Handbolti

Besti maður Króata farinn heim af HM

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessir tveir horfa á HM í sjónvarpinu.
Þessir tveir horfa á HM í sjónvarpinu. vísir/Getty

Luka Cindric mun ekki taka frekari þátt á HM í handbolta sem fram fer í Egyptalandi þessa dagana.

Leikstjórnandinn öflugi meiddist í fyrsta leik Króata á mótinu þegar þeir gerðu jafntefli við lærisveina Dags Sigurðssonar frá Japan.

Um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir króatíska liðið enda þessi 27 ára gamli leikstjórnandi af mörgum talinn besti handknattleiksmaður heims um þessar mundir en hann er liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona.

Hinn 34 ára gamli Janko Kevic kemur inn í hóp Króata í stað Cindric. Króatar mæta Angóla síðar í dag og eiga sigurinn vísan en þurfa að hrista af sér slenið frá fyrsta leik mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×