Guðmundur: Fegnastur að enginn skyldi slasa sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2021 21:29 Guðmundur Guðmundsson var sáttur með sigurinn á Marokkó og að allir leikmenn Íslands kæmust heilir frá leiknum. epa/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson var ánægður með sigurinn á Marokkó, 31-23, í lokaleik Íslands í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Hann var ósáttur við grófan leik Marokkómanna. „Þetta var nákvæmlega eins og ég bjóst við. Ég vissi að þetta yrði erfitt og það myndi taka okkur tíma að komast inn í leikinn og finna jafnvægi í sóknarleiknum. Það tók okkur smá tíma að hrista þetta af okkur en eftir það gekk þetta frábærlega í fyrri hálfleik. Við opnuðum þá ítrekað mjög vel,“ sagði Guðmundur við RÚV eftir leikinn. „Hvað vörnina varðar var þetta svipað og ég bjóst við. Þeir spila óvenjuleg leikkerfi og það er ofboðslegur hraði á þeim. Þetta er ekkert einfalt.“ Marokkómenn gengu hart fram og fengu þrjú rauð spjöld fyrir ruddabrot í leiknum í kvöld. „Ég er bara fegnastur að enginn skyldi slasa sig, af okkar leikmönnum. Þetta var hroðalega grófur leikur af þeirra hálfu. Ég bara feginn að enginn hafi meiðst,“ sagði Guðmundur. Stöðug vörn Þjálfarinn vildi sjá íslenska liðið skora meira úr hraðaupphlaupum í leiknum í kvöld. „Við erum með tiltölulega stöðuga vörn og verðum að gera það áfram. Sóknin hefur yfirleitt gengið mjög vel en auðvitað verða andstæðingarnir í milliriðli öðruvísi. En við þurfum að skora meira úr hröðum upphlaupum. Mér finnst vanta nokkur mörk þar í dag. Við þurfum að fara yfir það,“ sagði Guðmundur. Mjög gaman að sjá Donna hamra boltann upp í skeytin Hann kvaðst ánægður með framlag íslensku skyttanna í leiknum í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt og þetta er að dreifast vel. Við erum að fá mörk fyrir utan. Donni [Kristján Örn Kristjánsson] setti tvö upp í vinkilinn. Það var sérstaklega ánægjulegt. Við stilltum upp fyrir hann í leikkerfinu. Það var mjög gaman að sjá hann hamra boltann upp í skeytin,“ sagði Guðmundur að lokum. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Síðan fæ ég högg beint í smettið Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. 18. janúar 2021 21:28 Twitter á meðan Ísland vann Marokkó: Útsendingastjóri mótsins óvinsæll og grófir mótherjar Íslenska landsliðið vann sinn annan leik í röð á HM í handbolta er það lagði Marokkó með átta marka mun í kvöld, lokatölur 31-23. 18. janúar 2021 21:10 Leik lokið: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 22:08 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
„Þetta var nákvæmlega eins og ég bjóst við. Ég vissi að þetta yrði erfitt og það myndi taka okkur tíma að komast inn í leikinn og finna jafnvægi í sóknarleiknum. Það tók okkur smá tíma að hrista þetta af okkur en eftir það gekk þetta frábærlega í fyrri hálfleik. Við opnuðum þá ítrekað mjög vel,“ sagði Guðmundur við RÚV eftir leikinn. „Hvað vörnina varðar var þetta svipað og ég bjóst við. Þeir spila óvenjuleg leikkerfi og það er ofboðslegur hraði á þeim. Þetta er ekkert einfalt.“ Marokkómenn gengu hart fram og fengu þrjú rauð spjöld fyrir ruddabrot í leiknum í kvöld. „Ég er bara fegnastur að enginn skyldi slasa sig, af okkar leikmönnum. Þetta var hroðalega grófur leikur af þeirra hálfu. Ég bara feginn að enginn hafi meiðst,“ sagði Guðmundur. Stöðug vörn Þjálfarinn vildi sjá íslenska liðið skora meira úr hraðaupphlaupum í leiknum í kvöld. „Við erum með tiltölulega stöðuga vörn og verðum að gera það áfram. Sóknin hefur yfirleitt gengið mjög vel en auðvitað verða andstæðingarnir í milliriðli öðruvísi. En við þurfum að skora meira úr hröðum upphlaupum. Mér finnst vanta nokkur mörk þar í dag. Við þurfum að fara yfir það,“ sagði Guðmundur. Mjög gaman að sjá Donna hamra boltann upp í skeytin Hann kvaðst ánægður með framlag íslensku skyttanna í leiknum í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt og þetta er að dreifast vel. Við erum að fá mörk fyrir utan. Donni [Kristján Örn Kristjánsson] setti tvö upp í vinkilinn. Það var sérstaklega ánægjulegt. Við stilltum upp fyrir hann í leikkerfinu. Það var mjög gaman að sjá hann hamra boltann upp í skeytin,“ sagði Guðmundur að lokum.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Síðan fæ ég högg beint í smettið Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. 18. janúar 2021 21:28 Twitter á meðan Ísland vann Marokkó: Útsendingastjóri mótsins óvinsæll og grófir mótherjar Íslenska landsliðið vann sinn annan leik í röð á HM í handbolta er það lagði Marokkó með átta marka mun í kvöld, lokatölur 31-23. 18. janúar 2021 21:10 Leik lokið: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 22:08 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Síðan fæ ég högg beint í smettið Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. 18. janúar 2021 21:28
Twitter á meðan Ísland vann Marokkó: Útsendingastjóri mótsins óvinsæll og grófir mótherjar Íslenska landsliðið vann sinn annan leik í röð á HM í handbolta er það lagði Marokkó með átta marka mun í kvöld, lokatölur 31-23. 18. janúar 2021 21:10
Leik lokið: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 22:08
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti