Þar kemur einnig fram að fimm ökumenn hafi verið stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og aðrir sex grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Einn þeirra var vistaður í fangaklefa þar sem hann er sagður hafa orðið valdur að umferðaróhappi.
Lögreglu bárust þá fimm tilkynningar um líkamsárásir en engin árásanna telst meiri háttar, samkvæmt lögreglu. Fjórir hafa verið handteknir og gistu fangageymslur í tengslum við árásirnar.
Þá var karlmaður handtekinn við að brjótast inn í bifreiðar í miðbæ Reykjavíkur og verður hann yfirheyrður í dag, eftir því sem segir í dagbók.