Breskir útgerðarmenn brjálaðir vegna Brexit Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2021 15:08 Um 24 flutningabílum var ekið um miðbæ London og þeim lagt við þingið og ráðuneyti. AP/Alastair Grant Forsvarsmenn skoskra skelfisksfyrirtækja mótmæltu aðstæðum á mörkuðum þeirra með því að leggja fjölda flutningabíla við þingið í London og ráðuneyti. Þeir segja úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, og skilyrði sem því fylgja vera að kæfa fyrirtækin og kalla eftir breytingum. Eins og staðan sé núna fylgi því of mikil skriffinska að flytja sjávarafurðir til Evrópu að Bretar geti ekki selt ferskan fisk þangað. Vegna tollaskoðana og annarskonar eftirlit hefur hægt á útflutningi Breta. Ástandið er svo slæmt, samkvæmt frétt Sky News, að kaupendur á meginlandinu hafa neitað að taka við afla frá Bretlandi vegna ástands hans. Á það sérstaklega við skelfisk þar sem hann liggur fyrr við skemmdum. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur heitið því að koma fyrirtækjunum til aðstoðar. Forsvarsmenn sjávarútvegs Bretlands og samfélaga sem hafa reitt á þann iðnað, voru meðal helstu stuðningsmanna Brexit og þá á þeim grundvelli að það myndi tryggja Bretum aftur full yfirráð yfir því hverjir veiða innan lögsögu ríkisins. Hlutfall ESB af heildarkvóta Breta mun lækka um fjórðung á næstu fimm árum og að þeim tíma loknum verður samið á nýjan leik. Nú er staðan hins vegar önnur og útgerðarmenn segja stöðuna hræðilega. Fiskurinn þeirra verði ónýtur áður en þeir geti selt hann. Einn skoskur útgerðarmaður hótaði því nýverið að sturta ónýtum afla sínum á þröskulda stjórnmálamanna. Rúmlega tuttugu flutningabílum var ekið um miðbæ London og mátti sjá merkingar á þeim um að Brexit væri að valda usla og að ríkisstjórnin væri vanhæf og hún væri að rústa skelfiskiðnaði Bretlands. Dozens of shellfish lorries from Scotland s coastal communities have descended on central London to highlight the export problems they have faced due to Brexit. https://t.co/iodv4Ure9J pic.twitter.com/Yf5fZzvCa2— STV News (@STVNews) January 18, 2021 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir. 11. janúar 2021 23:47 Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973. 1. janúar 2021 15:21 Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01 Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Eins og staðan sé núna fylgi því of mikil skriffinska að flytja sjávarafurðir til Evrópu að Bretar geti ekki selt ferskan fisk þangað. Vegna tollaskoðana og annarskonar eftirlit hefur hægt á útflutningi Breta. Ástandið er svo slæmt, samkvæmt frétt Sky News, að kaupendur á meginlandinu hafa neitað að taka við afla frá Bretlandi vegna ástands hans. Á það sérstaklega við skelfisk þar sem hann liggur fyrr við skemmdum. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur heitið því að koma fyrirtækjunum til aðstoðar. Forsvarsmenn sjávarútvegs Bretlands og samfélaga sem hafa reitt á þann iðnað, voru meðal helstu stuðningsmanna Brexit og þá á þeim grundvelli að það myndi tryggja Bretum aftur full yfirráð yfir því hverjir veiða innan lögsögu ríkisins. Hlutfall ESB af heildarkvóta Breta mun lækka um fjórðung á næstu fimm árum og að þeim tíma loknum verður samið á nýjan leik. Nú er staðan hins vegar önnur og útgerðarmenn segja stöðuna hræðilega. Fiskurinn þeirra verði ónýtur áður en þeir geti selt hann. Einn skoskur útgerðarmaður hótaði því nýverið að sturta ónýtum afla sínum á þröskulda stjórnmálamanna. Rúmlega tuttugu flutningabílum var ekið um miðbæ London og mátti sjá merkingar á þeim um að Brexit væri að valda usla og að ríkisstjórnin væri vanhæf og hún væri að rústa skelfiskiðnaði Bretlands. Dozens of shellfish lorries from Scotland s coastal communities have descended on central London to highlight the export problems they have faced due to Brexit. https://t.co/iodv4Ure9J pic.twitter.com/Yf5fZzvCa2— STV News (@STVNews) January 18, 2021
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir. 11. janúar 2021 23:47 Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973. 1. janúar 2021 15:21 Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01 Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir. 11. janúar 2021 23:47
Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973. 1. janúar 2021 15:21
Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01