Einkunnir strákanna okkar á móti Marokkó: Viggó og Ólafur bestir Íþróttadeild skrifar 18. janúar 2021 22:05 Íslensku strákarnir fagna Viggó Kristjánssyni eftir að mótshaldarar höfðu valið hann besta mann leiksins í kvöld. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Bestu menn íslenska liðsins í kvöld eiga það sameiginlegt að hafa unnið sér inn meiri spilatíma með flotti frammistöðu á HM í handbolta í leikjum íslenska liðsins í riðlakeppninni. Íslenska handboltalandsliðið vann átta marka sigur á Marokkó, 31-23, í þriðja og síðasta leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi Íslensku strákarnir gerðu það sem þurfti til að landa frekar þægilegum sigri í kvöld og tryggja sig endanlega með tvö stig inn í milliriðil. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Viggó Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson hafa nýtt tækifærin sín vel í síðustu leikjum og þeir voru bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld að mati okkar. Saman voru þeir með tíu mörk í fyrri hálfleiknum og skoruðu sex mörk hvor. Björgvin Páll Gústavsson sýndi líka mjög góða frammistöðu í markinu annan leikinn í röð. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Marokkó: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5 (13 varin skot- 52:58 mín.) Átti frábæran leik annan leikinn í röð. Margir hafa haft efasemdir um Björgvin Pál en hann hefur heldur betur þaggað niðri í mönnum. Okkar langbesti markvörður. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 4 (4/2 mörk - 55:44 mín.) Bjarki Már hefur verið á flugi í síðustu leikjum íslenska landsliðsins en hann lækkaði flugið í leiknum gegn Marokkó. Hann fann ekki alveg þann rytma og takt sem hann hefur verið í í síðustu leikjum. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 29:05 mín.) Skilaði frábæru verki í varnarleiknum og einn albesti varnarmaður íslenska liðsins. Fékk á lúðurinn eftir tíu mínútur. Það virtist slá hann út af laginu. Á mikið inni. Næstu leikur munu skera úr um hvert hann er kominn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4 (5 mörk - 22:42 mín.) Gísli spilaði af fítonskrafti gegn Alsír en það tók hann tíma að finna takt í leiknum gegn Marokkó í kvöld. Hann náði sér hins vegar vel á strik þegar líða fór á leikinn og er leikstjórnandi sem íslenska liðinu hefur sárlega vantað. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 5 (6 mörk - 39:00 mín.) Viggó var frábær í fyrri hálfleiknum og spilaði þá sinn besta leik. Gríðarlega kvikur og frábær gegnumbrotsmaður. Átti einnig góða kafla í varnarleiknum. Náði ekki alveg að fylgja góðum leik í fyrri hálfleiknum eftir í þeim síðari. Engu að síður frábær leikur. Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 3 (1 mark - 30:00 mín.) Arnór spilaði fyrri hálfleikinn að vanda. Fékk úr litlu að moða og sóttist líka eftir litlu. Maður sem á mikið inni og kannski kemur hann sterkari inn í milliriðlinum þegar andstæðingarnir verða erfiðari. Arnar Freyr Arnarsson, lína - 4 (1 mark - 37:44 mín.) Hnökralaus leikur hjá Arnari Frey. Hefur fest sig í sessi sem þristur. Gríðarlega líkamlega sterkur og öflugur. Verður vonandi betri með árunum. Sannkallaður vinnuþjarkur. Ýmir Örn Gíslason, vörn - 5 (6 stopp - 38:16 mín.) Það er hrein unun að fylgjast með píparanum í hjarta íslensku varnarinnar. Hann stígur vart feilspor, leggur sig allan fram og smitar út frá sér með krafti sínum og dugnaði. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 5 (6 mörk - 30:55 mín.) Ólafur átti frábæran leik frá upphafi til enda. Öflugur í sókninni og í vörninni er ekki hægt að kvarta yfir hans framlagi. Vonandi hefur hann fengið það sjálfstraust sem þarf til að fleyta liðinu yfir erfiðari hjalla en í síðustu leikjum. Frábært framlag. Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 3 (3 varin skot- 6:03 mín.) Kom inn í markið undir lokin sem er ekki alltaf auðvelt. Náði að klukka nokkra bolta og virðist sterkari og betri eftir dvöl sína hjá Kolding í Danmörku. