Elías Már kom Excelsior yfir á 16. mínútu með marki úr vítaspyrnu en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum í fyrri hálfleik og leiddu 2-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Siebe Horemans jafnaði metin fyrir Excelsior á 71. mínútu og þar við sat í venjulegum leiktíma.
Lokatölur 2-2 og því þurfti að framlengja, þar var ekkert skorað og vítaspyrnukeppni niðurstaðan. Elías Már skoraði úr sinni spyrnu en bæði lið klúðruðu einni spyrnu af fyrstu fimm spyrnum sínum.
Því þurfti að grípa til bráðabana þar sem Sander Fischer nýtti spyrnu Excelsior en Luc Mares klikkaði í liði Maastricht og Excelsior því komið í 8-liða úrslit hollensku bikarkeppninnar.