Tillögu um móttöku flóttabarna drepið á dreif – „Á meðan deyja börn á Lesbos“ Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 19. janúar 2021 18:00 Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði þann 30. september lagði ég fyrst fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir því yfir að Hafnarfjarðarbær er reiðubúinn til þess að taka á móti fylgdarlausum börnum sem búið hafa við hræðilegar aðstæður á eyjunni Lesbos í Grikklandi. Nú þegar verði hafnar viðræður við ríkið um móttöku þessara fylgdarlausu barna.“ Í rökstuðningi tillögunnar sagði að með yfirlýsingunni væri Hafnarfjörður að bregðast við ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og taka ábyrgð sem Barnvænt samfélag. Þá hafi í Hafnarfirði byggst upp mikil þekking á móttöku flóttamanna enda hafi bæjarfélagið tekið samfélagslega ábyrgð sína á alþjóðavísu alvarlega. Að lokum sagði þar að aðstæður í flóttamannabúðum á Lesbos séu skelfilegar og þar búi börn við aðstæður sem við eigum erfitt með að skilja og því sé mikilvægt að bregðast hratt við og aðstoða þessi börn í þeirra miklu neyð. Ráðaleysi á bæjarstjórnarfundi og málinu drepið á dreif Það leit allt út fyrir að tillagan yrði samþykkt á þessum fundi bæjarstjórnar þann 30. september, enda hafði atkvæðagreiðsla farið fram um málið. En þá var henni á einhvern undarlegan hátt frestað til næsta fundar og í raun ríkti hálfgert ráðaleysi meirihlutans um stund í málinu á þessum fundi. Á næsta fundi bæjarstjórnar sem haldinn var miðvikudaginn 14. október lagði ég aftur fram sömu tillögu og bjóst við því að hún yrði samþykkt samhljóða. En því miður gátu meirihlutaflokkarnir ekki fellt sig við það og báru fram tillögu þess efnis að henni yrði vísað til fjölskylduráðs og fulltrúi Miðflokksins hoppaði á þann vagn. Og á meðan var málinu með þessum hætti drepið á dreif þrátt fyrir gríðarlega mikla neyð barna á Lesbos. Fleiri pólitískir tafaleikir og vandræðagangur í boði meirihlutans Afgreiðsla fjölskylduráðs þann 23. október ýtti enn frekar undir þá tilfinningu að meirihlutinn hefði bara alls engan áhuga á því að sýna frumkvæði í málinu og svara ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna um að koma börnum í neyð til hjálpar eins fljótt og yrði viðkomið. Þannig voru áfram leiknir tafaleikir af hálfu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði. Og enn á ný tók fulltrúi Miðflokksins undir afgreiðsluna. Og kemur það engum á óvart miðað við stefnu þess flokks í þessum málum á landsvísu.Þann 4. desember síðastliðinn lá niðurstaða fjölskylduráðs svo loks fyrir. Meira en tveimur mánuðum eftir að tillagan var fyrst lögð fram á fundi bæjarstjórnar.Og niðurstaðan var þessi: Ef ráðuneytið óskar eftir því við Hafnarfjarðarbæ að taka á móti flóttamönnum frá eyjunni Lesbos í Grikklandi þá verður það að sjálfsögðu skoðað með hliðsjón af þeim samningi sem verður gerður. Hér er um að ræða niðurstöðu með mörgum fyrirvörum. Því gat meirihlutinn ekki lýst því yfir að börn á flótta sem dvelja í flóttamannabúðum á eyjunni Lesbos væru velkomin strax og án fyrirvara?Hvers vegna var meirihlutinn ekki tilbúinn til að taka frumkvæði í málinu? Og hvers vegna í ósköpunum fór málið í þennan undarlega farveg tafapólitíkur? – Það leitar á huga manns að mannslífin séu kannski ekki þegar allt kemur til alls jafnmikils virði þar og hér. Í grunninn er þetta mjög einfalt mál! Í grunninn er þetta mjög einfalt mál. Vill bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa frumkvæði að því og lýsa því yfir að við séum tilbúin til að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta strax, af því að ástandið á Lesbos er slíkt hörmungarástand að það þolir ekki bið. Þetta eru hamfarir og þegar þær almennt ríða yfir þá þurfa yfirvöld að bregðast fljótt við og bjarga börnum í mikilli neyð sem búa við hræðilegar aðstæður. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna sendi út neyðarkall vegna ástandsins í september og mikilvægt var að ríki og sveitarfélög myndu svara því kalli eins fljótt og hægt væri. Í allri Norður-Evrópu brugðust fjölmörg sveitarfélög strax við og lýstu sig reiðbúin til að svara þessu ákalli. Þar á meðal voru mörg sveitarfélög í Noregi. Niðurstaða meirihlutans í málinu eru mikil vonbrigði Niðurstaða meirihlutans í málinu voru mér gríðarleg vonbrigði. Og ekki síður sú staðreynd að það tók meirihlutann meira en 2 mánuði að komast að þessari niðurstöðu. Og niðurstaðan er ekki eindregin lýsing á skýrum vilja til að ganga fram fyrir skjöldu, taka frumkvæði og láta ekki óþarfa málavafstur þvælast fyrir ákvörðun sem þoldi enga bið. Það er enginn kjarkur í þessari ákvörðun, engin óskilyrt manngæska, engin dirfska. Bara pólitísk flatneskja og vandræðagangur sem ekki er meirihlutanum til sóma. Og á meðan á öllu þessu stóð dóu fylgdarlaus börn á Lesbos og gera enn. Friðþjófur Helgi Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Hælisleitendur Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði þann 30. september lagði ég fyrst fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir því yfir að Hafnarfjarðarbær er reiðubúinn til þess að taka á móti fylgdarlausum börnum sem búið hafa við hræðilegar aðstæður á eyjunni Lesbos í Grikklandi. Nú þegar verði hafnar viðræður við ríkið um móttöku þessara fylgdarlausu barna.“ Í rökstuðningi tillögunnar sagði að með yfirlýsingunni væri Hafnarfjörður að bregðast við ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og taka ábyrgð sem Barnvænt samfélag. Þá hafi í Hafnarfirði byggst upp mikil þekking á móttöku flóttamanna enda hafi bæjarfélagið tekið samfélagslega ábyrgð sína á alþjóðavísu alvarlega. Að lokum sagði þar að aðstæður í flóttamannabúðum á Lesbos séu skelfilegar og þar búi börn við aðstæður sem við eigum erfitt með að skilja og því sé mikilvægt að bregðast hratt við og aðstoða þessi börn í þeirra miklu neyð. Ráðaleysi á bæjarstjórnarfundi og málinu drepið á dreif Það leit allt út fyrir að tillagan yrði samþykkt á þessum fundi bæjarstjórnar þann 30. september, enda hafði atkvæðagreiðsla farið fram um málið. En þá var henni á einhvern undarlegan hátt frestað til næsta fundar og í raun ríkti hálfgert ráðaleysi meirihlutans um stund í málinu á þessum fundi. Á næsta fundi bæjarstjórnar sem haldinn var miðvikudaginn 14. október lagði ég aftur fram sömu tillögu og bjóst við því að hún yrði samþykkt samhljóða. En því miður gátu meirihlutaflokkarnir ekki fellt sig við það og báru fram tillögu þess efnis að henni yrði vísað til fjölskylduráðs og fulltrúi Miðflokksins hoppaði á þann vagn. Og á meðan var málinu með þessum hætti drepið á dreif þrátt fyrir gríðarlega mikla neyð barna á Lesbos. Fleiri pólitískir tafaleikir og vandræðagangur í boði meirihlutans Afgreiðsla fjölskylduráðs þann 23. október ýtti enn frekar undir þá tilfinningu að meirihlutinn hefði bara alls engan áhuga á því að sýna frumkvæði í málinu og svara ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna um að koma börnum í neyð til hjálpar eins fljótt og yrði viðkomið. Þannig voru áfram leiknir tafaleikir af hálfu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði. Og enn á ný tók fulltrúi Miðflokksins undir afgreiðsluna. Og kemur það engum á óvart miðað við stefnu þess flokks í þessum málum á landsvísu.Þann 4. desember síðastliðinn lá niðurstaða fjölskylduráðs svo loks fyrir. Meira en tveimur mánuðum eftir að tillagan var fyrst lögð fram á fundi bæjarstjórnar.Og niðurstaðan var þessi: Ef ráðuneytið óskar eftir því við Hafnarfjarðarbæ að taka á móti flóttamönnum frá eyjunni Lesbos í Grikklandi þá verður það að sjálfsögðu skoðað með hliðsjón af þeim samningi sem verður gerður. Hér er um að ræða niðurstöðu með mörgum fyrirvörum. Því gat meirihlutinn ekki lýst því yfir að börn á flótta sem dvelja í flóttamannabúðum á eyjunni Lesbos væru velkomin strax og án fyrirvara?Hvers vegna var meirihlutinn ekki tilbúinn til að taka frumkvæði í málinu? Og hvers vegna í ósköpunum fór málið í þennan undarlega farveg tafapólitíkur? – Það leitar á huga manns að mannslífin séu kannski ekki þegar allt kemur til alls jafnmikils virði þar og hér. Í grunninn er þetta mjög einfalt mál! Í grunninn er þetta mjög einfalt mál. Vill bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa frumkvæði að því og lýsa því yfir að við séum tilbúin til að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta strax, af því að ástandið á Lesbos er slíkt hörmungarástand að það þolir ekki bið. Þetta eru hamfarir og þegar þær almennt ríða yfir þá þurfa yfirvöld að bregðast fljótt við og bjarga börnum í mikilli neyð sem búa við hræðilegar aðstæður. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna sendi út neyðarkall vegna ástandsins í september og mikilvægt var að ríki og sveitarfélög myndu svara því kalli eins fljótt og hægt væri. Í allri Norður-Evrópu brugðust fjölmörg sveitarfélög strax við og lýstu sig reiðbúin til að svara þessu ákalli. Þar á meðal voru mörg sveitarfélög í Noregi. Niðurstaða meirihlutans í málinu eru mikil vonbrigði Niðurstaða meirihlutans í málinu voru mér gríðarleg vonbrigði. Og ekki síður sú staðreynd að það tók meirihlutann meira en 2 mánuði að komast að þessari niðurstöðu. Og niðurstaðan er ekki eindregin lýsing á skýrum vilja til að ganga fram fyrir skjöldu, taka frumkvæði og láta ekki óþarfa málavafstur þvælast fyrir ákvörðun sem þoldi enga bið. Það er enginn kjarkur í þessari ákvörðun, engin óskilyrt manngæska, engin dirfska. Bara pólitísk flatneskja og vandræðagangur sem ekki er meirihlutanum til sóma. Og á meðan á öllu þessu stóð dóu fylgdarlaus börn á Lesbos og gera enn. Friðþjófur Helgi Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun