Mun færri mótmæla en búist var við Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2021 22:25 Fámennur hópur stuðningsmanna Trumps safnaðist saman fyrir utan þinghús Texas í dag. Getty/ Sergio Flores Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. Sérstaklega var búist við að stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem trúa því að víðtækt kosningasvindl hafi farið fram, myndu flykkjast til höfuðborganna til þess að mótmæla. Mikill viðbúnaður hefur verið í höfuðborgum Bandaríkjanna um helgina. Fjöldi ríkja hafði kallað út þjóðvarðlið til þess að tryggja öryggi í þinghúsum sínum en Alríkislögreglan, FBI, hafði varað við mögulega vopnuðum mótmælum. Það var gert sérstaklega í ljósi árásarinnar á Bandaríska þinghúsið, þar sem nokkrir féllu í valinn, þann 6. janúar síðastliðinn. Flestar öryggisstofnanir töldu að dagurinn í dag, sunnudagur, yrði mikill mótmæladagur. Stuðningshópar Trumps og öfgahægrihópar höfðu skipulagt vopnuð mótmæli í höfuðborgum allra fimmtíu ríkjanna. Þá var talið að í höfuðborgum ríkja, sem Trump einblíndi sérstaklega á í ásökunum sínum um kosningasvindl, yrðu mikil mótmæli og höfðu lögregluyfirvöld búið sig sérstaklega undir átök þar. Um miðjan daginn höfðu hins vegar aðeins nokkrar hræður sýnt sig á götum úti og voru mun fleiri löggæsluaðilar og fréttamenn á þeim stöðum sem mótmælendur létu sjá sig. Búa sig undir innsetningardaginn Alríkislögreglan og aðrar alríkisstofnanir hafa varað við ofbeldi og mótmælum næstu daga í ljósi innsetningar Joes Biden verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden sver embættiseiðinn á miðvikudaginn og hafa tugir þúsunda löggæsluaðila verið sendir til Washington DC til þess að annast öryggisgæslu á innsetningardaginn. Vegna mikillar aukningar í löggæslu um landið allt er talið að mögulegir andstæðingar Bidens hafi hætt við að mótmæla. Einhverjir öfgahægrihópar og vígahópar hafa hvatt meðlimi sína til þess að halda sig heima og báðu þá um að mæta ekki á mótmæli um helgina, þrátt fyrir að þau hefðu verið skipulögð í langan tíma. Á fjölda þessara skipulögðu mótmæla var áætlunin að mótmælendur myndu mæta vopnaðir, þar á meðal á mótmælum sem eiga að fara fram í Virginíu á morgun. Meðlimir vígahópa hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að mæta á þau mótmæli og einhverjir hafa sagt þau skipulögð af lögregluyfirvöldum í þeim tilgangi að narra mótmælendur og handtaka. Bandaríkin Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Facebook bannar vopnaauglýsingar í Bandaríkjunum Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar. 16. janúar 2021 23:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Sérstaklega var búist við að stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem trúa því að víðtækt kosningasvindl hafi farið fram, myndu flykkjast til höfuðborganna til þess að mótmæla. Mikill viðbúnaður hefur verið í höfuðborgum Bandaríkjanna um helgina. Fjöldi ríkja hafði kallað út þjóðvarðlið til þess að tryggja öryggi í þinghúsum sínum en Alríkislögreglan, FBI, hafði varað við mögulega vopnuðum mótmælum. Það var gert sérstaklega í ljósi árásarinnar á Bandaríska þinghúsið, þar sem nokkrir féllu í valinn, þann 6. janúar síðastliðinn. Flestar öryggisstofnanir töldu að dagurinn í dag, sunnudagur, yrði mikill mótmæladagur. Stuðningshópar Trumps og öfgahægrihópar höfðu skipulagt vopnuð mótmæli í höfuðborgum allra fimmtíu ríkjanna. Þá var talið að í höfuðborgum ríkja, sem Trump einblíndi sérstaklega á í ásökunum sínum um kosningasvindl, yrðu mikil mótmæli og höfðu lögregluyfirvöld búið sig sérstaklega undir átök þar. Um miðjan daginn höfðu hins vegar aðeins nokkrar hræður sýnt sig á götum úti og voru mun fleiri löggæsluaðilar og fréttamenn á þeim stöðum sem mótmælendur létu sjá sig. Búa sig undir innsetningardaginn Alríkislögreglan og aðrar alríkisstofnanir hafa varað við ofbeldi og mótmælum næstu daga í ljósi innsetningar Joes Biden verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden sver embættiseiðinn á miðvikudaginn og hafa tugir þúsunda löggæsluaðila verið sendir til Washington DC til þess að annast öryggisgæslu á innsetningardaginn. Vegna mikillar aukningar í löggæslu um landið allt er talið að mögulegir andstæðingar Bidens hafi hætt við að mótmæla. Einhverjir öfgahægrihópar og vígahópar hafa hvatt meðlimi sína til þess að halda sig heima og báðu þá um að mæta ekki á mótmæli um helgina, þrátt fyrir að þau hefðu verið skipulögð í langan tíma. Á fjölda þessara skipulögðu mótmæla var áætlunin að mótmælendur myndu mæta vopnaðir, þar á meðal á mótmælum sem eiga að fara fram í Virginíu á morgun. Meðlimir vígahópa hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að mæta á þau mótmæli og einhverjir hafa sagt þau skipulögð af lögregluyfirvöldum í þeim tilgangi að narra mótmælendur og handtaka.
Bandaríkin Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Facebook bannar vopnaauglýsingar í Bandaríkjunum Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar. 16. janúar 2021 23:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10
Facebook bannar vopnaauglýsingar í Bandaríkjunum Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar. 16. janúar 2021 23:30