Handbolti

Portúgal hafði betur gegn Alsír, endur­komu­sigur Svía og Frakkar með fullt hús

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var hart barist í leik Frakka og Sviss í dag. Mjótt var á munum.
Það var hart barist í leik Frakka og Sviss í dag. Mjótt var á munum. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat

Portúgal mun taka með sér fjögur stig í milliriðla eftir að liðið tryggði sér toppsætið í F-riðlinum með 26-19 sigri á Alsír í dag. Portúgal leiddi 14-9 í hálfleik.

Portúgal endar með sex stig og Alsír tvö. Ísland og Marokkó mætast svo í síðasta leik F-riðilsins í kvöld en flautað verður til leiks klukkan 19.30.

Pedro Portela var markahæstur í liði Portúgal með fjögur mörk en markaskorið dreifðist vel. Messaoud Berkous skoraði sjö fyrir Alsír.

Frakkar fara einnig með fjögur stig áfram í milliriðilinn. Þeir unnu Sviss, 25-24, í lokaleik E-riðilsins eftir að staðan hafi verið jöfn 14-14 í hálfleik.

Frakkar eru með sex stig, Noregur og Sviss tvö og Austurríki ekkert. Noregur og Austurríki mætast síðar í kvöld.

Kentin Mahe skoraði sjö mörk fyrir Frakkland og Dika Mem fjögur. Andy Schmid var magnaður í liði Sviss með tíu mörk.

Slóvenía vann góðan sigur á Hvíta-Rússlandi, 29-25, eftir að staðan var jöfn 15-15 í hálfleik. Slóvenía endar því með fjögur stig en Hvíta-Rússland þrjú. Bæði lið áfram í milliriðla.

Jure Dolenec skoraði sjö mörk fyrir Slóveníu en Artsem Karalek var markahæstur Hvít Rússa, einnig með sjö mörk.

Svíþjóð vann dramatískan sigur á Egyptalandi, 24-23, í G-riðlinum. Egyptarnir voru sterkari framan af og Svíarnir náðu fyrst forystu stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þeir voru meðal annars 12-9 undir í hálfleik.

Svíþjóð fer því með fjögur stig áfram í milliriðil en Egyptaland, heimaþjóðin, fer áfram en þó bara með tvö lið áfram í milliriðil.

Linus Persson var markahæstur Svía með átta mörk en Mohammad Sanad skoraði átta fyrir heimamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×