Fox krafðist þagnar um sáttina fram yfir kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2021 16:38 Getty/Alexi Rosenfeld Forsvarsmenn Fox News gerðu það að skilyrði sáttar þeirra við foreldra Seth Rich, sem var myrtur árið 2016, að ekki mætti segja frá sáttinni fyrr en eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Seth Rich, sem starfaði hjá Landsnefnd Demókrataflokksins, var skotinn til bana í júlí 2016 nærri heimili hans í Washington. Morðið er enn óleyst en lögreglan telur að um misheppnaða ránstilraun hafi verið að ræða. Fjölmargar samsæriskenningar voru mótaðar í kringum morð hans og þar á meðal sú kenning að hann hafi lekið tölvupóstum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar til Wikileaks. Meðal annars fjallaði Sean Hannity, einn þáttastjórnenda Fox, ítrekað um þessa samsæriskenningu. Tölvuþrjótar á vegum leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU, stálu tölvupóstunum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar, samkvæmt sérfræðingum sem hafa rannsakað málið og leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Fréttin var að endingu tekin úr birtingu en foreldrar Rich höfðuð mál gegn Fox News vegna hennar og umfjöllunar Hannity og annarra þula stöðvarinnar. Í nóvember varð svo opinbert að forsvarsmenn miðilsins gerðu dómsátt við foreldrana. Það var gert skömmu áður en Sean Hannity og Lou Dobbs áttu að bera vitni í málinu. Í umfjöllun New York Times um sáttina segir að hún hafi verið sérstaklega há og með því að greiða meira hafi miðillinn komist hjá því að birta afsökunarbeiðni á vef Fox News. Þar segir einnig að í sáttinni hafi verið skilyrði um að ekki mætti opinbera tilvist hennar fyrr en eftir forsetakosningarnar sem fóru fram þann 3. nóvember. Blaðamaður NYT segir það skilyrði til marks um þá tenginu sem Fox hafi við áróðursvél Donalds Trump, fráfarandi forseta, og að forsvarsmenn stöðvarinnar hafi óttast að reita hann til reiði fyrir kosningarnar. Aaron Rich, bróðir Seth, höfðaði einnig mál gegn mönnum sem fóru mikinn á netinu í kringum samsæriskenningar um Seth Rich og þeir báðust báðir formlega afsökunar í síðustu viku. Auk þess drógu þeir yfirlýsingar sínar um morðið til baka. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Seth Rich, sem starfaði hjá Landsnefnd Demókrataflokksins, var skotinn til bana í júlí 2016 nærri heimili hans í Washington. Morðið er enn óleyst en lögreglan telur að um misheppnaða ránstilraun hafi verið að ræða. Fjölmargar samsæriskenningar voru mótaðar í kringum morð hans og þar á meðal sú kenning að hann hafi lekið tölvupóstum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar til Wikileaks. Meðal annars fjallaði Sean Hannity, einn þáttastjórnenda Fox, ítrekað um þessa samsæriskenningu. Tölvuþrjótar á vegum leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU, stálu tölvupóstunum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar, samkvæmt sérfræðingum sem hafa rannsakað málið og leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Fréttin var að endingu tekin úr birtingu en foreldrar Rich höfðuð mál gegn Fox News vegna hennar og umfjöllunar Hannity og annarra þula stöðvarinnar. Í nóvember varð svo opinbert að forsvarsmenn miðilsins gerðu dómsátt við foreldrana. Það var gert skömmu áður en Sean Hannity og Lou Dobbs áttu að bera vitni í málinu. Í umfjöllun New York Times um sáttina segir að hún hafi verið sérstaklega há og með því að greiða meira hafi miðillinn komist hjá því að birta afsökunarbeiðni á vef Fox News. Þar segir einnig að í sáttinni hafi verið skilyrði um að ekki mætti opinbera tilvist hennar fyrr en eftir forsetakosningarnar sem fóru fram þann 3. nóvember. Blaðamaður NYT segir það skilyrði til marks um þá tenginu sem Fox hafi við áróðursvél Donalds Trump, fráfarandi forseta, og að forsvarsmenn stöðvarinnar hafi óttast að reita hann til reiði fyrir kosningarnar. Aaron Rich, bróðir Seth, höfðaði einnig mál gegn mönnum sem fóru mikinn á netinu í kringum samsæriskenningar um Seth Rich og þeir báðust báðir formlega afsökunar í síðustu viku. Auk þess drógu þeir yfirlýsingar sínar um morðið til baka.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira