta beina útsending dagsins er Domino’s Körfuboltakvöld þar sem þeir gera upp aðra umferðina eftir COVID-hléið langa.

Allar beinar útsendingar dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×