Vinnum Sviss og Frakkland eða Noreg Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2021 15:00 Sigvaldi Björn Guðjónsson búinn að koma sér í dauðafæri á línunni gegn Marokkó í gærkvöld. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Sérfræðingarnir í Sportinu í dag voru sammála um að Ísland ætti að vinna Sviss í milliriðlinum á HM í handbolta, en ósammála um möguleika liðsins gegn Frakklandi og Noregi. Ísland mætir Sviss á morgun kl. 14.30, því næst Frakklandi á föstudag og loks Noregi á sunnudaginn. Staðan í milliriðlinum: Portúgal 4 Frakkland 4 Ísland 2 Noregur 2 Sviss 0 Alsír 0 „Ég er alltaf svo peppaður. Ég er alltaf mjög jákvæður fyrir þessu. Við tökum Sviss, og tökum svo annan leikinn af hinum tveimur. Ég veit ekki alveg hvorn,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður, í HM-útgáfu hlaðvarpsins Sportið í dag. „Þó að við höfum verið lélegir gegn Portúgal í fyrsta leik þá vil ég ekki meina að það sé allt farið í vaskinn. Þetta verður svona 3-4 marka sigur á Sviss og svo tökum við annan hinna leikjanna með einu marki,“ sagði Ásgeir. Jóhann Gunnar Einarsson sagði Ísland einfaldlega ekki nógu nálægt getustigi Frakklands og Noregs eins og staðan væri í dag. Erum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum „Ég er aðeins svartsýnni en Ásgeir. Ég held að við vinnum Sviss, en ég held að við séum töluvert langt á eftir liðum eins og Frakklandi og Noregi. Bara út af líkamlegu atgervi, þegar lið fara að bakka á móti okkur með sterka 6-0 vörn. Þeir horfa væntanlega á Portúgalsleikinn og segja; „Já, það er enginn sem ætlar að skjóta fyrir utan.“ Vissulega er Óli Guðmunds kominn betur inn, Donni [Kristján Örn Kristjánsson] átti flotta innkomu og Viggó [Kristjánsson] fékk aðeins fíling. Menn eru að koma til baka eftir mjög slæman leik fyrst, en ég held að við séum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum í dag, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er ekki með. En ef við náum sigri á móti Sviss og vonandi að veita Noregi eða Frakklandi keppni, þá verð ég sáttur. En ég held að þetta verði bara sigur á móti Sviss, því miður. Þetta mót verði því bara „allt í lagi, ekki gott“,“ sagði Jóhann. „Veit bara að við eigum að vera betri“ Henry Birgir Gunnarsson benti á að ekkert væri öruggt varðandi sigur gegn Sviss: „Engan veginn. Þetta verður hörkuviðureign. Nú þekki ég ekkert rosalega vel inn á þetta svissneska lið, ég kannast ekki við marga leikmenn þarna, og út frá sögunni finnst manni að við eigum að vinna. En nákvæmlega hver gæðamunurinn er á liðunum veit ég ekki. Ég veit bara að við eigum að vera betri,“ sagði Ásgeir. „Þeir töpuðu bara með einu marki á móti Frakklandi þannig að það er greinilega eitthvað í þetta lið spunnið,“ sagði Jóhann, og bætti við: „Á móti kemur að ef að við vinnum Sviss með 3-5 mörkum þá getum við líka sagt að við getum alveg strítt Frakklandi. Þeir eru kannski með sitt lakasta lið í langan tíma. Noregur er ekki að spila eins vel og fólk hélt. Þetta mót er mjög skrýtið, það vantar marga leikmenn í mörg lið, og leikmenn eru kannski ekki í frábæru leikformi. Það er allt opið í þessu. Vonin er sterk og maður vonar svo innilega að fyrir síðasta leik þurfi maður að setja upp einhverjar 17 útfærslur um hvað gæti gerst. Að það sé möguleiki á að komast áfram.“ HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Sjá meira
Ísland mætir Sviss á morgun kl. 14.30, því næst Frakklandi á föstudag og loks Noregi á sunnudaginn. Staðan í milliriðlinum: Portúgal 4 Frakkland 4 Ísland 2 Noregur 2 Sviss 0 Alsír 0 „Ég er alltaf svo peppaður. Ég er alltaf mjög jákvæður fyrir þessu. Við tökum Sviss, og tökum svo annan leikinn af hinum tveimur. Ég veit ekki alveg hvorn,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður, í HM-útgáfu hlaðvarpsins Sportið í dag. „Þó að við höfum verið lélegir gegn Portúgal í fyrsta leik þá vil ég ekki meina að það sé allt farið í vaskinn. Þetta verður svona 3-4 marka sigur á Sviss og svo tökum við annan hinna leikjanna með einu marki,“ sagði Ásgeir. Jóhann Gunnar Einarsson sagði Ísland einfaldlega ekki nógu nálægt getustigi Frakklands og Noregs eins og staðan væri í dag. Erum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum „Ég er aðeins svartsýnni en Ásgeir. Ég held að við vinnum Sviss, en ég held að við séum töluvert langt á eftir liðum eins og Frakklandi og Noregi. Bara út af líkamlegu atgervi, þegar lið fara að bakka á móti okkur með sterka 6-0 vörn. Þeir horfa væntanlega á Portúgalsleikinn og segja; „Já, það er enginn sem ætlar að skjóta fyrir utan.“ Vissulega er Óli Guðmunds kominn betur inn, Donni [Kristján Örn Kristjánsson] átti flotta innkomu og Viggó [Kristjánsson] fékk aðeins fíling. Menn eru að koma til baka eftir mjög slæman leik fyrst, en ég held að við séum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum í dag, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er ekki með. En ef við náum sigri á móti Sviss og vonandi að veita Noregi eða Frakklandi keppni, þá verð ég sáttur. En ég held að þetta verði bara sigur á móti Sviss, því miður. Þetta mót verði því bara „allt í lagi, ekki gott“,“ sagði Jóhann. „Veit bara að við eigum að vera betri“ Henry Birgir Gunnarsson benti á að ekkert væri öruggt varðandi sigur gegn Sviss: „Engan veginn. Þetta verður hörkuviðureign. Nú þekki ég ekkert rosalega vel inn á þetta svissneska lið, ég kannast ekki við marga leikmenn þarna, og út frá sögunni finnst manni að við eigum að vinna. En nákvæmlega hver gæðamunurinn er á liðunum veit ég ekki. Ég veit bara að við eigum að vera betri,“ sagði Ásgeir. „Þeir töpuðu bara með einu marki á móti Frakklandi þannig að það er greinilega eitthvað í þetta lið spunnið,“ sagði Jóhann, og bætti við: „Á móti kemur að ef að við vinnum Sviss með 3-5 mörkum þá getum við líka sagt að við getum alveg strítt Frakklandi. Þeir eru kannski með sitt lakasta lið í langan tíma. Noregur er ekki að spila eins vel og fólk hélt. Þetta mót er mjög skrýtið, það vantar marga leikmenn í mörg lið, og leikmenn eru kannski ekki í frábæru leikformi. Það er allt opið í þessu. Vonin er sterk og maður vonar svo innilega að fyrir síðasta leik þurfi maður að setja upp einhverjar 17 útfærslur um hvað gæti gerst. Að það sé möguleiki á að komast áfram.“
HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Sjá meira