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (2 mörk - 30:00 mín.) Sigvaldi spilaði síðari hálfleikinn sem fyrr. Skilaði sínu. Leikmaður sem þarf betri þjónustu. Við þurfum ekki að ræða hæfileikana. Bara spurning hvenær hann nær alvöru leik. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - 3 (2 mörk - 4:03 mín.) Frábær innkoma á sínu fyrsta stórmóti og tvær neglur í skeytin. Skytta af guðs náð. Þetta er maðurinn sem okkur hefur vantað hægra megin á vellinum. Vonandi fær hann tækifæri í milliriðlinum til að sýna hvað í honum býr. Alexander Petersson, hægri skytta - 4 (0 mörk - 17:34 mín.) Alexander gefur liðinu ótrúlega mikið. Nærvera hans hjálpar ungum leikmönnum Íslands. Maður sem leggur sig alltaf hundrað prósent fram sem er til eftirbreytni fyrir þá yngri sem eru að taka við keflinu. Elliði Snær Viðarsson, lína - 4 (1 mark - 20:16 mín.) Elliði verður sterkari með hverjum leiknum. Virkar oft klaufalegur í brotum sem verður að skrifast á reynsluleysi á stóra sviðinu. Er að festa sig í sessi sem einn af lykilvarnarmönnum íslenska liðsins. Oddur Grétarsson, vinstra horn - spilaði of lítið Magnús Óli Magnússon, leikstjórnandi - spilaði of lítið Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 5 Íslenska liðið náði takmarki sínu á þessu heimsmeistaramóti en Guðmundur ætlaði að koma liðinu í milliriðla. Nú vandast hins vegar verkið og áskorunin er sannarlega stór hvort íslenska liðið sé komið á þann stað að geta keppt við þá bestu. Næstkomandi sunnudag fáum við og Guðmundur svör við því. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Alsír: Gísli og Bjarki bestir af mörgum góðum Það voru margir að spila vel í íslenska landsliðinu í stórsigri á Alsírbúum og tveir leikmenn fengu fullt hús í einkunnagjöf okkar. 16. janúar 2021 22:05 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Bjarki og Ýmir bestir í kvöld Vísir fór eins og vanalega yfir frammistöðu íslensku strákanna í leiknum í kvöld. 14. janúar 2021 22:11 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið vann átta marka sigur á Marokkó, 31-23, í þriðja og síðasta leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi Íslensku strákarnir gerðu það sem þurfti til að landa frekar þægilegum sigri í kvöld og tryggja sig endanlega með tvö stig inn í milliriðil. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Viggó Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson hafa nýtt tækifærin sín vel í síðustu leikjum og þeir voru bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld að mati okkar. Saman voru þeir með tíu mörk í fyrri hálfleiknum og skoruðu sex mörk hvor. Björgvin Páll Gústavsson sýndi líka mjög góða frammistöðu í markinu annan leikinn í röð. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Marokkó: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5 (13 varin skot- 52:58 mín.) Átti frábæran leik annan leikinn í röð. Margir hafa haft efasemdir um Björgvin Pál en hann hefur heldur betur þaggað niðri í mönnum. Okkar langbesti markvörður. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 4 (4/2 mörk - 55:44 mín.) Bjarki Már hefur verið á flugi í síðustu leikjum íslenska landsliðsins en hann lækkaði flugið í leiknum gegn Marokkó. Hann fann ekki alveg þann rytma og takt sem hann hefur verið í í síðustu leikjum. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 29:05 mín.) Skilaði frábæru verki í varnarleiknum og einn albesti varnarmaður íslenska liðsins. Fékk á lúðurinn eftir tíu mínútur. Það virtist slá hann út af laginu. Á mikið inni. Næstu leikur munu skera úr um hvert hann er kominn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4 (5 mörk - 22:42 mín.) Gísli spilaði af fítonskrafti gegn Alsír en það tók hann tíma að finna takt í leiknum gegn Marokkó í kvöld. Hann náði sér hins vegar vel á strik þegar líða fór á leikinn og er leikstjórnandi sem íslenska liðinu hefur sárlega vantað. