Heilbrigðisráðherra standi ekki einn í rokinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2021 14:18 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis. vísir/Vilhelm Vonir standa til að hægt verði að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd í næstu viku. Formaður nefndarinnar segir ekki liggja eins mikið á flýtiafgreiðslu þar sem stjórnvöld telji lagagrundvöll fyrir því að skylda fólk í tvöfalda skimun á landamærunum. Frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum hefur verið til umfjöllunar í velferðarnefnd í tæpa tvo mánuði. Um þessar mundir er verið að kalla gesti fyrir nefndina og á nefndarfundi í morgun fóru lögfræðingar hjá heilbrigðisráðuneytinu yfir málið. Samfylkingin óskaði eftir því í síðustu viku að þing kæmi saman til þess að afgreiða breytingar á sóttvarnalögum sem myndu skjóta lagastoðum undir skyldubundna tvöfalda skimun á landamærunum, sem sóttvarnalæknir og yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli höfðu kallað eftir. Síðar birti heilbrigðisráðherra hins vegar reglugerð sem skyldar alla sem hingað koma í tvöfalda skimun og segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, ekki liggja eins mikið á málinu nú þegar ríkisstjórnin telur lagagrundvöll fyrir aðgerðunum. „Þá getum við unnið faglega að þessu. Það eru grundvallaratriði sem þarf að skoða og við þurfum að gera það með vönduðum hætti,“ segir Helga Vala og nefnir sem dæmi að fleiri en heilbrigðisráðherra eigi ef til vill að koma að stórum íþyngjandi aðgerðum líkt og ákvörðunum um útgöngubann eða lokun fyrirtækja. „Hvort það eigi til dæmis að vera fleiri en einn ráðherra, eða hvort bera eigi ákvarðanir undir Alþingi,“ segir hún. „Þannig að hin lýðræðislega samkoma veiti ráðherra stuðning og að heilbrigðisráðherra standi þá ekki einn í rokinu. Þetta eru aðgerðir sem er verið að grípa til úti í heimi.“ Hún telur þetta fyrirkomulag ekki til þess fallið að hægja á ferlinu þar sem þingið sé fært um að afgreiða lög á einum degi. Aðspurð hvenær til stendur að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd segist Helga Vala binda vonir við að það verði í þessum mánuði. „Ég vonast til þess en veit þó ekki hvort það verði,“ segir hún og bendir á að fleiri gestir eigi enn eftir að koma fyrir nefndina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum hefur verið til umfjöllunar í velferðarnefnd í tæpa tvo mánuði. Um þessar mundir er verið að kalla gesti fyrir nefndina og á nefndarfundi í morgun fóru lögfræðingar hjá heilbrigðisráðuneytinu yfir málið. Samfylkingin óskaði eftir því í síðustu viku að þing kæmi saman til þess að afgreiða breytingar á sóttvarnalögum sem myndu skjóta lagastoðum undir skyldubundna tvöfalda skimun á landamærunum, sem sóttvarnalæknir og yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli höfðu kallað eftir. Síðar birti heilbrigðisráðherra hins vegar reglugerð sem skyldar alla sem hingað koma í tvöfalda skimun og segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, ekki liggja eins mikið á málinu nú þegar ríkisstjórnin telur lagagrundvöll fyrir aðgerðunum. „Þá getum við unnið faglega að þessu. Það eru grundvallaratriði sem þarf að skoða og við þurfum að gera það með vönduðum hætti,“ segir Helga Vala og nefnir sem dæmi að fleiri en heilbrigðisráðherra eigi ef til vill að koma að stórum íþyngjandi aðgerðum líkt og ákvörðunum um útgöngubann eða lokun fyrirtækja. „Hvort það eigi til dæmis að vera fleiri en einn ráðherra, eða hvort bera eigi ákvarðanir undir Alþingi,“ segir hún. „Þannig að hin lýðræðislega samkoma veiti ráðherra stuðning og að heilbrigðisráðherra standi þá ekki einn í rokinu. Þetta eru aðgerðir sem er verið að grípa til úti í heimi.“ Hún telur þetta fyrirkomulag ekki til þess fallið að hægja á ferlinu þar sem þingið sé fært um að afgreiða lög á einum degi. Aðspurð hvenær til stendur að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd segist Helga Vala binda vonir við að það verði í þessum mánuði. „Ég vonast til þess en veit þó ekki hvort það verði,“ segir hún og bendir á að fleiri gestir eigi enn eftir að koma fyrir nefndina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira