„Því miður þá kemur þetta manni nákvæmlega ekkert á óvart“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 12:00 Íslensku strákarnir fagna sigri á Marokkó á meðan þjálfari Marokkó hughreystir sinn mann. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Íslensku strákarnir voru heppnir að slasast ekki í leiknum á móti hinum grófu Marokkóbúum en leikur þeirra kom gamalli landsliðshetju ekkert á óvart. Henry Birgir Gunnarsson fór yfir riðlakeppni íslenska handboltalandsliðsins á HM í Egyptalandi í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi með þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Þeir ræddu meðal annars um brot Marókkómanna á íslensku landsliðsmönnunum. Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur farið á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og hann hafði varað við ljótum brotum afrísku leikmannanna fyrir leikina á móti Alsír og Marokkó. „Þú varst að tala um að það gæti verið skrautlegt að spila við þessi afrísku lið og þau séu að lemja hér og þar. Þetta var viðbjóður sem var boðið upp á. Þrjú rauð spjöld hjá Marokkó og þetta brot á Viggó er algjörlega til skammar,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Því miður þá kemur þetta manni nákvæmlega ekkert á óvart. Allt við þetta. Þeir láta eins og þetta sé algjörlega óvart og eru með einhver læti inn á vellinum. Maður er bara: Áttar þú þig ekki á því að það eru allir búnir að horfa á þetta þrisvar sinnum í sjónvarpinu. Þú bara þrumar í andlitið á honum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta var ljótt en sem betur fer þá fannst mér tékknesku dómararnir taka þetta föstum tökum og gerðu þetta vel. Það var ekki nokkurt hik á þeim. Þetta voru bara þessi þrjú rauð spjöld sem þeir áttu skilið,“ sagði Ásgeir Örn. „Brotið á Viggó þar sem hann er að koma á ferðinni í seinni bylgjunni. Þar er hann ekki að gera neitt annað en að þruma olnboganum í hann. Þetta hefði getað farið mjög illa,“ sagði Ásgeir Örn. „Í leiknum sjálfum þá eru þeir ekkert grófir. Þeir eru ekkert að rífa aftan í menn eða að fá mikið af tveggja mínútna brottrekstrum. Svo koma svona brot inn á milli og maður hugsar: Hvað eru þeir að gera?,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fór yfir riðlakeppni íslenska handboltalandsliðsins á HM í Egyptalandi í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi með þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Þeir ræddu meðal annars um brot Marókkómanna á íslensku landsliðsmönnunum. Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur farið á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og hann hafði varað við ljótum brotum afrísku leikmannanna fyrir leikina á móti Alsír og Marokkó. „Þú varst að tala um að það gæti verið skrautlegt að spila við þessi afrísku lið og þau séu að lemja hér og þar. Þetta var viðbjóður sem var boðið upp á. Þrjú rauð spjöld hjá Marokkó og þetta brot á Viggó er algjörlega til skammar,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Því miður þá kemur þetta manni nákvæmlega ekkert á óvart. Allt við þetta. Þeir láta eins og þetta sé algjörlega óvart og eru með einhver læti inn á vellinum. Maður er bara: Áttar þú þig ekki á því að það eru allir búnir að horfa á þetta þrisvar sinnum í sjónvarpinu. Þú bara þrumar í andlitið á honum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta var ljótt en sem betur fer þá fannst mér tékknesku dómararnir taka þetta föstum tökum og gerðu þetta vel. Það var ekki nokkurt hik á þeim. Þetta voru bara þessi þrjú rauð spjöld sem þeir áttu skilið,“ sagði Ásgeir Örn. „Brotið á Viggó þar sem hann er að koma á ferðinni í seinni bylgjunni. Þar er hann ekki að gera neitt annað en að þruma olnboganum í hann. Þetta hefði getað farið mjög illa,“ sagði Ásgeir Örn. „Í leiknum sjálfum þá eru þeir ekkert grófir. Þeir eru ekkert að rífa aftan í menn eða að fá mikið af tveggja mínútna brottrekstrum. Svo koma svona brot inn á milli og maður hugsar: Hvað eru þeir að gera?,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira