„Stórkostlega útfært og ekki einfalt, ef menn halda það“ Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2021 21:32 Guðmundur Guðmundsson hélt sínum mönnum á tánum allan leikinn í kvöld. EPA-EFE/Khaled Elfiqi „Þetta var frábærlega leikinn leikur hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir risasigurinn á Alsír á HM í handbolta í kvöld. Landsliðsþjálfarinn hafði ekki yfir neinu að kvarta í viðtali við RÚV eftir algjörlega frábæra frammistöðu íslenska liðsins í 39-24 sigri: „Ég fann það einhvern veginn í dag að leikmenn voru mjög vel stemmdir. Það var frábær stemning og vilji í liðinu og við erum að fylgja eftir þessum varnarleik sem við erum búnir að sýna í síðustu leikjum gegn Portúgal, gríðarlega sterka vörn, og við fengum góða markvörslu í dag. Sóknarleikurinn gekk frábærlega. Hann var mjög vel útfærður, agaður. Við spiluðum ekki mörg kerfi en gerðum það sem við ætluðum okkur og gerðum það mjög, mjög vel,“ sagði Guðmundur, sem var duglegur að gera breytingar á liði sínu út allan leikinn og allir lögðu sín lóð á vogarskálarnar. Ekki orðlaus í hálfleik en vildi halda mönnum heitum „Þetta er bara stórkostlega vel útfært og ekkert einfalt ef menn halda það. Þetta lið er erfiður andstæðingur að öllu jöfnu. Varnarleikurinn var bara frábær. Við fengum vörslu og hraðaupphlaup í kjölfarið en það er ekkert einfalt að halda þessu í tíu mörkum í svona leik. Útfærslan á leiknum, af hálfu drengjanna, var frábær. Við fáum inn menn núna með mjög góða innkomu, sem var mjög ánægjulegt, að fá meiri breidd í liðið. Við spiluðum svolítið á það,“ sagði Guðmundur við RÚV. Strákarnir okkar voru kampakátir eftir leikinn í kvöld.EPA-EFE/Khaled Elfiqi Athygli vakti hve stuttan tíma Ísland nýtti inni í búningsklefa í hálfleik. Var Guðmundur orðlaus? „Nei, alls ekki. Við fórum yfir hlutina og lögðum áherslu á að við ætluðum að byrja á fullu. Ekki slaka neitt á. Hvert mark telur. Ég vildi fá stutta upphitun í gang svo að menn væru komnir inn í seinni hálfleikinn á fullu. Stundum tekur langan tíma að komast í gang þegar svona miklu munar í hálfleik, en við lögðum upp með að byrja af fullu og klára þetta með stæl,“ sagði þjálfarinn. Lítið búnir að æfa að sækja gegn svona vörn Framundan er leikur við aðra Afríkuþjóð, Marokkó, á mánudagskvöld og undirbúningurinn fyrir leikinn í kvöld gæti vel nýst áfram þar: „Við vorum lítið búnir að æfa á móti þessari framliggjandi vörn, fórum yfir þetta í gær og höfðum bara rúman klukkutíma til þess. Við fórum bara yfir hvernig við ætluðum að spila, og ætluðum ekki að flækja hlutina mikið heldur spila ákveðnar innleysingar og gera svo árásir á þá. Þetta gekk fullkomlega upp og vonandi getum við tekið það með inn í næsta leik. Þar getum við mætt andstæðingi sem spilar vörnina enn framar, svokallaða 3-3 vörn, og maður verður að vera klár í slaginn. Það þarf að gíra sig upp í svona leiki. Við sjáum líka árásirnar frá þeim. Þeir koma á vaðandi siglingu og það er ekkert einfalt að stoppa þetta. Í dag gekk það frábærlega,“ sagði Guðmundur. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn hafði ekki yfir neinu að kvarta í viðtali við RÚV eftir algjörlega frábæra frammistöðu íslenska liðsins í 39-24 sigri: „Ég fann það einhvern veginn í dag að leikmenn voru mjög vel stemmdir. Það var frábær stemning og vilji í liðinu og við erum að fylgja eftir þessum varnarleik sem við erum búnir að sýna í síðustu leikjum gegn Portúgal, gríðarlega sterka vörn, og við fengum góða markvörslu í dag. Sóknarleikurinn gekk frábærlega. Hann var mjög vel útfærður, agaður. Við spiluðum ekki mörg kerfi en gerðum það sem við ætluðum okkur og gerðum það mjög, mjög vel,“ sagði Guðmundur, sem var duglegur að gera breytingar á liði sínu út allan leikinn og allir lögðu sín lóð á vogarskálarnar. Ekki orðlaus í hálfleik en vildi halda mönnum heitum „Þetta er bara stórkostlega vel útfært og ekkert einfalt ef menn halda það. Þetta lið er erfiður andstæðingur að öllu jöfnu. Varnarleikurinn var bara frábær. Við fengum vörslu og hraðaupphlaup í kjölfarið en það er ekkert einfalt að halda þessu í tíu mörkum í svona leik. Útfærslan á leiknum, af hálfu drengjanna, var frábær. Við fáum inn menn núna með mjög góða innkomu, sem var mjög ánægjulegt, að fá meiri breidd í liðið. Við spiluðum svolítið á það,“ sagði Guðmundur við RÚV. Strákarnir okkar voru kampakátir eftir leikinn í kvöld.EPA-EFE/Khaled Elfiqi Athygli vakti hve stuttan tíma Ísland nýtti inni í búningsklefa í hálfleik. Var Guðmundur orðlaus? „Nei, alls ekki. Við fórum yfir hlutina og lögðum áherslu á að við ætluðum að byrja á fullu. Ekki slaka neitt á. Hvert mark telur. Ég vildi fá stutta upphitun í gang svo að menn væru komnir inn í seinni hálfleikinn á fullu. Stundum tekur langan tíma að komast í gang þegar svona miklu munar í hálfleik, en við lögðum upp með að byrja af fullu og klára þetta með stæl,“ sagði þjálfarinn. Lítið búnir að æfa að sækja gegn svona vörn Framundan er leikur við aðra Afríkuþjóð, Marokkó, á mánudagskvöld og undirbúningurinn fyrir leikinn í kvöld gæti vel nýst áfram þar: „Við vorum lítið búnir að æfa á móti þessari framliggjandi vörn, fórum yfir þetta í gær og höfðum bara rúman klukkutíma til þess. Við fórum bara yfir hvernig við ætluðum að spila, og ætluðum ekki að flækja hlutina mikið heldur spila ákveðnar innleysingar og gera svo árásir á þá. Þetta gekk fullkomlega upp og vonandi getum við tekið það með inn í næsta leik. Þar getum við mætt andstæðingi sem spilar vörnina enn framar, svokallaða 3-3 vörn, og maður verður að vera klár í slaginn. Það þarf að gíra sig upp í svona leiki. Við sjáum líka árásirnar frá þeim. Þeir koma á vaðandi siglingu og það er ekkert einfalt að stoppa þetta. Í dag gekk það frábærlega,“ sagði Guðmundur.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti