Brady vann Brees og Mahomes meiddist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 07:31 Tom Brady var kátur eftir sigur Tampa Bay Buccaneers á New Orleans í nótt. AP/Brett Duke Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers eru komnir áfram í úrslit Þjóðardeildarinnar eftir sigur á New Orleans Saints í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Það verða Tampa Bay Buccaneers, Green Bay Packers, Buffalo Bulls og Kansas City Chiefs keppa um það um næstu helgi að komast í Super Bowl leikinn í ár. Tom Brady hafði betur í uppgjör tveggja af bestu leikstjórendum sögunnar en Drew Brees varð að sætta sig við tap í nótt eftir að hafa unnið Brady tvisvar sinnum fyrr í vetur. All love between these legends. #NFLPlayoffs@drewbrees | @TomBrady pic.twitter.com/ZwJXfbxqi0— NFL (@NFL) January 18, 2021 Kansas City Chiefs tókst að landa sigri á móti Cleveland Browns þrátt fyrir að missa Patrick Mahomes af velli eftir höfuðhögg. Tom Brady er á sínu fyrsta tímabili með Tampa Bay Buccaneers en er á góðri leið í átt að Super Bowl leiknum eins og vanalega með New England Patriots liðinu. Tampa Bay Buccaneers vann 30-20 sigur á New Orleans Saints þar sem Buccaneers nýtti sér vel töpuðu boltana hjá heimamönnum. Augun voru á leikstjórnendum liðanna sem setti nýtt aldursmet því Tom Brady er 43 ára og Drew Brees er 42 ára. FINAL: The @Buccaneers secure their spot in the NFC Championship! #TBvsNO #GoBucs #NFLPlayoffs pic.twitter.com/9a3YU3oDxX— NFL (@NFL) January 18, 2021 Saints liðið tapaði fjórum boltum í leiknum og Tampa Bay menn skoruðu snertimörk eftir þrjú þeirra. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, sem mögulega var að spila sinn síðasta leik á ferlinum, kastaði boltanum þrisvar sinnum frá sér. of the QB sneak.@TomBrady extends the Bucs lead, 30-20. #GoBucs #NFLPlayoffs : #TBvsNO on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/kJOiprK712 pic.twitter.com/7lHRcB2umz— NFL (@NFL) January 18, 2021 Tom Brady átti snertimarkssendingar á þá Leonard Fournette og Mike Evans og skoraði síðan sjálfur síðasta snertimarkið sem innsiglaði sigurinn tæpum fimm mínútum fyrir leikslok. Tampa Bay Buccaneers mætir Green Bay Packers á útivelli í úrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en Packers vann sannfærandi 32-18 sigur á Los Angeles Rams á laugardaginn. 20 seasons in the AFC: 13 AFC Championship appearancesOne season in the NFC: Heading to the NFC Championship@TomBrady #NFLPlayoffs pic.twitter.com/I3lo0sysND— NFL (@NFL) January 18, 2021 Kansas City Chiefs vann 22-17 sigur á Cleveland Browns eftir að hafa verið 19-3 yfir í hálfleik. Patrick Mahomes skoraði sjálfur snertimark og átti snertimarkssendingu á Travis Kelce og allt leit mjög vel út hjá liðinu. Cleveland Browns kom aftur á móti til baka í seinni hálfleik og voru farnir að ógna Chiefs undir lokin ekki síst eftir að Patrick Mahomes fór meiddur af velli. Patrick Mahomes hneig niður eftir að hafa fengið höfuðhögg og var útilokaður frá leiknum af læknum. FINAL: The @Chiefs secure their spot in the AFC Championship! #RunItBack #NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/Zc2vqybpkA— NFL (@NFL) January 17, 2021 Hlauparinn Kareem Hunt minnkaði muninn í fimm stig átta mínútum fyrir leiksloks en varaleikstjórnandanum Chad Henne tókst að gera nóg til að landa sigrinum. Nú tekur við óvissuástand á meðan menn bíða og vona eftir því að Patrick Mahomes nái sér fyrir leikinn á móti Buffalo Bulls í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. Next up: Championship Sunday! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/rZFE11gwPg— NFL (@NFL) January 18, 2021 NFL Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Fleiri fréttir McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira
Það verða Tampa Bay Buccaneers, Green Bay Packers, Buffalo Bulls og Kansas City Chiefs keppa um það um næstu helgi að komast í Super Bowl leikinn í ár. Tom Brady hafði betur í uppgjör tveggja af bestu leikstjórendum sögunnar en Drew Brees varð að sætta sig við tap í nótt eftir að hafa unnið Brady tvisvar sinnum fyrr í vetur. All love between these legends. #NFLPlayoffs@drewbrees | @TomBrady pic.twitter.com/ZwJXfbxqi0— NFL (@NFL) January 18, 2021 Kansas City Chiefs tókst að landa sigri á móti Cleveland Browns þrátt fyrir að missa Patrick Mahomes af velli eftir höfuðhögg. Tom Brady er á sínu fyrsta tímabili með Tampa Bay Buccaneers en er á góðri leið í átt að Super Bowl leiknum eins og vanalega með New England Patriots liðinu. Tampa Bay Buccaneers vann 30-20 sigur á New Orleans Saints þar sem Buccaneers nýtti sér vel töpuðu boltana hjá heimamönnum. Augun voru á leikstjórnendum liðanna sem setti nýtt aldursmet því Tom Brady er 43 ára og Drew Brees er 42 ára. FINAL: The @Buccaneers secure their spot in the NFC Championship! #TBvsNO #GoBucs #NFLPlayoffs pic.twitter.com/9a3YU3oDxX— NFL (@NFL) January 18, 2021 Saints liðið tapaði fjórum boltum í leiknum og Tampa Bay menn skoruðu snertimörk eftir þrjú þeirra. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, sem mögulega var að spila sinn síðasta leik á ferlinum, kastaði boltanum þrisvar sinnum frá sér. of the QB sneak.@TomBrady extends the Bucs lead, 30-20. #GoBucs #NFLPlayoffs : #TBvsNO on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/kJOiprK712 pic.twitter.com/7lHRcB2umz— NFL (@NFL) January 18, 2021 Tom Brady átti snertimarkssendingar á þá Leonard Fournette og Mike Evans og skoraði síðan sjálfur síðasta snertimarkið sem innsiglaði sigurinn tæpum fimm mínútum fyrir leikslok. Tampa Bay Buccaneers mætir Green Bay Packers á útivelli í úrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en Packers vann sannfærandi 32-18 sigur á Los Angeles Rams á laugardaginn. 20 seasons in the AFC: 13 AFC Championship appearancesOne season in the NFC: Heading to the NFC Championship@TomBrady #NFLPlayoffs pic.twitter.com/I3lo0sysND— NFL (@NFL) January 18, 2021 Kansas City Chiefs vann 22-17 sigur á Cleveland Browns eftir að hafa verið 19-3 yfir í hálfleik. Patrick Mahomes skoraði sjálfur snertimark og átti snertimarkssendingu á Travis Kelce og allt leit mjög vel út hjá liðinu. Cleveland Browns kom aftur á móti til baka í seinni hálfleik og voru farnir að ógna Chiefs undir lokin ekki síst eftir að Patrick Mahomes fór meiddur af velli. Patrick Mahomes hneig niður eftir að hafa fengið höfuðhögg og var útilokaður frá leiknum af læknum. FINAL: The @Chiefs secure their spot in the AFC Championship! #RunItBack #NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/Zc2vqybpkA— NFL (@NFL) January 17, 2021 Hlauparinn Kareem Hunt minnkaði muninn í fimm stig átta mínútum fyrir leiksloks en varaleikstjórnandanum Chad Henne tókst að gera nóg til að landa sigrinum. Nú tekur við óvissuástand á meðan menn bíða og vona eftir því að Patrick Mahomes nái sér fyrir leikinn á móti Buffalo Bulls í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. Next up: Championship Sunday! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/rZFE11gwPg— NFL (@NFL) January 18, 2021
NFL Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Fleiri fréttir McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira