Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2021 12:20 Donald Trump hefur verið tíðrætt um að „djúpríki“ embættismanna hafi barist gegn sér og virðist hafa lagt mikið púður í að skapa sitt eigið djúpríki. AP/Evan Vucci Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. Trump hefur margsinnis rætt um „djúpríkið“ svokallaða, tengslanet frjálslyndra embættismanna sem eiga að hafa staðið í vegi hans og mun forsetinn fráfarandi mögulega skilja slíkt eftir sig. Samkvæmt umfjöllun Politico hafa margir hápólitískir pólitískt skipaðir embættismenn fært sig yfir í valdamikil opinber störf að undanförnu. Þessum störfum fylgja þar að auki reglur sem gera nýrri ríkisstjórn erfitt að víkja fólki úr þeim. Fjöldi þessara færslna er sagður meiri en gengur og gerist í aðdraganda stjórnarskipta í Bandaríkjunum. Trump hafði gefið út forsetatilskipun í október sem gerði pólitískum embættismönnum auðveldara með að komast hjá hæfnikröfum og færa sig beint yfir í önnur opinber störf. Þá segir Politico að skortur á gagnsæislögum leiði til þess að mögulega verði ekki hægt að segja til um nákvæmlega hve margir pólitískt skipaðir embættismenn hafi tryggt sig í sessi með því að færa sig í starfi, fyrr en eftir einhverja mánuði. Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á morgun.AP/Andrew Harnik Búist er við því að Biden muni fljótt fella forsetatilskipun Trumps niður en ráðgjafar hans, verkalýðsfélög, þingmenn og eftirlitsaðilar hafa vakið athygli á málinu og lýst yfir áhyggjum af því að þessir embættismenn muni vinna gegn ríkisstjórn Bidens. Segjast meðvitaðir um málið Meðal þess sem Biden-liðar eru sagðir hafa rætt sín á milli er að fá innri endurskoðendur ríkisstofnana til að fara yfir hve margir hafi nýtt forsetatilskipun Trumps til að komast hjá hæfnikröfum og færa sig milli starfa. Í yfirlýsingu frá Biden-liðum til Politico segir að þar á bæ séu allir meðvitaðir um viðleitni fráfarandi ríkisstjórnar við að færa pólitískt skipaða embættismenn í milli starfa. Unnið verði að því að byggja upp traust innan hins opinbera og farið verði yfir aðgerðir ríkisstjórnar Trumps. Meðal þeirra sem um ræðir er Michael Ellis. Sá starfaði áður fyrir þingmanninn Devin Nunes, sem er ötull stuðningsmaður Trumps, og er nú orðinn einn af æðstu lögmönnum NSA-leyniþjónustunnar. Christopher Miller, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði yfirmanni NSA að skipa Ellis í stöðuna. Það gerði hann skömmu eftir að Trump rak Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, í tísti eftir forsetakosningarnar í nóvember og skipaði Miller í hans stað. Líklegasta lausnin að færa fólk í starfi Politico segir að það gæti reynst ríkisstjórn Bidens tímafrekt og erfitt að reka þetta fólk úr störfum sem þau hafi tryggt sér. Nauðsynlegt sé að sanna að viðkomandi séu ekki hæfir og einnig sé hægt að kanna hvort reglur hafi verið brotnar við hliðfærslur þeirra. Heimildarmenn miðilsins úr búðum Bidens segja að líklegasta niðurstaðan verði sú að þetta fólk verði fært til í starfi svo það hafi ekki aðgang að leynilegum upplýsingum og hafi ekki áhrif á stefnumál. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09 Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25 Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38 Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Trump hefur margsinnis rætt um „djúpríkið“ svokallaða, tengslanet frjálslyndra embættismanna sem eiga að hafa staðið í vegi hans og mun forsetinn fráfarandi mögulega skilja slíkt eftir sig. Samkvæmt umfjöllun Politico hafa margir hápólitískir pólitískt skipaðir embættismenn fært sig yfir í valdamikil opinber störf að undanförnu. Þessum störfum fylgja þar að auki reglur sem gera nýrri ríkisstjórn erfitt að víkja fólki úr þeim. Fjöldi þessara færslna er sagður meiri en gengur og gerist í aðdraganda stjórnarskipta í Bandaríkjunum. Trump hafði gefið út forsetatilskipun í október sem gerði pólitískum embættismönnum auðveldara með að komast hjá hæfnikröfum og færa sig beint yfir í önnur opinber störf. Þá segir Politico að skortur á gagnsæislögum leiði til þess að mögulega verði ekki hægt að segja til um nákvæmlega hve margir pólitískt skipaðir embættismenn hafi tryggt sig í sessi með því að færa sig í starfi, fyrr en eftir einhverja mánuði. Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á morgun.AP/Andrew Harnik Búist er við því að Biden muni fljótt fella forsetatilskipun Trumps niður en ráðgjafar hans, verkalýðsfélög, þingmenn og eftirlitsaðilar hafa vakið athygli á málinu og lýst yfir áhyggjum af því að þessir embættismenn muni vinna gegn ríkisstjórn Bidens. Segjast meðvitaðir um málið Meðal þess sem Biden-liðar eru sagðir hafa rætt sín á milli er að fá innri endurskoðendur ríkisstofnana til að fara yfir hve margir hafi nýtt forsetatilskipun Trumps til að komast hjá hæfnikröfum og færa sig milli starfa. Í yfirlýsingu frá Biden-liðum til Politico segir að þar á bæ séu allir meðvitaðir um viðleitni fráfarandi ríkisstjórnar við að færa pólitískt skipaða embættismenn í milli starfa. Unnið verði að því að byggja upp traust innan hins opinbera og farið verði yfir aðgerðir ríkisstjórnar Trumps. Meðal þeirra sem um ræðir er Michael Ellis. Sá starfaði áður fyrir þingmanninn Devin Nunes, sem er ötull stuðningsmaður Trumps, og er nú orðinn einn af æðstu lögmönnum NSA-leyniþjónustunnar. Christopher Miller, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði yfirmanni NSA að skipa Ellis í stöðuna. Það gerði hann skömmu eftir að Trump rak Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, í tísti eftir forsetakosningarnar í nóvember og skipaði Miller í hans stað. Líklegasta lausnin að færa fólk í starfi Politico segir að það gæti reynst ríkisstjórn Bidens tímafrekt og erfitt að reka þetta fólk úr störfum sem þau hafi tryggt sér. Nauðsynlegt sé að sanna að viðkomandi séu ekki hæfir og einnig sé hægt að kanna hvort reglur hafi verið brotnar við hliðfærslur þeirra. Heimildarmenn miðilsins úr búðum Bidens segja að líklegasta niðurstaðan verði sú að þetta fólk verði fært til í starfi svo það hafi ekki aðgang að leynilegum upplýsingum og hafi ekki áhrif á stefnumál.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09 Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25 Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38 Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35
Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09
Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25
Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38
Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13