Breskir útgerðarmenn brjálaðir vegna Brexit Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2021 15:08 Um 24 flutningabílum var ekið um miðbæ London og þeim lagt við þingið og ráðuneyti. AP/Alastair Grant Forsvarsmenn skoskra skelfisksfyrirtækja mótmæltu aðstæðum á mörkuðum þeirra með því að leggja fjölda flutningabíla við þingið í London og ráðuneyti. Þeir segja úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, og skilyrði sem því fylgja vera að kæfa fyrirtækin og kalla eftir breytingum. Eins og staðan sé núna fylgi því of mikil skriffinska að flytja sjávarafurðir til Evrópu að Bretar geti ekki selt ferskan fisk þangað. Vegna tollaskoðana og annarskonar eftirlit hefur hægt á útflutningi Breta. Ástandið er svo slæmt, samkvæmt frétt Sky News, að kaupendur á meginlandinu hafa neitað að taka við afla frá Bretlandi vegna ástands hans. Á það sérstaklega við skelfisk þar sem hann liggur fyrr við skemmdum. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur heitið því að koma fyrirtækjunum til aðstoðar. Forsvarsmenn sjávarútvegs Bretlands og samfélaga sem hafa reitt á þann iðnað, voru meðal helstu stuðningsmanna Brexit og þá á þeim grundvelli að það myndi tryggja Bretum aftur full yfirráð yfir því hverjir veiða innan lögsögu ríkisins. Hlutfall ESB af heildarkvóta Breta mun lækka um fjórðung á næstu fimm árum og að þeim tíma loknum verður samið á nýjan leik. Nú er staðan hins vegar önnur og útgerðarmenn segja stöðuna hræðilega. Fiskurinn þeirra verði ónýtur áður en þeir geti selt hann. Einn skoskur útgerðarmaður hótaði því nýverið að sturta ónýtum afla sínum á þröskulda stjórnmálamanna. Rúmlega tuttugu flutningabílum var ekið um miðbæ London og mátti sjá merkingar á þeim um að Brexit væri að valda usla og að ríkisstjórnin væri vanhæf og hún væri að rústa skelfiskiðnaði Bretlands. Dozens of shellfish lorries from Scotland s coastal communities have descended on central London to highlight the export problems they have faced due to Brexit. https://t.co/iodv4Ure9J pic.twitter.com/Yf5fZzvCa2— STV News (@STVNews) January 18, 2021 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir. 11. janúar 2021 23:47 Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973. 1. janúar 2021 15:21 Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner Group eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Eins og staðan sé núna fylgi því of mikil skriffinska að flytja sjávarafurðir til Evrópu að Bretar geti ekki selt ferskan fisk þangað. Vegna tollaskoðana og annarskonar eftirlit hefur hægt á útflutningi Breta. Ástandið er svo slæmt, samkvæmt frétt Sky News, að kaupendur á meginlandinu hafa neitað að taka við afla frá Bretlandi vegna ástands hans. Á það sérstaklega við skelfisk þar sem hann liggur fyrr við skemmdum. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur heitið því að koma fyrirtækjunum til aðstoðar. Forsvarsmenn sjávarútvegs Bretlands og samfélaga sem hafa reitt á þann iðnað, voru meðal helstu stuðningsmanna Brexit og þá á þeim grundvelli að það myndi tryggja Bretum aftur full yfirráð yfir því hverjir veiða innan lögsögu ríkisins. Hlutfall ESB af heildarkvóta Breta mun lækka um fjórðung á næstu fimm árum og að þeim tíma loknum verður samið á nýjan leik. Nú er staðan hins vegar önnur og útgerðarmenn segja stöðuna hræðilega. Fiskurinn þeirra verði ónýtur áður en þeir geti selt hann. Einn skoskur útgerðarmaður hótaði því nýverið að sturta ónýtum afla sínum á þröskulda stjórnmálamanna. Rúmlega tuttugu flutningabílum var ekið um miðbæ London og mátti sjá merkingar á þeim um að Brexit væri að valda usla og að ríkisstjórnin væri vanhæf og hún væri að rústa skelfiskiðnaði Bretlands. Dozens of shellfish lorries from Scotland s coastal communities have descended on central London to highlight the export problems they have faced due to Brexit. https://t.co/iodv4Ure9J pic.twitter.com/Yf5fZzvCa2— STV News (@STVNews) January 18, 2021
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir. 11. janúar 2021 23:47 Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973. 1. janúar 2021 15:21 Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner Group eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir. 11. janúar 2021 23:47
Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973. 1. janúar 2021 15:21
Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun. 30. desember 2020 07:01