Óvænta stjarnan á HM fékk skilaboð frá Shaq Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2021 10:01 Gauthier Mvumbi skorar af línunni gegn Argentínu. Hann hefur slegið í gegn á HM í Egyptalandi. epa/Mohamed Abd El Ghany Kongómaðurinn Gauthier Mvumbi hefur vakið mikla athygli á HM í handbolta í Egyptalandi, svo mikla að hann fékk skilaboð frá sjálfum Shaquille O'Neal. Mvumbi er ein óvæntasta stjarna heimsmeistaramótsins. Þessi 26 ára línumaður hefur staðið sig með mikilli prýði á mótinu, skorað átta mörk og er með 88,9 prósent skotnýtingu. Fyrir HM var Mvumbi lítt þekktur enda spilar hann í frönsku D-deildinni. Mvumbi er tröll að burðum þótt að á heimasíðu HM sé hann sagður vera 89 kíló. Honum hefur meðal annars verið líkt við annað heljarmenni, Shaquille O'Neal, og Mvumbi er farinn að kalla sig Shaq handboltans. Það virðist hafa borist til eyrna Shaq sem sendi Mvumbi skilaboð eftir fyrsta leik Kongó á HM gegn Argentínu. Línumaðurinn greindi frá þessu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by @gauthiermvumbi Kongómenn eru nýliðar á HM og hafa tapað báðum leikjum sínum, 28-22 fyrir Argentínumönnum og 39-19 fyrir Dönum. Mvumbi ræddi við TV 2 í Danmörku eftir leikinn gegn heimsmeisturunum í fyrradag. „Þetta var einstök reynsla. Ég vildi að við hefðum veitt þeim meiri keppni en við gáfum allt í leikinn. Þeir eru heimsmeistarar svo við erum mjög stoltir,“ sagði Mvumbi. Mvumbi í leiknum gegn heimsmeisturum Dana.epa/Mohamed Abd El Ghany Hann segist njóta allrar athyglinnar sem hefur hann hefur fengið síðan HM hófst. „Þetta er einstök og brjáluð reynsla. Ég vildi að allir upplifðu þetta því heimsmeistaramótið er einstakt,“ sagði Mvumbi sem var að vonum glaður að fá baráttukveðju frá Shaq. „Það var stórkostlegt,“ sagði Mvumbi sem hefur lengi litið upp til körfuboltamannsins fyrrverandi sem varð fjórum sinnum NBA-meistari á ferlinum. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu mæta strákunum hans Halldórs Sigfússonar í Barein í dag í hreinum úrslitaleik um 3. sætið í D-riðli og þar af leiðandi sæti í milliriðli. HM 2021 í handbolta Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Mvumbi er ein óvæntasta stjarna heimsmeistaramótsins. Þessi 26 ára línumaður hefur staðið sig með mikilli prýði á mótinu, skorað átta mörk og er með 88,9 prósent skotnýtingu. Fyrir HM var Mvumbi lítt þekktur enda spilar hann í frönsku D-deildinni. Mvumbi er tröll að burðum þótt að á heimasíðu HM sé hann sagður vera 89 kíló. Honum hefur meðal annars verið líkt við annað heljarmenni, Shaquille O'Neal, og Mvumbi er farinn að kalla sig Shaq handboltans. Það virðist hafa borist til eyrna Shaq sem sendi Mvumbi skilaboð eftir fyrsta leik Kongó á HM gegn Argentínu. Línumaðurinn greindi frá þessu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by @gauthiermvumbi Kongómenn eru nýliðar á HM og hafa tapað báðum leikjum sínum, 28-22 fyrir Argentínumönnum og 39-19 fyrir Dönum. Mvumbi ræddi við TV 2 í Danmörku eftir leikinn gegn heimsmeisturunum í fyrradag. „Þetta var einstök reynsla. Ég vildi að við hefðum veitt þeim meiri keppni en við gáfum allt í leikinn. Þeir eru heimsmeistarar svo við erum mjög stoltir,“ sagði Mvumbi. Mvumbi í leiknum gegn heimsmeisturum Dana.epa/Mohamed Abd El Ghany Hann segist njóta allrar athyglinnar sem hefur hann hefur fengið síðan HM hófst. „Þetta er einstök og brjáluð reynsla. Ég vildi að allir upplifðu þetta því heimsmeistaramótið er einstakt,“ sagði Mvumbi sem var að vonum glaður að fá baráttukveðju frá Shaq. „Það var stórkostlegt,“ sagði Mvumbi sem hefur lengi litið upp til körfuboltamannsins fyrrverandi sem varð fjórum sinnum NBA-meistari á ferlinum. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu mæta strákunum hans Halldórs Sigfússonar í Barein í dag í hreinum úrslitaleik um 3. sætið í D-riðli og þar af leiðandi sæti í milliriðli.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti