Fögnuðu ekki fyrr en í búningsklefanum hálftíma eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 14:00 Opna sportblaðs DV eftir sigurinn á Sviss 1999. Skjámynd/timarit.is/DV Íslenska karlalandsliðið mætir Sviss í næsta leik sínum á HM í handbolta í Egyptalandi en ein eftirminnilegasta uppákoman í sögu íslenska karlalandsliðsins var einmitt í leik á móti Svisslendingum. Ísland hefur margoft mætt Sviss í gegnum tíðina hvort sem það var á stórmótum, í b-keppnum, í undankeppnum eða í vináttulandsleikjum. Leikurinn í Kaplakrika 30. maí 1999 stendur þó örugglega upp úr. Íslenska landsliðið hafði á þessum tíma aldrei komist á Evrópumótið sem hafði verið haldið á tveggja ára fresti frá árinu 1994. Ísland var í riðli með Sviss og Kýpur þar sem var barist um eitt sæti í umspilinu um laust sæti á EM. Vonin virtist vera úti eftir níu marka skell út í Sviss aðeins þremur dögum fyrr, 29-20.Íslensku strákunum tókst hins vegar hið ótrúlega sem var að vinna níu marka sigur í þessum leik í Kaplakrikanum en leikurinn vannst 32-23. Róbert Julian Duranona skoraði 10 mörk í leiknum og Bjarki Sigurðsson var með sjö mörk. Tíunda mark Duranona skoraði hann um rétt áður en lokaflautan gall og það mark átti eftir að skipta miklu máli. Það vissi það enginn þó strax. Eftir leik þorði nefnilega hvorugt liðið að fagna sigri því reglurnar voru ekki á hreinu.Voru það mörk á útivelli sem réðu eða heildarmarkatalan? Þar sem að þetta var riðill en ekki umspil þá kom það á endanum í ljós að stórsigrar Íslands á Kýpur komu íslenska liðinu áfram.Íslensku strákarnir óttuðust að útivallarmörkin í leikjunum við Sviss myndu tryggja Svisslendingum sætið í umspilinu og gengu því súrir af velli. Staðfesting um að Ísland væri komið áfram fékkst ekki fyrr en klukkan 22.30 eftir að Örn Magnússon, framkvæmdastjóri HSÍ, náði sambandi við Kjartan Steinbach, þáverandi formann dómaranefndar Alþjóða handboltasambandsins. Á þessum tíma stóð einmitt yfir heimsmeistaramót í Egyptalandi eins og ný. Kjartan var staddur á HM og var með Manfred Brause sem var með honum dómaranefnd IHF. Þeir lögðust yfir reglugerðir IHF og komust að því að þar kæmi ekki annað fram en að Ísland væri komið áfram. Íslensku strákarnir fögnuðu því ekki sigri fyrr en í búningsklefanum hálftíma eftir leik. Opnumynd íþróttablaðs DV var af þeim fagna sigri í sturtunni eins og sjá má hér fyrir ofan. Þetta var líka sögulegur leikur fyrir þær sakir að þetta var síðasti landsleikur Geirs Sveinssonar sem skoraði níu mörk í leiknum. Geir lék þarna sinn 328. og síðasta landsleik en hann átti landsleikjametið þar til að Guðmundur Hrafnkelsson sló það í janúar 2002. Íslenska landsliðið hafði síðan betur á móti Makedóníu í umspili um sæti á EM 2000. Íslenska liðið komst því á sitt fyrsta Evrópumót og hefur ekki misst af móti síðan. EM i fyrra var ellefta Evrópumót Íslands í röð. HM 2021 í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira
Ísland hefur margoft mætt Sviss í gegnum tíðina hvort sem það var á stórmótum, í b-keppnum, í undankeppnum eða í vináttulandsleikjum. Leikurinn í Kaplakrika 30. maí 1999 stendur þó örugglega upp úr. Íslenska landsliðið hafði á þessum tíma aldrei komist á Evrópumótið sem hafði verið haldið á tveggja ára fresti frá árinu 1994. Ísland var í riðli með Sviss og Kýpur þar sem var barist um eitt sæti í umspilinu um laust sæti á EM. Vonin virtist vera úti eftir níu marka skell út í Sviss aðeins þremur dögum fyrr, 29-20.Íslensku strákunum tókst hins vegar hið ótrúlega sem var að vinna níu marka sigur í þessum leik í Kaplakrikanum en leikurinn vannst 32-23. Róbert Julian Duranona skoraði 10 mörk í leiknum og Bjarki Sigurðsson var með sjö mörk. Tíunda mark Duranona skoraði hann um rétt áður en lokaflautan gall og það mark átti eftir að skipta miklu máli. Það vissi það enginn þó strax. Eftir leik þorði nefnilega hvorugt liðið að fagna sigri því reglurnar voru ekki á hreinu.Voru það mörk á útivelli sem réðu eða heildarmarkatalan? Þar sem að þetta var riðill en ekki umspil þá kom það á endanum í ljós að stórsigrar Íslands á Kýpur komu íslenska liðinu áfram.Íslensku strákarnir óttuðust að útivallarmörkin í leikjunum við Sviss myndu tryggja Svisslendingum sætið í umspilinu og gengu því súrir af velli. Staðfesting um að Ísland væri komið áfram fékkst ekki fyrr en klukkan 22.30 eftir að Örn Magnússon, framkvæmdastjóri HSÍ, náði sambandi við Kjartan Steinbach, þáverandi formann dómaranefndar Alþjóða handboltasambandsins. Á þessum tíma stóð einmitt yfir heimsmeistaramót í Egyptalandi eins og ný. Kjartan var staddur á HM og var með Manfred Brause sem var með honum dómaranefnd IHF. Þeir lögðust yfir reglugerðir IHF og komust að því að þar kæmi ekki annað fram en að Ísland væri komið áfram. Íslensku strákarnir fögnuðu því ekki sigri fyrr en í búningsklefanum hálftíma eftir leik. Opnumynd íþróttablaðs DV var af þeim fagna sigri í sturtunni eins og sjá má hér fyrir ofan. Þetta var líka sögulegur leikur fyrir þær sakir að þetta var síðasti landsleikur Geirs Sveinssonar sem skoraði níu mörk í leiknum. Geir lék þarna sinn 328. og síðasta landsleik en hann átti landsleikjametið þar til að Guðmundur Hrafnkelsson sló það í janúar 2002. Íslenska landsliðið hafði síðan betur á móti Makedóníu í umspili um sæti á EM 2000. Íslenska liðið komst því á sitt fyrsta Evrópumót og hefur ekki misst af móti síðan. EM i fyrra var ellefta Evrópumót Íslands í röð.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira