Fögnuðu ekki fyrr en í búningsklefanum hálftíma eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 14:00 Opna sportblaðs DV eftir sigurinn á Sviss 1999. Skjámynd/timarit.is/DV Íslenska karlalandsliðið mætir Sviss í næsta leik sínum á HM í handbolta í Egyptalandi en ein eftirminnilegasta uppákoman í sögu íslenska karlalandsliðsins var einmitt í leik á móti Svisslendingum. Ísland hefur margoft mætt Sviss í gegnum tíðina hvort sem það var á stórmótum, í b-keppnum, í undankeppnum eða í vináttulandsleikjum. Leikurinn í Kaplakrika 30. maí 1999 stendur þó örugglega upp úr. Íslenska landsliðið hafði á þessum tíma aldrei komist á Evrópumótið sem hafði verið haldið á tveggja ára fresti frá árinu 1994. Ísland var í riðli með Sviss og Kýpur þar sem var barist um eitt sæti í umspilinu um laust sæti á EM. Vonin virtist vera úti eftir níu marka skell út í Sviss aðeins þremur dögum fyrr, 29-20.Íslensku strákunum tókst hins vegar hið ótrúlega sem var að vinna níu marka sigur í þessum leik í Kaplakrikanum en leikurinn vannst 32-23. Róbert Julian Duranona skoraði 10 mörk í leiknum og Bjarki Sigurðsson var með sjö mörk. Tíunda mark Duranona skoraði hann um rétt áður en lokaflautan gall og það mark átti eftir að skipta miklu máli. Það vissi það enginn þó strax. Eftir leik þorði nefnilega hvorugt liðið að fagna sigri því reglurnar voru ekki á hreinu.Voru það mörk á útivelli sem réðu eða heildarmarkatalan? Þar sem að þetta var riðill en ekki umspil þá kom það á endanum í ljós að stórsigrar Íslands á Kýpur komu íslenska liðinu áfram.Íslensku strákarnir óttuðust að útivallarmörkin í leikjunum við Sviss myndu tryggja Svisslendingum sætið í umspilinu og gengu því súrir af velli. Staðfesting um að Ísland væri komið áfram fékkst ekki fyrr en klukkan 22.30 eftir að Örn Magnússon, framkvæmdastjóri HSÍ, náði sambandi við Kjartan Steinbach, þáverandi formann dómaranefndar Alþjóða handboltasambandsins. Á þessum tíma stóð einmitt yfir heimsmeistaramót í Egyptalandi eins og ný. Kjartan var staddur á HM og var með Manfred Brause sem var með honum dómaranefnd IHF. Þeir lögðust yfir reglugerðir IHF og komust að því að þar kæmi ekki annað fram en að Ísland væri komið áfram. Íslensku strákarnir fögnuðu því ekki sigri fyrr en í búningsklefanum hálftíma eftir leik. Opnumynd íþróttablaðs DV var af þeim fagna sigri í sturtunni eins og sjá má hér fyrir ofan. Þetta var líka sögulegur leikur fyrir þær sakir að þetta var síðasti landsleikur Geirs Sveinssonar sem skoraði níu mörk í leiknum. Geir lék þarna sinn 328. og síðasta landsleik en hann átti landsleikjametið þar til að Guðmundur Hrafnkelsson sló það í janúar 2002. Íslenska landsliðið hafði síðan betur á móti Makedóníu í umspili um sæti á EM 2000. Íslenska liðið komst því á sitt fyrsta Evrópumót og hefur ekki misst af móti síðan. EM i fyrra var ellefta Evrópumót Íslands í röð. HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Ísland hefur margoft mætt Sviss í gegnum tíðina hvort sem það var á stórmótum, í b-keppnum, í undankeppnum eða í vináttulandsleikjum. Leikurinn í Kaplakrika 30. maí 1999 stendur þó örugglega upp úr. Íslenska landsliðið hafði á þessum tíma aldrei komist á Evrópumótið sem hafði verið haldið á tveggja ára fresti frá árinu 1994. Ísland var í riðli með Sviss og Kýpur þar sem var barist um eitt sæti í umspilinu um laust sæti á EM. Vonin virtist vera úti eftir níu marka skell út í Sviss aðeins þremur dögum fyrr, 29-20.Íslensku strákunum tókst hins vegar hið ótrúlega sem var að vinna níu marka sigur í þessum leik í Kaplakrikanum en leikurinn vannst 32-23. Róbert Julian Duranona skoraði 10 mörk í leiknum og Bjarki Sigurðsson var með sjö mörk. Tíunda mark Duranona skoraði hann um rétt áður en lokaflautan gall og það mark átti eftir að skipta miklu máli. Það vissi það enginn þó strax. Eftir leik þorði nefnilega hvorugt liðið að fagna sigri því reglurnar voru ekki á hreinu.Voru það mörk á útivelli sem réðu eða heildarmarkatalan? Þar sem að þetta var riðill en ekki umspil þá kom það á endanum í ljós að stórsigrar Íslands á Kýpur komu íslenska liðinu áfram.Íslensku strákarnir óttuðust að útivallarmörkin í leikjunum við Sviss myndu tryggja Svisslendingum sætið í umspilinu og gengu því súrir af velli. Staðfesting um að Ísland væri komið áfram fékkst ekki fyrr en klukkan 22.30 eftir að Örn Magnússon, framkvæmdastjóri HSÍ, náði sambandi við Kjartan Steinbach, þáverandi formann dómaranefndar Alþjóða handboltasambandsins. Á þessum tíma stóð einmitt yfir heimsmeistaramót í Egyptalandi eins og ný. Kjartan var staddur á HM og var með Manfred Brause sem var með honum dómaranefnd IHF. Þeir lögðust yfir reglugerðir IHF og komust að því að þar kæmi ekki annað fram en að Ísland væri komið áfram. Íslensku strákarnir fögnuðu því ekki sigri fyrr en í búningsklefanum hálftíma eftir leik. Opnumynd íþróttablaðs DV var af þeim fagna sigri í sturtunni eins og sjá má hér fyrir ofan. Þetta var líka sögulegur leikur fyrir þær sakir að þetta var síðasti landsleikur Geirs Sveinssonar sem skoraði níu mörk í leiknum. Geir lék þarna sinn 328. og síðasta landsleik en hann átti landsleikjametið þar til að Guðmundur Hrafnkelsson sló það í janúar 2002. Íslenska landsliðið hafði síðan betur á móti Makedóníu í umspili um sæti á EM 2000. Íslenska liðið komst því á sitt fyrsta Evrópumót og hefur ekki misst af móti síðan. EM i fyrra var ellefta Evrópumót Íslands í röð.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira