Mun færri mótmæla en búist var við Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2021 22:25 Fámennur hópur stuðningsmanna Trumps safnaðist saman fyrir utan þinghús Texas í dag. Getty/ Sergio Flores Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. Sérstaklega var búist við að stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem trúa því að víðtækt kosningasvindl hafi farið fram, myndu flykkjast til höfuðborganna til þess að mótmæla. Mikill viðbúnaður hefur verið í höfuðborgum Bandaríkjanna um helgina. Fjöldi ríkja hafði kallað út þjóðvarðlið til þess að tryggja öryggi í þinghúsum sínum en Alríkislögreglan, FBI, hafði varað við mögulega vopnuðum mótmælum. Það var gert sérstaklega í ljósi árásarinnar á Bandaríska þinghúsið, þar sem nokkrir féllu í valinn, þann 6. janúar síðastliðinn. Flestar öryggisstofnanir töldu að dagurinn í dag, sunnudagur, yrði mikill mótmæladagur. Stuðningshópar Trumps og öfgahægrihópar höfðu skipulagt vopnuð mótmæli í höfuðborgum allra fimmtíu ríkjanna. Þá var talið að í höfuðborgum ríkja, sem Trump einblíndi sérstaklega á í ásökunum sínum um kosningasvindl, yrðu mikil mótmæli og höfðu lögregluyfirvöld búið sig sérstaklega undir átök þar. Um miðjan daginn höfðu hins vegar aðeins nokkrar hræður sýnt sig á götum úti og voru mun fleiri löggæsluaðilar og fréttamenn á þeim stöðum sem mótmælendur létu sjá sig. Búa sig undir innsetningardaginn Alríkislögreglan og aðrar alríkisstofnanir hafa varað við ofbeldi og mótmælum næstu daga í ljósi innsetningar Joes Biden verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden sver embættiseiðinn á miðvikudaginn og hafa tugir þúsunda löggæsluaðila verið sendir til Washington DC til þess að annast öryggisgæslu á innsetningardaginn. Vegna mikillar aukningar í löggæslu um landið allt er talið að mögulegir andstæðingar Bidens hafi hætt við að mótmæla. Einhverjir öfgahægrihópar og vígahópar hafa hvatt meðlimi sína til þess að halda sig heima og báðu þá um að mæta ekki á mótmæli um helgina, þrátt fyrir að þau hefðu verið skipulögð í langan tíma. Á fjölda þessara skipulögðu mótmæla var áætlunin að mótmælendur myndu mæta vopnaðir, þar á meðal á mótmælum sem eiga að fara fram í Virginíu á morgun. Meðlimir vígahópa hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að mæta á þau mótmæli og einhverjir hafa sagt þau skipulögð af lögregluyfirvöldum í þeim tilgangi að narra mótmælendur og handtaka. Bandaríkin Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Facebook bannar vopnaauglýsingar í Bandaríkjunum Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar. 16. janúar 2021 23:30 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Sérstaklega var búist við að stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem trúa því að víðtækt kosningasvindl hafi farið fram, myndu flykkjast til höfuðborganna til þess að mótmæla. Mikill viðbúnaður hefur verið í höfuðborgum Bandaríkjanna um helgina. Fjöldi ríkja hafði kallað út þjóðvarðlið til þess að tryggja öryggi í þinghúsum sínum en Alríkislögreglan, FBI, hafði varað við mögulega vopnuðum mótmælum. Það var gert sérstaklega í ljósi árásarinnar á Bandaríska þinghúsið, þar sem nokkrir féllu í valinn, þann 6. janúar síðastliðinn. Flestar öryggisstofnanir töldu að dagurinn í dag, sunnudagur, yrði mikill mótmæladagur. Stuðningshópar Trumps og öfgahægrihópar höfðu skipulagt vopnuð mótmæli í höfuðborgum allra fimmtíu ríkjanna. Þá var talið að í höfuðborgum ríkja, sem Trump einblíndi sérstaklega á í ásökunum sínum um kosningasvindl, yrðu mikil mótmæli og höfðu lögregluyfirvöld búið sig sérstaklega undir átök þar. Um miðjan daginn höfðu hins vegar aðeins nokkrar hræður sýnt sig á götum úti og voru mun fleiri löggæsluaðilar og fréttamenn á þeim stöðum sem mótmælendur létu sjá sig. Búa sig undir innsetningardaginn Alríkislögreglan og aðrar alríkisstofnanir hafa varað við ofbeldi og mótmælum næstu daga í ljósi innsetningar Joes Biden verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden sver embættiseiðinn á miðvikudaginn og hafa tugir þúsunda löggæsluaðila verið sendir til Washington DC til þess að annast öryggisgæslu á innsetningardaginn. Vegna mikillar aukningar í löggæslu um landið allt er talið að mögulegir andstæðingar Bidens hafi hætt við að mótmæla. Einhverjir öfgahægrihópar og vígahópar hafa hvatt meðlimi sína til þess að halda sig heima og báðu þá um að mæta ekki á mótmæli um helgina, þrátt fyrir að þau hefðu verið skipulögð í langan tíma. Á fjölda þessara skipulögðu mótmæla var áætlunin að mótmælendur myndu mæta vopnaðir, þar á meðal á mótmælum sem eiga að fara fram í Virginíu á morgun. Meðlimir vígahópa hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að mæta á þau mótmæli og einhverjir hafa sagt þau skipulögð af lögregluyfirvöldum í þeim tilgangi að narra mótmælendur og handtaka.
Bandaríkin Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Facebook bannar vopnaauglýsingar í Bandaríkjunum Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar. 16. janúar 2021 23:30 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10
Facebook bannar vopnaauglýsingar í Bandaríkjunum Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar. 16. janúar 2021 23:30