Íslensku strákarnir fögnuðu átta marka sigri og tveimur stigum með í farteskinu í milliriðil en fólskuleg brot settu ljótan svip á leikinn.
Marokkómenn fengu þrjú rauð spjöld í leiknum og voru sendir upp í stúku þrátt fyrir að halda fram sakleysi. Dómararnir fóru að skoða myndir af brotunum og voru ekki í neinum vafa.
Ljótasta brotið var líklega það síðasta á Viggó Kristjánssyni en fyrir að fékk Hicham Hakimi ekki aðeins rautt spjald heldur einnig það bláa. Hans bíður því leikbann í Forsetabikarnum.
En aften ved mikrofonen. Mig: "Hvad i alverden har I gang i, Marokko? @BentNyegaard: Det er simpelthen så pinligt". Tre spillere smidt ud med direkte røde og blå kort. Samlet nåede Marokko op på i alt 6 stk. i tre VM kampe, voldsomt. https://t.co/FYYsgmcuq2 #hndbld #Egypt2021
— Thomas Kristensen (@ThomasKTV2) January 18, 2021
Hicham Hakimi keyrði þá í Viggó í loftinu þannig að íslenski landsliðsmaðurinn skall í jörðinni.
„Hvað í fjandanum eru þið að gera Marokkó? Þetta var gjörsamlega glórulaus tækling,“ sagði Thomas Kristensen hjá TV2 og Bent Nyegaard tók undir þetta.
„Þetta er einfaldlega vandræðalegt. Þeir líta framhjá því að þetta eru manneskjur sem eru að spila,“ sagði Bent Nyegaard og Thomas Kristensen tók orðið af honum.
„Þetta er svínslegt og þriðja rauða spjaldið þeirra. Þetta á ekkert skylt við handbolta,“ sagði Kristensen.
Þetta var annar leikurinn á heimsmeistaramótinu sem leikmenn Marokkó fá þrjú rauð spjöld en þrír þeirra voru einnig reknir útaf í fyrsta leik liðsins á móti Alsír.