Vinnum Sviss og Frakkland eða Noreg Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2021 15:00 Sigvaldi Björn Guðjónsson búinn að koma sér í dauðafæri á línunni gegn Marokkó í gærkvöld. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Sérfræðingarnir í Sportinu í dag voru sammála um að Ísland ætti að vinna Sviss í milliriðlinum á HM í handbolta, en ósammála um möguleika liðsins gegn Frakklandi og Noregi. Ísland mætir Sviss á morgun kl. 14.30, því næst Frakklandi á föstudag og loks Noregi á sunnudaginn. Staðan í milliriðlinum: Portúgal 4 Frakkland 4 Ísland 2 Noregur 2 Sviss 0 Alsír 0 „Ég er alltaf svo peppaður. Ég er alltaf mjög jákvæður fyrir þessu. Við tökum Sviss, og tökum svo annan leikinn af hinum tveimur. Ég veit ekki alveg hvorn,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður, í HM-útgáfu hlaðvarpsins Sportið í dag. „Þó að við höfum verið lélegir gegn Portúgal í fyrsta leik þá vil ég ekki meina að það sé allt farið í vaskinn. Þetta verður svona 3-4 marka sigur á Sviss og svo tökum við annan hinna leikjanna með einu marki,“ sagði Ásgeir. Jóhann Gunnar Einarsson sagði Ísland einfaldlega ekki nógu nálægt getustigi Frakklands og Noregs eins og staðan væri í dag. Erum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum „Ég er aðeins svartsýnni en Ásgeir. Ég held að við vinnum Sviss, en ég held að við séum töluvert langt á eftir liðum eins og Frakklandi og Noregi. Bara út af líkamlegu atgervi, þegar lið fara að bakka á móti okkur með sterka 6-0 vörn. Þeir horfa væntanlega á Portúgalsleikinn og segja; „Já, það er enginn sem ætlar að skjóta fyrir utan.“ Vissulega er Óli Guðmunds kominn betur inn, Donni [Kristján Örn Kristjánsson] átti flotta innkomu og Viggó [Kristjánsson] fékk aðeins fíling. Menn eru að koma til baka eftir mjög slæman leik fyrst, en ég held að við séum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum í dag, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er ekki með. En ef við náum sigri á móti Sviss og vonandi að veita Noregi eða Frakklandi keppni, þá verð ég sáttur. En ég held að þetta verði bara sigur á móti Sviss, því miður. Þetta mót verði því bara „allt í lagi, ekki gott“,“ sagði Jóhann. „Veit bara að við eigum að vera betri“ Henry Birgir Gunnarsson benti á að ekkert væri öruggt varðandi sigur gegn Sviss: „Engan veginn. Þetta verður hörkuviðureign. Nú þekki ég ekkert rosalega vel inn á þetta svissneska lið, ég kannast ekki við marga leikmenn þarna, og út frá sögunni finnst manni að við eigum að vinna. En nákvæmlega hver gæðamunurinn er á liðunum veit ég ekki. Ég veit bara að við eigum að vera betri,“ sagði Ásgeir. „Þeir töpuðu bara með einu marki á móti Frakklandi þannig að það er greinilega eitthvað í þetta lið spunnið,“ sagði Jóhann, og bætti við: „Á móti kemur að ef að við vinnum Sviss með 3-5 mörkum þá getum við líka sagt að við getum alveg strítt Frakklandi. Þeir eru kannski með sitt lakasta lið í langan tíma. Noregur er ekki að spila eins vel og fólk hélt. Þetta mót er mjög skrýtið, það vantar marga leikmenn í mörg lið, og leikmenn eru kannski ekki í frábæru leikformi. Það er allt opið í þessu. Vonin er sterk og maður vonar svo innilega að fyrir síðasta leik þurfi maður að setja upp einhverjar 17 útfærslur um hvað gæti gerst. Að það sé möguleiki á að komast áfram.“ HM 2021 í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira
Ísland mætir Sviss á morgun kl. 14.30, því næst Frakklandi á föstudag og loks Noregi á sunnudaginn. Staðan í milliriðlinum: Portúgal 4 Frakkland 4 Ísland 2 Noregur 2 Sviss 0 Alsír 0 „Ég er alltaf svo peppaður. Ég er alltaf mjög jákvæður fyrir þessu. Við tökum Sviss, og tökum svo annan leikinn af hinum tveimur. Ég veit ekki alveg hvorn,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður, í HM-útgáfu hlaðvarpsins Sportið í dag. „Þó að við höfum verið lélegir gegn Portúgal í fyrsta leik þá vil ég ekki meina að það sé allt farið í vaskinn. Þetta verður svona 3-4 marka sigur á Sviss og svo tökum við annan hinna leikjanna með einu marki,“ sagði Ásgeir. Jóhann Gunnar Einarsson sagði Ísland einfaldlega ekki nógu nálægt getustigi Frakklands og Noregs eins og staðan væri í dag. Erum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum „Ég er aðeins svartsýnni en Ásgeir. Ég held að við vinnum Sviss, en ég held að við séum töluvert langt á eftir liðum eins og Frakklandi og Noregi. Bara út af líkamlegu atgervi, þegar lið fara að bakka á móti okkur með sterka 6-0 vörn. Þeir horfa væntanlega á Portúgalsleikinn og segja; „Já, það er enginn sem ætlar að skjóta fyrir utan.“ Vissulega er Óli Guðmunds kominn betur inn, Donni [Kristján Örn Kristjánsson] átti flotta innkomu og Viggó [Kristjánsson] fékk aðeins fíling. Menn eru að koma til baka eftir mjög slæman leik fyrst, en ég held að við séum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum í dag, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er ekki með. En ef við náum sigri á móti Sviss og vonandi að veita Noregi eða Frakklandi keppni, þá verð ég sáttur. En ég held að þetta verði bara sigur á móti Sviss, því miður. Þetta mót verði því bara „allt í lagi, ekki gott“,“ sagði Jóhann. „Veit bara að við eigum að vera betri“ Henry Birgir Gunnarsson benti á að ekkert væri öruggt varðandi sigur gegn Sviss: „Engan veginn. Þetta verður hörkuviðureign. Nú þekki ég ekkert rosalega vel inn á þetta svissneska lið, ég kannast ekki við marga leikmenn þarna, og út frá sögunni finnst manni að við eigum að vinna. En nákvæmlega hver gæðamunurinn er á liðunum veit ég ekki. Ég veit bara að við eigum að vera betri,“ sagði Ásgeir. „Þeir töpuðu bara með einu marki á móti Frakklandi þannig að það er greinilega eitthvað í þetta lið spunnið,“ sagði Jóhann, og bætti við: „Á móti kemur að ef að við vinnum Sviss með 3-5 mörkum þá getum við líka sagt að við getum alveg strítt Frakklandi. Þeir eru kannski með sitt lakasta lið í langan tíma. Noregur er ekki að spila eins vel og fólk hélt. Þetta mót er mjög skrýtið, það vantar marga leikmenn í mörg lið, og leikmenn eru kannski ekki í frábæru leikformi. Það er allt opið í þessu. Vonin er sterk og maður vonar svo innilega að fyrir síðasta leik þurfi maður að setja upp einhverjar 17 útfærslur um hvað gæti gerst. Að það sé möguleiki á að komast áfram.“
HM 2021 í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira