Handbolti

Danska pressan fékk að heyra það frá lands­liðs­­þjálfaranum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjölmiðlamenn viðstaddir blaðamannafund danska landsliðsins í dag fengu orð í heyra frá þjáfaranum.
Fjölmiðlamenn viðstaddir blaðamannafund danska landsliðsins í dag fengu orð í heyra frá þjáfaranum. EFE/Mohamed Abd El Ghan

Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var heitt í hamsi á blaðamannafundi danska landsliðsins í dag er hann ræddi um málefni markvarðarins Emil Nielsen.

Í maí 2019 var rætt við Nikolaj um stöðuna á þá hinum 21 árs markverði Skjern sem síðar færði sig til Nantes í Frakklandi. Nikolaj sagði að hann hefði ekki farið eftir þeim hlutum sem hann hafði beðið hann um að bæta.

„Emil uppfyllir ekki þær kröfur sem við setjum á þá íþróttamenn sem vilja gera vel. Hann sinnir ekki þeim verkefnum sem við höfðum rætt við hann um,“ sagði landsliðsþjálfarinn þá við TV2.

Í dag, á blaðamannafundi í Egyptalandi, var hins vegar kominn annar tónn í Jacobsen.

„Á ný erum við komin út í það að ein fjöður verður að fimm hænum. Ég hef aldrei sagt að Emil hafi verið ekki alvara með sínum handboltaferli. Ég hef sagt að það voru nokkrir hlutir sem Emil hafi ekki gert nægilega vel,“ sagði Nikolaj og hélt áfram.

„Og svo erum við komin út í það að þið elskið að keyra hlutina upp í loftið. Svo kemur næsta saga og svo næsta og þetta fær leyfi til þess að vaxa. Ég endurtek það: Ég hef ekki sagt að Emil væri ekki alvara með sínum ferli. Það hef ég aldrei sagt.“

„Nú æfir hann vel og þegar við erum í höllinni þá er hann síðastur út, því hann elskar að láta leikmennina skjóta á sig. Þetta er saga sem varð betri og betri í blöðunum og hefur ekkert með mig að gera,“ fullyrti stjórinn.


Tengdar fréttir

Danir segja lof­orð svikin á HM í Egypta­landi

Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×