Gísli Þorgeir: Þetta var ógeðslega gaman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2021 21:33 Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar eftir leikinn með samherjum sínum. epa/Khaled Elfiqi Hljóðið var gott í Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir stórsigurinn á Alsír, 24-39, á HM í Egyptalandi í kvöld. „Þetta var ótrúlega vel útfærður leikur hjá okkur. Það var sama hvort þeir spiluðu 3-3 eða 6-0 vörn. Við vorum með lausnir við öllu. Varnarleikurinn varð svo alltaf betri og betri. Þetta var flottur leikur hjá okkur á alla vegu,“ sagði Gísli við Vísi eftir leikinn. Sóknarleikur Íslands í fyrri hálfleik var svo gott sem fullkominn. Liðið skoraði 22 mörk úr 23 skotum og tapaði boltanum aðeins einu sinni. „Við létum boltann fljóta vel og komum samherjum í betri stöður. Það er það sem handbolti gengur út á, að búa til betri stöður fyrir næsta mann og taka réttu færin sem bjóðast. Mér fannst við gera það ótrúlega vel í leiknum,“ sagði Gísli. „Mér fannst við vera yfirvegaðir og njóta þess að spila, það var ekkert stress. Það má ekki gleyma því að við erum á heimsmeistaramóti og verðum líka að njóta þess að spila handbolta. Mér fannst við gera það og þetta var ógeðslega gaman. Svona á þetta að vera.“ Gísla fannst þó ekki vera annað hugarfar í íslenska liðinu í kvöld en í leiknum gegn Portúgal á fimmtudaginn. „Hugarfarið var ótrúlega gott. Við vorum allir vel innstilltir fyrir leikinn. Við vissum að við gætum lent í vandræðum með þessi lið. Það á alls ekki að vera sjálfgefið að skora 22 mörk í fyrri hálfleik á HM. Portúgal var til dæmis í stökustu vandræðum með Marokkó framan af fyrr í dag,“ sagði Gísli. „Við komum í árásirnar á fullu og það var ekkert hik á okkur. Ef einhver fór einn á einn var alltaf annar leikmaður mættur fyrir aftan í klippingu. Við hreyfðum okkur vel án bolta og rykkingarnar hjá línumönnunum voru góðar. Flæðið og tempóið var mjög gott.“ HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Stórkostlega útfært og ekki einfalt, ef menn halda það“ „Þetta var frábærlega leikinn leikur hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir risasigurinn á Alsír á HM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2021 21:32 Fátt skemmtilegra en að spila fyrir landsliðið Björgvin Páll Gústavsson kom inn í mark Íslands og átti fínan leik er Ísland gjörsigraði Alsír á HM í handbolta, lokatölur 39-23. Björgvin Páll varði sextán skot og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark. 16. janúar 2021 21:24 Twitter: Bjarki Már stal senunni gegn Alsír Fyrsti sigur Íslands á HM í handbolta kom í kvöld er liðið lagði Alsír örugglega. Íslenska liðið var tólf mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 22-10. Fór það svo að Ísland vann leikinn með fimmtán marka mun, lokatölur 39-24 Íslandi í vil. 16. janúar 2021 21:10 Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
„Þetta var ótrúlega vel útfærður leikur hjá okkur. Það var sama hvort þeir spiluðu 3-3 eða 6-0 vörn. Við vorum með lausnir við öllu. Varnarleikurinn varð svo alltaf betri og betri. Þetta var flottur leikur hjá okkur á alla vegu,“ sagði Gísli við Vísi eftir leikinn. Sóknarleikur Íslands í fyrri hálfleik var svo gott sem fullkominn. Liðið skoraði 22 mörk úr 23 skotum og tapaði boltanum aðeins einu sinni. „Við létum boltann fljóta vel og komum samherjum í betri stöður. Það er það sem handbolti gengur út á, að búa til betri stöður fyrir næsta mann og taka réttu færin sem bjóðast. Mér fannst við gera það ótrúlega vel í leiknum,“ sagði Gísli. „Mér fannst við vera yfirvegaðir og njóta þess að spila, það var ekkert stress. Það má ekki gleyma því að við erum á heimsmeistaramóti og verðum líka að njóta þess að spila handbolta. Mér fannst við gera það og þetta var ógeðslega gaman. Svona á þetta að vera.“ Gísla fannst þó ekki vera annað hugarfar í íslenska liðinu í kvöld en í leiknum gegn Portúgal á fimmtudaginn. „Hugarfarið var ótrúlega gott. Við vorum allir vel innstilltir fyrir leikinn. Við vissum að við gætum lent í vandræðum með þessi lið. Það á alls ekki að vera sjálfgefið að skora 22 mörk í fyrri hálfleik á HM. Portúgal var til dæmis í stökustu vandræðum með Marokkó framan af fyrr í dag,“ sagði Gísli. „Við komum í árásirnar á fullu og það var ekkert hik á okkur. Ef einhver fór einn á einn var alltaf annar leikmaður mættur fyrir aftan í klippingu. Við hreyfðum okkur vel án bolta og rykkingarnar hjá línumönnunum voru góðar. Flæðið og tempóið var mjög gott.“
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Stórkostlega útfært og ekki einfalt, ef menn halda það“ „Þetta var frábærlega leikinn leikur hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir risasigurinn á Alsír á HM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2021 21:32 Fátt skemmtilegra en að spila fyrir landsliðið Björgvin Páll Gústavsson kom inn í mark Íslands og átti fínan leik er Ísland gjörsigraði Alsír á HM í handbolta, lokatölur 39-23. Björgvin Páll varði sextán skot og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark. 16. janúar 2021 21:24 Twitter: Bjarki Már stal senunni gegn Alsír Fyrsti sigur Íslands á HM í handbolta kom í kvöld er liðið lagði Alsír örugglega. Íslenska liðið var tólf mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 22-10. Fór það svo að Ísland vann leikinn með fimmtán marka mun, lokatölur 39-24 Íslandi í vil. 16. janúar 2021 21:10 Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
„Stórkostlega útfært og ekki einfalt, ef menn halda það“ „Þetta var frábærlega leikinn leikur hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir risasigurinn á Alsír á HM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2021 21:32
Fátt skemmtilegra en að spila fyrir landsliðið Björgvin Páll Gústavsson kom inn í mark Íslands og átti fínan leik er Ísland gjörsigraði Alsír á HM í handbolta, lokatölur 39-23. Björgvin Páll varði sextán skot og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark. 16. janúar 2021 21:24
Twitter: Bjarki Már stal senunni gegn Alsír Fyrsti sigur Íslands á HM í handbolta kom í kvöld er liðið lagði Alsír örugglega. Íslenska liðið var tólf mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 22-10. Fór það svo að Ísland vann leikinn með fimmtán marka mun, lokatölur 39-24 Íslandi í vil. 16. janúar 2021 21:10
Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55