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 5 (6 mörk - 39:00 mín.) Viggó var frábær í fyrri hálfleiknum og spilaði þá sinn besta leik. Gríðarlega kvikur og frábær gegnumbrotsmaður. Átti einnig góða kafla í varnarleiknum. Náði ekki alveg að fylgja góðum leik í fyrri hálfleiknum eftir í þeim síðari. Engu að síður frábær leikur. Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 3 (1 mark - 30:00 mín.) Arnór spilaði fyrri hálfleikinn að vanda. Fékk úr litlu að moða og sóttist líka eftir litlu. Maður sem á mikið inni og kannski kemur hann sterkari inn í milliriðlinum þegar andstæðingarnir verða erfiðari. Arnar Freyr Arnarsson, lína - 4 (1 mark - 37:44 mín.) Hnökralaus leikur hjá Arnari Frey. Hefur fest sig í sessi sem þristur. Gríðarlega líkamlega sterkur og öflugur. Verður vonandi betri með árunum. Sannkallaður vinnuþjarkur. Ýmir Örn Gíslason, vörn - 5 (6 stopp - 38:16 mín.) Það er hrein unun að fylgjast með píparanum í hjarta íslensku varnarinnar. Hann stígur vart feilspor, leggur sig allan fram og smitar út frá sér með krafti sínum og dugnaði. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 5 (6 mörk - 30:55 mín.) Ólafur átti frábæran leik frá upphafi til enda. Öflugur í sókninni og í vörninni er ekki hægt að kvarta yfir hans framlagi. Vonandi hefur hann fengið það sjálfstraust sem þarf til að fleyta liðinu yfir erfiðari hjalla en í síðustu leikjum. Frábært framlag. Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 3 (3 varin skot- 6:03 mín.) Kom inn í markið undir lokin sem er ekki alltaf auðvelt. Náði að klukka nokkra bolta og virðist sterkari og betri eftir dvöl sína hjá Kolding í Danmörku. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (2 mörk - 30:00 mín.) Sigvaldi spilaði síðari hálfleikinn sem fyrr. Skilaði sínu. Leikmaður sem þarf betri þjónustu. Við þurfum ekki að ræða hæfileikana. Bara spurning hvenær hann nær alvöru leik. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - 3 (2 mörk - 4:03 mín.) Frábær innkoma á sínu fyrsta stórmóti og tvær neglur í skeytin. Skytta af guðs náð. Þetta er maðurinn sem okkur hefur vantað hægra megin á vellinum. Vonandi fær hann tækifæri í milliriðlinum til að sýna hvað í honum býr. Alexander Petersson, hægri skytta - 4 (0 mörk - 17:34 mín.) Alexander gefur liðinu ótrúlega mikið. Nærvera hans hjálpar ungum leikmönnum Íslands. Maður sem leggur sig alltaf hundrað prósent fram sem er til eftirbreytni fyrir þá yngri sem eru að taka við keflinu. Elliði Snær Viðarsson, lína - 4 (1 mark - 20:16 mín.) Elliði verður sterkari með hverjum leiknum. Virkar oft klaufalegur í brotum sem verður að skrifast á reynsluleysi á stóra sviðinu. Er að festa sig í sessi sem einn af lykilvarnarmönnum íslenska liðsins. Oddur Grétarsson, vinstra horn - spilaði of lítið Magnús Óli Magnússon, leikstjórnandi - spilaði of lítið Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 5 Íslenska liðið náði takmarki sínu á þessu heimsmeistaramóti en Guðmundur ætlaði að koma liðinu í milliriðla. Nú vandast hins vegar verkið og áskorunin er sannarlega stór hvort íslenska liðið sé komið á þann stað að geta keppt við þá bestu. Næstkomandi sunnudag fáum við og Guðmundur svör við því. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Alsír: Gísli og Bjarki bestir af mörgum góðum Það voru margir að spila vel í íslenska landsliðinu í stórsigri á Alsírbúum og tveir leikmenn fengu fullt hús í einkunnagjöf okkar. 16. janúar 2021 22:05 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Bjarki og Ýmir bestir í kvöld Vísir fór eins og vanalega yfir frammistöðu íslensku strákanna í leiknum í kvöld. 14. janúar 2021 22:11 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Alsír: Gísli og Bjarki bestir af mörgum góðum Það voru margir að spila vel í íslenska landsliðinu í stórsigri á Alsírbúum og tveir leikmenn fengu fullt hús í einkunnagjöf okkar. 16. janúar 2021 22:05
Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Bjarki og Ýmir bestir í kvöld Vísir fór eins og vanalega yfir frammistöðu íslensku strákanna í leiknum í kvöld. 14. janúar 2021 22:11
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti